Fréttablaðið - 25.04.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.04.2016, Blaðsíða 20
Það er í raun stór- brotið að geta nýtt eldvirk svæði á Íslandi til þess að framleiða heitt vatn og rafmagn. Að geta sótt þann kraft sem býr í jörðinni fyrir neðan okkur hljómar í eyrum margra eins og vísinda- skáldsaga eða fjarlæg framtíðarsýn þegar stað- reyndin er að Íslendingar hafa nýtt sér þessa orkulind með góðum árangri í áratugi. Marta Rós Karlsdóttir Íslendingar hafa verið í farar- broddi jarðhitanýtingar um langt árabil. Engin þjóð sækir jafn stór- an hluta orkunotkunar sinnar í varmann í iðrum jarðar. Ávinn- ingurinn fyrir almenning liggur hvort tveggja í ódýrri húshitun og rafmagni og þeim umhverfis- lega ávinningi sem jarðhitanýting- unni fylgir umfram nýtingu jarð- efnaeldsneytis. Lagning hitaveitu í Reykjavík var bylting, sem skil- aði sér í auknum lífsgæðum; minni mengun, bættu heilsufari, sparn- aði við húshitun og minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Í seinni tíð hófst einnig framleiðsla rafmagns í virkjunum á háhita- svæðum sem skila áreiðanlegri og stöðugri framleiðslu rafmagns, og svala nú um þriðjungi af raforku- þörf fyrirtækja og almennings í landinu. Jarðhitanýtingunni hafa fylgt bæði tækifæri og áskoranir. Hvað eftir annað í um 100 ára tækniþró- unarsögu jarðhitanýtingar hér á landi hafa komið upp nýjar áskor- anir fyrir vísinda- og tæknifólk að ráða fram úr. Eins og vísindaskáldsaga fyrir sumum Verkfræðingurinn Marta Rós Karlsdóttir er forstöðumaður Auð- linda hjá Orku náttúrunnar. Eitt af viðfangsefnum hennar er að vinna að aukinni sjálfbærni jarðhitanýt- ingar fyrirtækisins á Hengils- svæðinu þar sem ON rekur tvær stærstu jarðvarmavirkjanir lands- ins, Nesjavallavirkjun og Hellis- heiðarvirkjun. Í sjálfbærninni felst að reksturinn standist um- hverfiskröfur, hann þarf að bera sig fjárhagslega og starfsemin verður að vera í sátt við samfé- lagið sem hann þjónar. Það er því í mörg horn að líta í vinnunni hjá Mörtu Rós. „Það er í raun stórbrotið að geta nýtt eldvirk svæði á Íslandi til þess að framleiða heitt vatn og raf- magn,“ segir Marta Rós. „Að geta sótt þann kraft sem býr í jörðinni fyrir neðan okkur hljómar í eyrum margra líkt og vísindaskáldsaga eða fjarlæg framtíðarsýn þegar staðreyndin er að Íslendingar hafa nýtt sér þessa orkulind með góðum árangri í áratugi. Íslend- ingar eru þar meðal frumkvöðla. Þessu fylgir að við höfum bæði uppgötvað kosti og einnig áskor- anir jarðhitanýtingar á undan öðrum og þurft að sinna nýsköpun og tækniframförum á eigin spýtur. Það hefur skilað okkur miklu og sú þekking sem býr í sérfræðingum okkar í jarðhitatækni og auðlinda- nýtingu er afar verðmæt. Þær áskoranir sem við stöndum helst frammi fyrir nú eru brennisteins- vetni, skjálftavirkni og sú eilífa jafnvægislist sem sjálfbær nýt- ing auðlindarinnar er. Orka nátt- úrunnar hefur tekist á við þessar áskoranir af festu,“ segir Marta Rós og rekur nánar hvað hún á við. Áskoranir leiða til alþjóðlegrar nýsköpunar og þróunar Nýtingu jarðhitans fylgir losun jarðhitalofttegunda, sérstaklega á háhitasvæðum. Hvimleiðasta lofttegundin er brennisteinsvetn- ið, sem fylgir óþægileg hveralykt. Eftir að rekstur Hellisheiðar- virkjunar hófst árið 2006 fór að bera á umkvörtunum vegna auk- ins styrks brennisteinsvetnis. „Árið 2011 lýstum við því yfir að brennisteinsvetnið væri stærsti umhverfisvandi sem við ættum við að glíma,“ segir Marta Rós og rifjar upp að sú skoðun hafi verið uppi að fyrirtækið ætti að leysa vandann með hefðbundnum iðn- aðarlausnum. „Við þrjóskuðumst við og bentum á að með þeim væri vandinn eingöngu fluttur til, ekki leystur. Eftir stæðu haugar brenni- steins eða tankar af brennisteins- sýru, sem lítill markaður er fyrir.