Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2016, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 25.04.2016, Qupperneq 49
Guðmundur Hagalín Guðmunds- son, forstöðumaður virkjanarekst- urs Orku náttúrunnar, segir mik- ilvægt að gefa íslenskum iðn- aði tækifæri. „Íslenskur iðnaður er jafngóður eða betri en annars staðar. Þegar við vorum að undar- búa okkar starf fórum við víða til að skoða og komumst að því. Við hjá Orku náttúrunnar hikum ekki við að láta gera hluti hér á landi ef við vitum um íslenska aðila sem vilja spreyta sig á þeim. Þeir sem bera ábyrgðina þurfa að hafa þekk- ingu og áræði og gefa iðnaðinum tækifæri,“ lýsir Guðmundur. Hann segir ekki öll orkufyrirtækin vera þannig, sum treysti sér ekki alltaf til að sleppa hendinni af þeim sem framleiða hlutina og búnaðinn. Þarf tækifæri til að þróast Svo hægt sé að auka hlut Íslend- inga í því að þjónusta flókinn vél- búnað sem hingað til hafi þurft að kaupa að utan segir Guðmund- ur að þeir sem eigi slíkan búnað þurfi að hafa þekkingu sem geri þeim kleift að taka af skarið. „Þeir þurfa að vinna með iðnaðinum og gefa honum tækifæri til að þróast og takast á við verkefnin. Kostn- aðurinn af því að kaupa þjónust- una frá öðrum löndum er meiri en af því að kaupa þjónustuna á Ís- landi, þó svo að fyrstu sporin séu dýr eru þau ódýrari en ef þjónust- an er keypt að utan.“ Samkvæmt Guðmundi eru innan við hundrað ár síðan vélsmiðja á Þingeyri við Dýrafjörð gerði við vélbúnað breskra togskipa. „Skipin fóru af Íslandsmiðum heim til Eng- lands til löndunar á afla. Sigldu svo á Íslandsmið aftur en komu við á Þingeyri við Dýrafjörð til þess að láta endursmíða og laga það sem laga þurfti. Þá er ekki úr vegi að nefna Marel og Össur sem eru há- tæknifyrirtæki á heimsvísu. Þá sjá íslensk fyrirtæki um viðgerð- ir og viðhald á íslenska togaraflot- anum með ágætum árangri. Flug- leiðir reka á Íslandi viðhald og eft- irlit á flugflota sínum og fleiri eru til jafns við það besta sem gerist í veröldinni,“ útskýrir Guðmundur. Skortur á iðnmenntuðu fólki Við Íslendingar höfum allt sem þarf til að bera til þess að þjón- usta flókinn vélbúnað á heims- vísu, að sögn Guðumundar. „Við höfum verkfræðingana, markaðs- fólkið og athafnafólkið sem hefur þekkingu á viðfangsefninu en iðnmenntað fólk er hér af skorn- um skammti. Fái íslenskir tækni- og iðnaðarmenn tækifæri standa þeir í flestum tilfellum framar en þeir erlendu í því hvað varðar sýn á viðfangsefnið vegna þess að uppeldið í fámennu samfélagi veit- ir sjálfkrafa aðgengi að miklum breytileika sem veldur því að við Íslendingar erum oft mjög fljótir að finna lausnir og gerum það vel. Þessi eiginleiki fer þó þverrandi en myndi byggjast upp aftur ef við aukum virðingu fyrir iðngreinum í landinu því án iðngreina höfum við ekkert að gera með verkfræðinga til þjónustu í iðnaði.“ Þekkingin nýtist hér heima Guðmundi finnst persónulega of mikið um að gerðir séu þjónustu- samningar beint við erlenda aðila í stað þess að gera þjónustusamn- inga við íslensk iðnfyrirtæki. Hann segist ef til vill hugsa á öðruvísi máta en margir þar sem hann hafi búið um hríð í Danmörku. „Við sem erum við stjórnvöl- inn þurfum að hugsa um íslenskan iðnað. Sem dæmi get ég nefnt að ef þú kaupir þér eldspýtnastokk í búð í Danmörku þar sem er til dansk- ur stokkur og bandarískur þá er þér réttur danski stokkurinn ef þú biður ekki um hinn. Ef þú biður hins vegar um þann bandaríska þá horfa þeir í augun á þér eins og þú sért ekki í lagi og hugsa: „Hvern- ig dettur þér í hug að okkar hend- ur hafi vinnu ef þú kaupir þetta frá Bandaríkjunum?“ Ég hef svolítið haft þetta í huga með orkuiðnaðinn. Þar sem við höfum haft beinan samning við erlenda aðila og hægt hefur verið að flytja samninginn, þá höfum við gert það, flutt hann yfir til ís- lenskra aðila. Þá þjónusta þeir okkur en sækja sér þá þekkingu sem vantar til þeirra aðila sem samningurinn var við áður, sem eru þá framleiðendur búnaðarins. Þannig nýtist þekkingin þeim til að sinna öðrum í landinu og þekking- in situr eftir hér,“ lýsir Guðmundur og bætir við að þess konar hollusta við iðnaðinn í landinu sé afskap- lega mikilvæg. „Ef við kaupum alla þekkingu að utan erum við bara að halda við erlendri þekkingu. Við verðum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálf.