Skírnir - 01.04.1992, Síða 259
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Veruleikinn upphafinn
Louisa MatthIasdÓTTIr, höfundur málverksins „Fólk í landslagi” frá
1978, sem prýðir kápu Skírnis að þessu sinni, á að baki langan og merki-
legan listferil. Þennan feril þekkja Islendingar hins vegar ekki ýkja vel,
þar sem listakonan hefur búið og starfað í Bandaríkjunum mestan hluta
ævi sinnar.
Louisa er fædd í Reykjavík 1917, dóttir Matthíasar Einarssonar
læknis og konu hans, Ellenar Johannessen.
Um fermingaraldur hóf Louisa listnám hjá Tryggva Magnússyni
teiknara, sem þekktastur er fyrir framlag sitt til Spegilsins sáluga. Árið
1934 hélt hún síðan til Kaupmannahafnar, þar sem hún stundaði nám við
Kunsthándværkerskolen um þriggja ára skeið. Þarnæst hélt listakonan til
Parísar og var tvö ár í læri hjá þekktum frönskum listamanni, Marcel
Gromaire.
Við upphaf heimstyrjaldarinnar voru íslenskum listnemum allar
leiðir lokaðar í Evrópu. Því brugðu ýmsir þeirra, þar á meðal Louisa, á
það ráð að sigla til Bandaríkjanna og halda þar áfram listnámi.
Louisa var komin til New York árið 1942 og fékk inni á skóla Hans
Hoffmanns, sem var lærifaðir margra hinna svokölluðu amerísku
afstrakt-expressjónista. I skóla Hoffmanns var Louisa í tvö ár eða til
1944. Má ætla að náin kynni Louisu af einörðum formhyggjumönnum á
borð við þá Gromaire og Hoffmann hafi átt mikinn þátt í að glæða með
henni þá formfestu sem hún er þekktust fyrir.
I skóla Hoffmanns kynntist Louisa tilvonandi eiginmanni sínum,
listmálaranum Leland Bell, sem lést á síðasta ári.
Þau hjónin stofnuðu saman Jane Street listhúsið ásamt nokkrum öðr-
um listamönnum (þar á meðal Larry Rivers) árið 1947 og tóku eftir það
virkan þátt í bandarísku myndlistarlífi.
Louisa hefur sýnt verk sín á vegum nokkurra virtustu listhúsa New
York borgar, til að mynda Knoedler og Schoelkopf, og hlotið ágætar
viðtökur hjá bandarískum gagnrýnendum á borð við Elaine de Kooning,
Hilton Kramer og ljóðskáldið John Ashbery.
Árið 1986 kom út bók um verk Louisu á vegum Hudson Hill Press í
Bandaríkjunum, og ári seinna á íslandi undir merkjum Máls og menn-
ingar.
Segja má að fjarvistir Louisu frá íslandi hafa mótað myndlist hennar
meir en búsetan í Bandaríkjunum. I seinni tíð hefur hún haft fyrir sið að
vitja ættjarðar sinnar að sumarlagi til að mála, bæði í Reykjavík og úti á
Skírnir, 166. ár (vor 1992)