“ Nýsköpunar- og þróunarverk- efnið CarbFix, sem felst í bind- ingu koltvísýrings í hraunlögum á Hellisheiðinni, hafði komið ON á spor betri lausnar. Að því höfðu íslenskir og erlendir vísindamenn unnið um nokkurra ára skeið. „Vís- indafólkinu okkar hjá OR og ON sýndist að hægt væri með sömu aðferð og þróuð var í Carb Fix – að leysa lofttegundina upp í vatn og dæla djúpt niður í berggrunn- inn – að binda brennisteinsvetn- ið varan lega ofan í jarðhitageym- inum, þaðan sem það kom,“ segir Marta Rós. Skemmst er frá því að segja að þetta hefur tekist. Árið 2015 var fyrsta heila rekstrar- ár lofthreinsistöðvar við Hellis- heiðarvirkjun og nú er verið að tvöfalda afköst hennar. Þúsund- ir tonna af brennisteinsvetni og raunar koltvísýringi líka hafa nú verið bundin í berglögunum við Hellisheiðarvirkjun í formi glópa- gulls og kalsíts, og hefur aðferð- in vakið athygli vísindasamfélags- ins um allan heim. Loftmælingar á styrk brennisteinsvetnis í byggð í grennd við virkjunina sýna líka að styrkur þess hefur ávallt stað- ist þau hertu reglugerðamörk sem sett voru um mitt ár 2014. Aðrar áskoranir hafa verið í niðurdælingu, sem síðla árs 2011 fylgdi skjálftavirkni við Hellis- heiðarvirkjun sem fannst í byggð, þá sérstaklega í Hveragerði. Marta Rós og jarðhitasérfræðingar ON og OR hafa unnið að því í samráði við sveitarstjórnir, jarðvísinda- fólk Veðurstofunnar og Almanna- varnir að þróa verklag við niður- dælinguna til að draga úr hættu á skjálftum. „Skemmst er frá því að segja að frá því við tókum upp nýja verklagið hafa ekki orðið skjálft- ar sem fundist hafa í byggð, þótt við höfum þó nokkrum sinnum varað við því að þeir gætu orðið. Við munum því áfram fylgja verk- laginu fast eftir og reka svæðið með þeirri varúð sem það heimt- ir,“ segir Marta Rós. Tækifærin fram undan Orka náttúrunnar skrifaði undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar veturinn 2015 í aðdraganda Parísarfund- arins fræga þar sem biðlað var til leiðtoga heims að leggja allt sitt af mörkum til að sporna við hlýnun jarðar. Þótt losun gróður- húsalofttegunda sé tiltölulega lítil frá jarðhitavirkjunum og nýting endur nýjanlegra orkulinda líkt og jarðvarmans sé áríðandi, vill ON leggja sitt af mörkum í þeirri bar- áttu. Eru þar margvíslegar lausn- ir í sjónmáli. Nú stefnir ON einnig að fjölnýt- ingu á þeim efnisstraumum sem frá jarðhitaauðlindunum koma og skapa þannig fjölbreyttari verð- mæti. Slík fjölnýting þekkist vel til dæmis á Reykjanesskaga þar sem blómleg fyrirtæki hafa risið við hlið orkuframleiðslunnar. Að takast á við áskoranir og sjá tækifæri í þeim hefur skilað jarðhitasamfélaginu miklu virði í formi þekkingar, nýsköpunar og þróunar og mun stuðla að því að jarðhitanýting á Íslandi verði áfram í fararbroddi í heiminum. Íslenskir jarðhitasérfræðingar munu halda áfram að deila þekk- ingu sinni með starfssystkinum sínum víða um heim svo aðrir njóti góðs af þeim mikilvægu verkefn- um sem unnið er að hér á landi. Áskoranir og tækifæri í jarðhitanýtingu Orka náttúrunnar rekur tvær stærstu jarðvarmavirkjanir landsins, Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun á Hengilssvæðinu. Þekking, nýsköpun og þróun í nýtingu jarðvarma er lykillinn að sjálfbærri nýtingu auðlindarinnar. Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Auðlinda hjá Orku náttúrunnar. MYND/PJETUR Háhitaholur á Hengilssvæðinu sækja gufu og vatn úr jarðhitageyminum svo hægt sé að framleiða bæði rafmagn og heitt vatn. Úr holunum koma einnig jarðhitaloft- tegundir sem ON hyggst þróa aðferðir við að nýta til frekari verðmætasköpunar. ON rekur net hraðhleðslustöðva til að styðja við bílaeigendur sem kjósa í síauknum mæli að ferðast um á rafbíl og ýta undir þróun rafbílanotkunar á Íslandi. Einnig hefur fyrirtækið sett sér markmið í notkun rafbíla í starfsemi sinni. Hjá ON starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks og mikil áhersla er lögð á jafnréttismál. Á sumrin ganga sumarstarfsmenn til liðs við fyrirtækið og sinna mörgum mikilvægum verkefnum, svo sem landgræðslu, tækniverkefnum og öðrum sérhæfðum störfum. AðgErðir ON í lOfTslAgsmÁlum l Hraðhleðslustöðvar sem stuðla að umhverfisvænni samgöngum. l Rafbílavæðing eigin bílaflota. l Jarðhitaboranir með rafmagni í stað olíu. l Viðgerðir á hverflum heimafyrir í stað þess að senda til útlanda. l Endurheimt staðargróðurs á virkjanasvæðum. 6 ÍslENsKi JARðvARMAKlAsiNN Kynningarblað25. apríl 2016 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 3 -4 3 6 4 1 9 3 3 -4 2 2 8 1 9 3 3 -4 0 E C 1 9 3 3 -3 F B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.