Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 25.04.2016, Qupperneq 4
SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar Korputorg 112 Reykjavík Sími 551 5600 utilegumadurinn.is FERÐAVAGNAR KAUPLEIGA GRÆNIR BÍLAR Opið mán-fös kl. 10-18 - lau-sun kl. 12-16 Hafnarfjörður Nýr einkarekinn grunnskóli fyrir 13 til 15 ára börn mun taka til starfa í Hafnarfirði í haust. Hver nemandi mun þurfa að greiða um 160 þúsund krónur fyrir árið. Forsvarsmenn skólans áætla að Hafnarfjarðarbær greiði einnig fyrir hvern nemanda bæjarins en enginn þjónustusamningur hefur verið gerður við bæinn. „Við munum byrja með 60 nem- endur í haust, erum komin með starfsleyfi frá Hafnarfjarðarbæ og menntamálaráðuneytinu og þjónustusamningur við bæinn er í bígerð,“ segir Kristján Ómar Björns- son, einn eigenda fyrirtækisins. Kristján gerir ráð fyrir að bærinn greiði 75 prósent af reiknuðum kostnaði við hvern nemanda. „Bænum er svo í fullvald sett að koma í veg fyrir það að við inn- heimtum skólagjöld með því að greiða fyrir hvern nemanda eins og gert er í almennu skólunum,“ segir Kristján. Ekki er gert ráð fyrir neinum greiðslum til nýja einkaskólans á fjárhagsáætlun ársins í ár. Ef Hafnar- fjarðarkaupstaður ætlar sér að veita fé til skólans þarf samkvæmt sveit- arstjórnarlögum að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins og þarf sá viðauki að fara fyrir bæjarstjórn til umræðu og samþykktar. Hörður Svavarsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar í meirihluta fræðsluráðs, segir engan samning liggja á borðinu milli nýja skólans og bæjaryfirvalda. Fræðsluráð hafi því ekki enn samþykkt skólann sem slíkan. Það komi einnig til greina að gera ekki þjónustusamning við skólann í ljósi bágs ásigkomulags bæjarsjóðs. „Við göngum ekki til samninga með það að markmiði að semja hvað sem það kostar,“ segir Hörð- ur. „Við þurfum fyrst að huga að öðrum málum áður en við semjum við Framsýn skólafélag um nýjan grunnskóla.“ Hörður sagði í lok árs 2015 það vera grundvallaratriði að hugað yrði að jöfnum tækifærum barna til að sækja grunnskólamenntun og sagðist ekki geta stutt skóla ríkra manna elítu, eins og hann orðaði það, og að jafnræði yrði að vera tryggt. „Efnalítið fólk mun ekki geta veitt upp 160 þúsund krónur úr vösum sínum eins og ekkert sé, það er alveg ljóst,“ segir Hörður Svavarsson. sveinn@frettabladid.is Einkagrunnskóli innritar án þess að hafa samið við bæinn Grunnskóli Framsýnar skólafélags hefur starfsemi í Hafnarfirði næsta haust. Skólinn er fyrir 13 til 15 ára og skólagjöldin verða 160 þúsund krónur. Samningur við bæinn liggur ekki fyrir en innritun er hafin. Fulltrúi meirihlutans í fræðsluráði segir ljóst að skólinn verði ekki fyrir börn úr efnalitlum fjölskyldum í bænum. Nýi grunnskólinn verður starfræktur við Flatahraun. Fréttablaðið/Pjetur Við þurfum fyrst að huga að öðrum málum áður en við semjum við Framsýn skólafélag. Hörður Svavarsson, fulltrúi í fræðslu- ráði Hafnarfjarðar Leiðrétting Vegna mistaka vantaði niðurlag pistils Sifjar Sigmarsdóttur í helgarútgáfu Fréttablaðsins þann 23. apríl: En stundum þarf meira til en almenna tiltekt. Það var, alveg eins og Erdogan, þaulsætinn stjórn- málamaður, forseti haldinn mikil- mennsku og með einvaldstilburði, sem minnti okkur á í vikunni að stundum þarf að fara í Ikea og end- urnýja skápinn sjálfan. Ólafi Ragnari Grímssyni er frjálst að gefa kost á sér í stól forseta Íslands þangað til veröldin ferst í ragnarökum. Óbeisluð löngun hans eftir forsetastólnum sjötta kjörtíma- bilið í röð er hins vegar áminning um að tími er til kominn að endur- skoða stjórnarskrá lýðveldisins, meðal annars með það að mark- miði að takmarka hve lengi forseti má sitja. Undir hvaða stól var frumvarpi stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá aftur stungið? Getur ekki einhver grafið það upp? austurríki Norbert Hofer, fram- bjóðandi Frelsisflokksins í forseta- kosningum í Austurríki, sigraði í fyrstu umferð kosninganna í gær. Hann hlaut 37 prósent atkvæða. Næstur á eftir Hofer var Alexander van der Bellen, úr röðum Græningja, með tæp tuttugu prósent. Í þriðja sæti varð sjálfstæði fram- bjóðandinn Irmgard Griss með tæp nítján prósent. Þar sem enginn náði hreinum meirihluta þarf líklega að kjósa aftur á milli þeirra tveggja, sem flest atkvæði fengu, í maí. Þjóðernishyggjuflokkur Hofers, Frelsisflokkurinn, er einkar andvígur móttöku flóttamanna. Úrslit kosninganna eru til marks um óvinsældir ríkisstjórnar Jafnaðar- mannaflokksins og Alþýðuflokksins. Frambjóðendur flokkanna fengu um 11 prósent í kosningunum hvor um sig. Í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar mun forseti ekki koma úr röðum þessara flokka. Þingkosningar fara fram í Austur- ríki 2018. Mælist Frelsisflokkurinn með mest fylgi, rúm þrjátíu prósent. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, sagði í samtali við frétta- stofuna AFP að nú væri upphaf nýrra tíma í stjórnmálum. – þea Þjóðernissinni sigraði í fyrstu umferð Norbert Hofer, forsetaframbjóðandi Frelsisflokksins. NordicPHotos/aFP Eitt er ljóst. Fólkið er gífurlega óánægt með ríkisstjórnina. Norbert Hofer, forsetaframbjóðandi ferðaþjónusta „Í okkar huga er á kristaltæru að fyrirtæki, hvort heldur sem er í ferðaþjónustu eða öðrum atvinnugreinum, eiga aldrei að byggja samkeppnisforskot sitt á sjálfboðavinnu,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Sam- taka ferðaþjónustunnar. Skapti segir það ekki ganga upp í íslenskri ferðaþjónustu ef slík undir boð eru stunduð í samkeppni við fyrirtæki sem stunda heiðarlega og ábyrga atvinnustarfsemi. Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri ASÍ, ræddi hag- nýtingu ferðaþjónustufyrirtækja á sjálfboðaliðum á málþingi Vinnu- málastofnunar í síðustu viku. Hann gagnrýndi Samtök ferðaþjónust- unnar og sagði aðgerðaleysi þeirra áberandi. Skapti segir samtökin hvetja fyrir tæki til að hlíta kjarasamn- ingum og standa skil á sköttum og skyldum. „Það er afar brýnt að fyrirtæki í öllum atvinnugreinum standi klár á skyldum sínum gagn- vart starfsmönnum og samfélaginu. „Við líðum ekki að brotið sé á starfsfólki og að okkar mati er mikil- vægt að sótt sé að þeim fyrirtækjum sem ekki virða lágmarksákvæði kjarasamninga,“ segir hann. Skapti tekur fram að í fyrra hafi rúmlega nítján þúsund manns starfað við ferðaþjónustu á Íslandi. „Þau tilvik sem hafa komið upp að undanförnu eru of mörg, en þó verður að hafa í huga að þau eru aðeins brotabrot af heildinni,“ segir Skapti. „Á mörgum stöðum er regluverk í kringum ferðaþjónust- una mjög veikt og hefur ekki þróast í takt við þroska greinarinnar.“ – kbg Samtök ferðaþjónustunnar líða ekki undirboð á vinnumarkaði Frést hefur af fyrirtækjum sem vilja ráða til sín sjálfboðaliða í störf sem ættu að vera launuð. Fréttablaðið/aNdri LögregLumáL Fíkniefnadeild lög- reglunnar, ásamt sérsveit ríkislög- reglustjóra, fór í húsleit við Nýbýla- veg í Kópavogi í gær. Tveir voru handteknir að sögn Runólfs Þórhallssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar. Hann gaf ekki upp hvað fannst í húsleitinni. Grunur hafi verið um brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Aðspurður segir Runólfur alvana- legt sé að sérsveitin komi með þegar fíkniefnadeildin fari í húsleit. – skh Sérsveitarmenn með í húsleit sérsveitarmaður. Fréttablaðið/VilHelm 2 5 . a p r í L 2 0 1 6 m á n u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 3 -3 9 8 4 1 9 3 3 -3 8 4 8 1 9 3 3 -3 7 0 C 1 9 3 3 -3 5 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.