Fréttablaðið - 25.04.2016, Síða 6
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
www.volkswagen.is
Við kynnum til leiks fjórðu kynslóð af vinsælasta atvinnubíl
á Íslandi undanfarin ár. Enn meiri staðalbúnaður, aukið
öryggi og öflugri vélar eru aðeins nokkur atriði sem gera
hinn nýja Caddy svo aðlaðandi. Nú kemur Caddy líka í
fimm og sjö manna fjölskylduútfærslu með nálgunarvara
og loftpúðum fyrir ökumanns- og farþegarými.
Nýr Volkswagen Caddy
kostar frá
2.670.000 kr.
(2.135.226 kr. án vsk)
Góður vinnufélagi
www.volkswagen.is
AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu.
Nýr Volkswagen Caddy
Umhverfismál „Það væri rosalega
gott fyrir jörðina ef við myndum bara
hætta að lifa. En það er kannski ekki
alveg svarið sem við erum að leita
að,“ segir Sigurður Eyberg Jóhannes-
son sem frumsýndi í síðustu viku
heimildarmynd sína Maðurinn sem
minnkaði vistsporið sitt.
Myndin fjallar um tilraun Sigurðar
til að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru
samfélagi. Þar reynir Sigurður að ná
neyslu sinni inn fyrir mörk sjálfbærni,
eins og þau eru skilgreind af aðferða-
fræði vistsporsmælinga.
„Akútvandinn í dag er koldíoxíð-
losun okkar. Hún er ekki bara úr
bílunum okkar, hún er í nánast allri
framleiðslu sem fer fram í heiminum,
allt okkar hagkerfi er keyrt á olíu. Það
er stóra vandamálið sem við þurfum
að leysa núna,“ segir Sigurður.
„Vistspor heimsins fer stækkandi,“
segir Brynhildur Davíðsdóttir, nýr
formaður stjórnar Orkuveitunnar.
„Ríkari lönd heimsins þurfa að vinna
betur að því að minnka vistspor sitt
svo lönd með minna vistspor geti
aukið lífsgæði.“
Ísland á aðild að samkomulagi
sem náðist í París í desember um
hertar aðgerðir í loftslagsmálum. Í
pallborðsumræðum eftir sýningu
myndar Sigurðar var rætt hvað
Íslendingar gætu lagt af mörkum.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, sagði að
fyrir þinglok yrði lögð fyrir þings-
ályktun um orkuskipti í samgöngum
og markmið þeirra lögð fyrir. Enn
fremur að fjármagn hefði verið sett
til hliðar, í tengslum við loftslags-
ráðstefnuna í París, sem lagt yrði í
uppbyggingu innviða, til dæmis raf-
bílavæðingu. Eins sé verið að vinna
að stórum hugmyndum víða í geir-
anum varðandi fiskiskipaflotann og
orkuskipti þar.
Sigurður segir neyslu stóran hluta
vandans. „Allt þetta dót sem við
erum alltaf að fylla húsið okkar með
og fara svo með á haugana, þetta er
allt framleitt með olíu og hefur stórt
kolefnisspor. Fyrst og fremst snýst
þetta um að draga úr neyslu,“ segir
segir Sigurður Eyberg Jóhannesson.
stefania@frettabladid.is
Best fyrir jörðina ef við hættum að lifa
Loftslagsmál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarið en Ísland skrifaði undir samkomulag um hertar aðgerðir í loftslagsmálum.
Einnig er unnið að þingsályktun um orkuskipti í samgöngum, segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Samningi um fríverslun mótmælt
Þessir mótmælendur í Hannover í gervi Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Baracks Obama Bandaríkjaforseta voru meðal þúsunda sem í gær
mótmæltu í borgum Þýskalands fyrirhuguðum fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, TIPP. Nordicphotos/AFp
Allt þetta dót sem
við erum alltaf að
fylla húsið okkar með og fara
svo með á haugana, þetta er
allt framleitt
með olíu og
hefur stórt
kolefnisspor.
Sigurður Eyberg
Jóhannesson
Bandaríkin Bernie Sanders, sem
sækist eftir útnefningu demókrata til
forsetaframboðs í Bandaríkjunum,
setur spurningarmerki við lögmæti
sígaretta.
„Sígarettur valda krabbameini,
augljóslega, og tugum annarra sjúk-
dóma. Maður spyr sig hvers vegna
þetta sé lögleg vara í okkar landi,“
sagði Sanders í viðtali hjá NBC í gær.
Umræðurnar spruttu úr tali hans
um skatt á sykraða drykki. Sanders
lýsti sig andvígan skattinum þar sem
hann myndi þýða að lágtekjufólk
greiddi hærri skatta.
Demókratinn Hillary Clinton hefur
nokkurt forskot á Sanders. Clinton
hefur stuðning 1.446 fulltrúa en Sand-
ers 1.200. Alls þarf 2.383 til að tryggja
sér útnefninguna.
Næst er kosið í Pennsylvaníu. Sam-
kvæmt nýjustu skoðanakönnun NBC
mælist Clinton með um 55 prósenta
fylgi en Sanders 40 prósenta. – þea
Spyr sig um
lögmæti
sígarettna
Sígarettur valda
krabbameini,
augljóslega, og tugum
annarra sjúkdóma. Maður
spyr sig hvers vegna þetta sé
lögleg vara í
okkar landi.
Bernie Sanders,
öldungadeildar-
þingmaður
2 5 . a p r í l 2 0 1 6 m á n U d a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
2
5
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
3
3
-4
D
4
4
1
9
3
3
-4
C
0
8
1
9
3
3
-4
A
C
C
1
9
3
3
-4
9
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K