Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 260
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
landi. Hún heldur síðan áfram að vinna úr íslenskum aðföngum eftir að
hún er komin á vinnustofu sína við Sextánda stræti í New York.
Grannskoðun á viðfangsefninu er því tempruð af endurminningunni.
Endurminningin lagar sig síðan að þörfum málverksins. Endurminning-
in, öðru nafni stöðvun tímans, er samt sem áður sá ás sem myndlist
Louisu veltist um.
En í framköllun Louisu á endurminningunni er ekki að finna snefil af
tilfinningasemi hins burtflutta Islendings. I yfirvegaðri fjarlægð umskrif-
ar hún íslenska náttúru, brýtur til mergjar úfin hraun, skellóttan mosa og
skörðótt fjöll í því augnamiði að opinbera innri rök sköpunarverksins.
„Ekki vegna þess að íslenskt landslag sé fallegra en annað landslag, held-
ur vegna þess að það er mitt landslag, hefur fylgt mér,“ segir listakonan í
sjaldgæfu viðtali. Við sama tækifæri lýsir hún yfir ánægju sinni yfir skóg-
leysinu á Islandi, sem geri henni kleift að skynja lögun landsins til fulln-
ustu, öfugt við landslagið víða erlendis.
Markmið Louisu er hvorki að yfirfæra viðfangsefni sitt „beint“, eins
og yfirlýstir raunsæismenn telja vera í sínum verkahring, né heldur að
„lifa sig inn í“ það eins og tíðkast meðal expressjónista, heldur að skapa
hliðstæðu þess með því „að draga allar kenndir saman í harðan kjarna“,
svo vitnað sé í eitt af átrúnaðargoðum Louisu, sjálfan Matisse.
I málverkinu „Fólk í landslagi", sem Listasafn Islands keypti árið
1979, er að finna einn slíkan „harðan kjarna“ úr íslenskum veruleika.
Viðfangsefnið, nokkur hús og fólk við lygnan fjörð, má rekja allt
aftur til staðháttalýsinga Jóns Helgasonar frá því fyrir síðustu aldamót.
Á fjórða áratugnum birtist það síðar í verkum „kreppumálaranna” svo-
kölluðu, sem stóðu andspænis nýjum kafla í íslensku þjóðlífi, þorps-
menningu sem nærðist af sjávarútvegi.
Málverk Louisu er eins konar samantekt á þessu mótífi; veruleiki
þorpsins, fjarðarins og fólksins upphafinn. Allir fletir og form vega jafn
þungt, hvort sem litið er á upplýsingagildi þeirra eða formgerð (strúkt-
úr). Pilturinn og stúlkan, karlkennd og kvenkennd af litrófi sínu og lima-
burði (stúlkan rauðklædd, ljóshærð, spengileg, pilturinn dökkklæddur,
varkár, stirðbusalegur) hvíla í skauti sumarlandsins, umvafin tærri birtu.
Þessir þættir virka á áhorfandann eins og stef í tónverki, „fá slíkan
samhljóm í einfaldleik sínum, að það er sjónlaus maður sem ekki finnur
hann enduróma í hjarta sínu,“ svo vitnað sé í Ólaf Gíslason, fyrrverandi
myndlistargagnrýnanda Þjóðviljans. Síðustu orð í þessari gagnrýni Ólafs
vil ég gera að mínum : „Þessi sterki hljómur skapast af þeim andstæðum
sem í málverkinu búa: þessari hrópandi þögn og þessari mögnuðu kyrrð
og einsemd sem jafnframt er svo hlaðin orku og nálægð.“ (Þjóðviljinn
28. nóv. 1987).
Aðalsteinn Ingólfsson