Fréttablaðið - 25.04.2016, Page 18

Fréttablaðið - 25.04.2016, Page 18
„Við höfum kannað hug erlendra ferðamanna og spurt þá t.d. hvort þeir hefðu áhuga á að heimsækja aflstöðvar ef þeir kæmu aftur til landsins. Þar svara 50% spurningunni játandi. Því teljum við þetta í raun ónýtt tækifæri, bæði fyrir orkufyrirtækin og ferðaþjónustuna,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. MYND/STEFÁN Ársfundur Landsvirkjunar fór fram um miðjan apríl og var vel sóttur. Það sem stendur upp úr eftir fundinn, að mati Harðar Arnar sonar, forstjóra Landsvirkj- unar, er sterk fjárhagsleg staða fyrirtækisins og gagnlegar um- ræður um skipulag orkumála hér á landi í framtíðinni. Fjölmörg tækifæri eru fram- undan fyrir íslensk orkufyrir- tæki. Þannig eykst stöðugt eftir- spurn eftir orku, mikil tækifæri felast í aukinni samvinnu orku- fyrirtækja og ferðaþjónustunn- ar og Ísland er í kjöraðstöðu til að halda áfram að vera fyrirmynd á alþjóðavettvangi þegar kemur að vinnslu og nýtingu orku. Hörður segir að Íslendingar eigi að halda áfram að vera fyr- irmynd á alþjóðavettvangi þegar kemur að orkumálum eins og þeir hafa lengi verið. „Ísland er land endur nýjanlegrar orku en um 80% af orkunotkun okkar bygg- ir á henni. Þannig erum við fyrir- mynd út á við en þó er mikilvægt að hafa í huga að öll heimsbyggð- in þarf að leggja sitt af mörkum enda eru loftslagsmál alþjóðlegt úrlausnarefni. Við björgum ekki heiminum ein og sér.“ Fjölbreyttari eftirspurn Eftirspurn eftir orku úr ýmsum geirum atvinnulífsins utan stór- iðju eykst með hverju árinu, að sögn Harðar. „Sala orku til stór- iðju er enn grunnur að starfsemi okkar en fjölbreytileikinn hefur aukist mikið og fleiri fyrirtæki en áður hafa áhuga á að staðsetja sig hér á landi. Þar má m.a. nefna gagnaverin og græna iðnaðinn og aukna notkun rafmagns á almenn- um markaði, í ferðaþjónustu og rafvæðingu í sjávarútvegi. Einn- ig má nefna að fyrirtækin PCC á Bakka og United Silicon í Helgu- vík, sem tilheyra stóriðju, nota einungis 10% af hefðbundinni orkunotkun t.d. álfyrirtækja. Eftir spurnin er því meiri en fram- boðið sem gerir þetta umhverfi meira krefjandi en um leið áhuga- vert.“ Frekari tækifæri Ólíkt því sem margir halda fara hagsmunir orkufyrirtækja og ferðaþjónustunnar vel saman, að sögn Harðar. Hann segir mikil samlegðaráhrif hjá greinunum tveimur enda heimsækja um 10% erlendra ferðamann árlega ýmsar virkjanir auk þess að sækja tengd söfn og sýningar. „Þessum tveim- ur greinum er stundum stillt upp í umræðunni sem tveimur val- kostum; hvort viltu orkuiðnað eða ferðaþjónustu? Okkur finnst engin ástæða til þess enda meiri sam- legðaráhrif en ógnanir. Við höfum kannað hug erlendra ferðamanna og spurt þá t.d. hvort þeir hefðu áhuga á að heimsækja aflstöðvar ef þeir kæmu aftur til landsins. Þar svara 50% spurningunni ját- andi. Því teljum við þetta í raun ónýtt tækifæri, bæði fyrir orku- fyrirtækin og ferðaþjónustuna.“ Lykilatriði í baráttunni Loftslagssamningar munu hafa áhrif á uppbygginu orkuvera á Ís- landi enda er endurnýjanleg orka eitt lykilatriða í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þar stend- ur mannkynið frammi fyrir tví- þættum vanda, að sögn Harð- ar. „Annars vegar þarf að draga úr losun gróður húsalofttegunda með breyttri hegðun, minni ferða- lögum og breyttu neyslumynstri sem er líklegast óhjákvæmilegt. Hins vegar þarf að nýta sem mest endur nýjanlega orku í stað jarð- efnaeldsneytis. Þrátt fyrir að mikil áhersla verði lögð á endur- nýjanlega orkuvinnslu næstu ára- tugi er mikilvægt að hafa í huga að sú orkuvinnsla hefur umhverf- isáhrif, hvort sem það er virkj- un vatnsafls, vind- eða sólarorku. Umhverfisáhrifin eru til staðar, þótt loftslagsáhrifin séu lítil sem engin.“ Fjölmörg tækifæri eru fram undan Íslendingar eiga að halda áfram að vera fyrirmynd á alþjóðavettvangi þegar kemur að orkumálum, að mati Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Fjölmörg tækifæri eru fram undan, t.d. í samvinnu við ferðaþjónustuna. ORKUSTOFNUN Hlutverk Orkustofnunar Stefnumótun í orkumálum • Stjórnvöldum til ráðuneytis • Langtíma áætlanagerð í orkumálum • Standa fyrir orkurannsóknum • Safna, varðveita og miðla gögnum um orkulindir og nýtingu þeirra Leyfisveitingar Auðlindanýting • Vatnsorka • Jarðvarmi • Olía og gas • Jarðefni • Nytjavatn • Ár og vötn Eftirlit með auðlindanýtingu Raforkueftirlit Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna Alþjóðlegt samstarf • EEA Grants - Uppbyggingarsjóður EES • Geothermal ERA NET • World Energy Council • CEER, IGA, IEA • Annað alþjóðlegt samstarf Orkusjóður Orkusetur Niðurgreiðslur á húshitun Upplýsingamiðlun Gagnamál, orkunýting, rannsóknir íSLENSki JArðVArMAkLASiNN kynningarblað 25. apríl 20164 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 3 -2 F A 4 1 9 3 3 -2 E 6 8 1 9 3 3 -2 D 2 C 1 9 3 3 -2 B F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.