Fréttablaðið - 25.04.2016, Side 2

Fréttablaðið - 25.04.2016, Side 2
Norðankaldi og dálítil él austast, en annars hægari og bjart með köflum. Fremur svalt í veðri. sjá síðu 16 Við kunnum þetta Árlegar vorsýningar nemenda í Danslistaskóla JSB hófust með stæl í Borgarleikhúsinu í gær og halda áfram í dag og á morgun. Fréttablaðið/SteFán Grímsey Íbúar í Grímsey eru orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi í sam- göngumálum eyjarinnar. Ekkert bóli á efndum ríkisstjórnar á gefnum lof- orðum um lækkað fargjald á flugi til heimamanna. „Það var samþykkt að það yrði lækkað fargjald til heimamanna,“ segir Jóhannes Gísli Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar. „Við höfum engin svör fengið við því hvenær og hvernig átti að fram- kvæma þessi loforð, við erum orðin langþreytt en höldum áfram að ýta á eftir aðgerðum,“ segir hann. Að sögn Jóhannesar er lækkun fargjalda og fjölgun ferða ferjunnar mikið hagsmunamál fyrir íbúa í Grímsey. „Það segir sig sjálft, fyrir fjölskyldu kostar það álíka mikið að fara úr Grímsey til meginlandsins og að fara í borgarferð til Evrópu,“ segir Jóhannes og bendir á að ýmsa þjón- ustu sé stundum bráðnauðsynlegt að sækja utan eyjarinnar, svo sem ýmsa sérhæfða læknisþjónustu og annað. „Þetta er okkar þjóðvegur hér á milli og bættar samgöngur eru brýnustu mál okkar.“ Starfshópur sem innanríkisráð- herra skipaði árið 2014 um að kanna opinbera gjaldtöku í innanlandsflugi og mögulegar leiðir til að lækka far- miðaverð skilaði skýrslu í fyrra. Í niðurstöðum starfshópsins er bent á að niðurfelling farþega- og lendingargjalda, svo og niðurfell- ing virðisaukaskatts á aðföngum í innanlandsflugi, myndi skila að meðaltali 1.700 króna verðlækkun á hverjum fluglegg. Þá bendir hópurinn á þá leið að bjóða út flugleiðir og skilgreina leyfilegt hámarksverð. Í skýrsl- unni kom fram að komið hefði til umræðu að bjóða út allar flugleiðir innanlands og skilgreina í útboði leyfilegt hámarksverð. Sex flugleiðir eru ríkisstyrktar á grundvelli markaðsbrests: Bíldu- dalur, Gjögur, Grímsey, Þórshöfn, Vopnafjörður og Höfn. Eftir útgáfu skýrslunnar í febrúar á síðasta ári sagði innanríkisráð- herra stjórnvöld ætla að endurskoða álögur og leita leiða til að gera flugið ódýrara. Jóhannes segir Grímseyinga ekk- ert hafa heyrt eftir að starfshópur innanríkisráðherra lauk starfi sínu. „Við höfum heldur ekki heyrt neitt um fjölgun ferða með ferjunni. Það var búið að gefa það út að það ætti að fjölga þeim um 52 ferðir á ári, um eina ferð í hverri viku, þetta var gefið út síðasta haust og fólk hélt að það ætti að koma fljótlega í gegn. Það kom samþykkt frá ríkisstjórn en einhvers staðar strandar það greini- lega.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Grímseyingar telja sig svikna af stjórnvöldum Kostnaður við ferðir til og frá Grímsey jafnast á við ferðalög til borga í Evrópu. Starfshópur innanríkisráðuneytis skilaði skýrslu um lægri fargjöld fyrir rúmu ári. Fargjöld hafa þó enn ekki lækkað og ferðum með ferjunni ekkert fjölgað. Ferðum með Grímseyjarferjunni hefur ekki verið fjölgað og fargjöld í flugi hafa verið ekki lækkuð þrátt fyrir fyrirheit til Grímseyinga. Fréttablaðið/anton brink Veður kópavoGur Umhverfissviði Kópa- vogs hefur verið falið að meta kosti og galla þess að bærinn setji upp hrað- hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Bæjar- ráð samþykkti tillögu um þetta frá Ólafi Þór Gunnarssyni, bæjarfulltrúa Vinstri grænna. Athugunin á að ná til uppsetningar hraðhleðslustöðva á helstu starfs- stöðvum bæjarins og við grunnskóla eða í hverju hverfi. „Jafnframt verði metinn kostnaður og gerð áætlun um uppsetningu ef fýsilegt þykir,“ segir í tillögunni. – gar Skoða kosti hleðslustöðva Jafnframt verði metinn kostnaður og gerð áætlun um uppsetn- ingu. Úr tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar bæjarfulltrúa um hraðhleðslustöðvar í Kópavogi menntun Frumvarp um ný heildar- lög LÍN eru komin í kostnaðarmat hjá fjármálaráðuneytinu og er unnið að endanlegri útfærslu. Vonir standa til, eftir heimildum fréttastofu 365, að matinu ljúki jafnvel í næstu viku. Í frumvarpsdrögum er lögð áhersla á að hvetja ungt fólk til að klára háskólanám sitt fyrr. Þá kemur fram í ársskýrslu 2014 að sá fimmtungur lánþega sem skuldar mest skuldi samtals um 102 milljarða króna. Það er tæplega helmingur af útlánum lánasjóðsins. – kbg Áhersla á ungt fólk hjá LÍN Miklar breytingar eru í farvatninu í út- lánum lÍn. Fréttablaðið/Valli tyrkland Hollenskur blaðamaður af tyrkneskum uppruna, Ebru Umar, hefur verið látinn laus úr haldi eftir að hafa komið fyrir dómara í Tyrklandi. Umar var handtekin á sunnudagsmorgun þar sem hún var í fríi í Tyrklandi eftir að hafa tíst um mæl um um Recep Tayyip Er- dog an, for seta lands ins. Um mæl in voru hluti af gagnrýnni umfjöllun um Erdogan sem birtist í hollenska blaðinu Metro. Umar sætir nú far- banni en hollenska utanríkisráðu- neytið fylgist grannt með framvindu mála. Síðan árið 2014 hafa rúmlega 1.800 blaðamenn verið kærðir fyrir að móðga Erdogan. – kbg Blaðamaður sætir farbanni recep tayyip erdogan, forseti tyrklands Þetta er okkar þjóðvegur hér á milli og bættar samgöngur eru brýnustu mál okkar. Jóhannes Gísli Henn- ingsson, formaður hverfisráðs Gríms- eyjar 2 5 . a p r í l 2 0 1 6 m á n u d a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 3 -2 5 C 4 1 9 3 3 -2 4 8 8 1 9 3 3 -2 3 4 C 1 9 3 3 -2 2 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.