“ Standa jafnfætis erlendum aðilum Framtíðarsýn Guðmundar er sú að með viðhaldsstarfsemi Orku náttúrunnar byggist upp þekking. „Starfsemin er þegar komin það langt að ekki verður aftur snúið, Sá tími mun því koma að Íslending- ar standa jafnfætis erlendum aðil- um og taka að sér viðhald á háþró- uðum vélbúnaði jarðgufuraforku- vera. Við þekkjum kröfurnar og vitum hvert við þurfum að leita,“ segir hann. Við vonum að tekjur fyrirtækja í ferðaþjón­ ustu á Reykjanesi aukist, góðum störfum fjölgi og að virðisaukinn verði sem mest eftir á svæð­ inu. Róbert Ragnarsson Guðmundur Hagalín Guðmundsson, forstöðumaður virkjanareksturs ON. Guðmundur segir mikilvægt að gefa íslenskum iðnaði tækifæri en iðnaðurinn hér er jafngóður eða betri en annars staðar að hans sögn. MYND/PJETUR Guðmundur segir Íslendinga hafa allt sem þarf til að þjónusta flókinn vélbúnað á heimsvísu. Íslenskur iðnaður þarf að fá tækifæri Hollusta við íslenskan iðnað er nauðsynleg samkvæmt Guðmundi Hagalín Guðmundssyni, forstöðumanni Orku náttúrunnar. Hann segir íslenska iðnaðar- og tæknimenn standa flestum framar fái þeir tækifæri og að Íslendingar hafi allt til að þjónusta flókinn vélbúnað. Reykjanes Geopark fékk form- lega vottun sem „geopark“ á þrettándu haustráðstefnu Euro- pean Geoparks Network í Rokua Geopark í Finnlandi í septem- ber 2015. Þar með varð Reykja- nesskagi hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geo- park. Að sögn Róberts Ragnarsson- ar, stjórnarformanns Reykja- nes Geopark, voru markmiðin með stofnun garðsins í upphafi að ná saman hagsmunaaðilum til að byggja upp þróunaráætlun um uppbyggingu ferðaþjónustu sem byggir á einstökum jarð- minjum Reykjaness. „Í áratugi hefur verið rætt um mikilvægi þess að gera svæðinu betri skil, t.d. með stofnun eldfjallagarðs, jarðminjagarðs eða stærri fólk- vangs. Ari Trausti Guðmundsson hefur verið einn helsti hvatamað- ur þessara hugmynda og byggj- um við á þeim. Þegar við kynnt- umst hugmyndafræði geoparka, í gegnum Kötlu Geopark, sáum við að þetta myndi henta okkur. Árið 2012 stofnuðum við Reykja- nes Geopark og í fyrra fengum við alþjóðlega vottun eins og fyrr segir.“ Róbert segir aðstandendur garðsins hafa væntingar til þess að fleiri ferðaþjónustuaðilar komi að verkefninu og nýti sér vottunina til að bjóða upp á ein- staka jarðminjaferðamennsku. „Við vonum að tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu á Reykjanesi auk- ist, góðum störfum fjölgi og að virðisaukinn verði sem mest eftir á svæðinu.“ Í garðinum má m.a. finna flekaskil Ameríku og EvróAsíu og hægt er að fylgja þeim sprung- um áfram inn í landið. „Þetta er einstakt á heimsvísu, að geta séð flekaskilin, en þau eru grunnur þess sem hér er og fólk vill skoða; jarðvarmann, gígaraðir, hraun- breiðuna, háhitasvæðin, Bláa lónið og orkuvinnsluna. Allt þetta og meira til má sjá á frekar litlu svæði sem er einstakt. Á tveimur dögum er hægt að sjá í Reykjanes Geopark jarðminjar sem eru vítt og breitt um heiminn.“ Í sumar verður áherslan lögð á áframhaldandi uppbyggingu á Reykjanesi og nýtt verkefni við Brimketil, að sögn Róberts. „Kaf- arar hafa sýnt áhuga á uppbygg- ingu köfunaraðstöðu við Bjarna- gjá svo dæmi sé tekið. Reykjanes Geopark, ásamt Reykjanesbæ, er að vinna úr umsóknum um lóð fyrir þjónustumiðstöð við Vala- hnjúk sem ég bind miklar vonir við. Við erum líka að berjast fyrir því að fá stuðning ríkisins fyrir landvörslu á svæðinu, en það er afar mikilvægt verkefni.“ Nánari upplýsingar um Reykjanes Geopark má finna á www.reykja­ nesgeopark.is. Einstakar jarðminjar Reykjanes Geopark býður upp á fjölbreyttar og einstakar jarðminjar. Garðurinn fékk sérstaka vottun á síðasta ári sem aðstandendur vona að efli enn frekar ferðaþjónustu á Reykjanesi.  Í sumar verður lögð áhersla á áframhaldandi uppbyggingu. Róbert Ragnarsson er stjórnar­ formaður Reykjanes Geopark. Kleifarvatn og Sveifluháls tilheyra Reykjanes Geopark. MYND/MARKAÐSSTOFA REYKJANESS Kynningarblað JARÐVARMAKlASiNN 25. apríl 2016 19 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 3 -2 0 D 4 1 9 3 3 -1 F 9 8 1 9 3 3 -1 E 5 C 1 9 3 3 -1 D 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.