Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2016, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 25.04.2016, Qupperneq 18
„Við höfum kannað hug erlendra ferðamanna og spurt þá t.d. hvort þeir hefðu áhuga á að heimsækja aflstöðvar ef þeir kæmu aftur til landsins. Þar svara 50% spurningunni játandi. Því teljum við þetta í raun ónýtt tækifæri, bæði fyrir orkufyrirtækin og ferðaþjónustuna,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. MYND/STEFÁN Ársfundur Landsvirkjunar fór fram um miðjan apríl og var vel sóttur. Það sem stendur upp úr eftir fundinn, að mati Harðar Arnar sonar, forstjóra Landsvirkj- unar, er sterk fjárhagsleg staða fyrirtækisins og gagnlegar um- ræður um skipulag orkumála hér á landi í framtíðinni. Fjölmörg tækifæri eru fram- undan fyrir íslensk orkufyrir- tæki. Þannig eykst stöðugt eftir- spurn eftir orku, mikil tækifæri felast í aukinni samvinnu orku- fyrirtækja og ferðaþjónustunn- ar og Ísland er í kjöraðstöðu til að halda áfram að vera fyrirmynd á alþjóðavettvangi þegar kemur að vinnslu og nýtingu orku. Hörður segir að Íslendingar eigi að halda áfram að vera fyr- irmynd á alþjóðavettvangi þegar kemur að orkumálum eins og þeir hafa lengi verið. „Ísland er land endur nýjanlegrar orku en um 80% af orkunotkun okkar bygg- ir á henni. Þannig erum við fyrir- mynd út á við en þó er mikilvægt að hafa í huga að öll heimsbyggð- in þarf að leggja sitt af mörkum enda eru loftslagsmál alþjóðlegt úrlausnarefni. Við björgum ekki heiminum ein og sér.“ Fjölbreyttari eftirspurn Eftirspurn eftir orku úr ýmsum geirum atvinnulífsins utan stór- iðju eykst með hverju árinu, að sögn Harðar. „Sala orku til stór- iðju er enn grunnur að starfsemi okkar en fjölbreytileikinn hefur aukist mikið og fleiri fyrirtæki en áður hafa áhuga á að staðsetja sig hér á landi. Þar má m.a. nefna gagnaverin og græna iðnaðinn og aukna notkun rafmagns á almenn- um markaði, í ferðaþjónustu og rafvæðingu í sjávarútvegi. Einn- ig má nefna að fyrirtækin PCC á Bakka og United Silicon í Helgu- vík, sem tilheyra stóriðju, nota einungis 10% af hefðbundinni orkunotkun t.d. álfyrirtækja. Eftir spurnin er því meiri en fram- boðið sem gerir þetta umhverfi meira krefjandi en um leið áhuga- vert.“ Frekari tækifæri Ólíkt því sem margir halda fara hagsmunir orkufyrirtækja og ferðaþjónustunnar vel saman, að sögn Harðar. Hann segir mikil samlegðaráhrif hjá greinunum tveimur enda heimsækja um 10% erlendra ferðamann árlega ýmsar virkjanir auk þess að sækja tengd söfn og sýningar. „Þessum tveim- ur greinum er stundum stillt upp í umræðunni sem tveimur val- kostum; hvort viltu orkuiðnað eða ferðaþjónustu? Okkur finnst engin ástæða til þess enda meiri sam- legðaráhrif en ógnanir. Við höfum kannað hug erlendra ferðamanna og spurt þá t.d. hvort þeir hefðu áhuga á að heimsækja aflstöðvar ef þeir kæmu aftur til landsins. Þar svara 50% spurningunni ját- andi. Því teljum við þetta í raun ónýtt tækifæri, bæði fyrir orku- fyrirtækin og ferðaþjónustuna.“ Lykilatriði í baráttunni Loftslagssamningar munu hafa áhrif á uppbygginu orkuvera á Ís- landi enda er endurnýjanleg orka eitt lykilatriða í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þar stend- ur mannkynið frammi fyrir tví- þættum vanda, að sögn Harð- ar. „Annars vegar þarf að draga úr losun gróður húsalofttegunda með breyttri hegðun, minni ferða- lögum og breyttu neyslumynstri sem er líklegast óhjákvæmilegt. Hins vegar þarf að nýta sem mest endur nýjanlega orku í stað jarð- efnaeldsneytis. Þrátt fyrir að mikil áhersla verði lögð á endur- nýjanlega orkuvinnslu næstu ára- tugi er mikilvægt að hafa í huga að sú orkuvinnsla hefur umhverf- isáhrif, hvort sem það er virkj- un vatnsafls, vind- eða sólarorku. Umhverfisáhrifin eru til staðar, þótt loftslagsáhrifin séu lítil sem engin.“ Fjölmörg tækifæri eru fram undan Íslendingar eiga að halda áfram að vera fyrirmynd á alþjóðavettvangi þegar kemur að orkumálum, að mati Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Fjölmörg tækifæri eru fram undan, t.d. í samvinnu við ferðaþjónustuna. ORKUSTOFNUN Hlutverk Orkustofnunar Stefnumótun í orkumálum • Stjórnvöldum til ráðuneytis • Langtíma áætlanagerð í orkumálum • Standa fyrir orkurannsóknum • Safna, varðveita og miðla gögnum um orkulindir og nýtingu þeirra Leyfisveitingar Auðlindanýting • Vatnsorka • Jarðvarmi • Olía og gas • Jarðefni • Nytjavatn • Ár og vötn Eftirlit með auðlindanýtingu Raforkueftirlit Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna Alþjóðlegt samstarf • EEA Grants - Uppbyggingarsjóður EES • Geothermal ERA NET • World Energy Council • CEER, IGA, IEA • Annað alþjóðlegt samstarf Orkusjóður Orkusetur Niðurgreiðslur á húshitun Upplýsingamiðlun Gagnamál, orkunýting, rannsóknir íSLENSki JArðVArMAkLASiNN kynningarblað 25. apríl 20164 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 3 -2 F A 4 1 9 3 3 -2 E 6 8 1 9 3 3 -2 D 2 C 1 9 3 3 -2 B F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.