Fréttablaðið - 25.04.2016, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 25.04.2016, Blaðsíða 50
Íslenski orkuháskólinn í Háskól- anum í Reykjavík býður upp á fjöl- breytt úrval námskeiða og náms- leiða á meistarastigi en einn- ig fyrir sérfræðinga í greininni. „Auk Háskólans í Reykjavík standa Orkuveita Reykjavíkur og Íslensk- ar orkurannsóknir að náminu. Aðrir samstarfsaðilar eru t.d. Landsvirkj- un, Green Energy Group, Arctic Circle, íslenskar verkfræðistofur og ýmis samtök í geiranum. Einnig er lögð rík áhersla á erlent samstarf til dæmis við háskóla á borð við Har- vard og Tufts í Bandaríkjunum og Tinajin háskóla í Kína,“ segir Halla Hrund Logadóttir, framkvæmda- stjóri námsins. Yfir 90% nemenda Íslenska orkuháskólans koma að utan. Þau Dagur Helgason, Fritz Steingrube og Viviana Leon Rincon hafa öll stundað nám í skólanum frá því í haust. Dagur lauk efnaverkfræði frá HÍ fyrir tveimur árum. Hann var ákveðinn í því að fara í eitthvert nám tengt orkuiðnaði og jarðhita. „Ég leitaði víða um heim en datt svo niður á Íslenska orkuháskólann sem passaði fullkomlega við það sem ég var að hugsa. Þar er fókuserað á jarðhitann sem er mitt helsta áhuga- svið,“ segir Dagur. Honum líkar námið mjög vel. „Hér hefur maður góða tengingu við fagaðila og við höfum til dæmis unnið mikið með Íslenskum orkurannsóknum. Þá er námið mjög persónulegt, við höfum greiðan aðgang að kennurunum og mörgu góðu fagfólki.“ Fritz kom úr allt annarri átt en Dagur, hafði stundað nám í stjórn- málafræði og félagsvísindum í Þýskalandi. Hann segir því margt hafa verið nýtt fyrir sér og mikið sem hann þurfti að læra á stuttum tíma. „Mig langaði að gera eitthvað sem tengdist endurnýjanlegri orku. Ég leitaði víða en námið í HR var það þar sem mest áhersla var lögð á orkumálin meðan aðrar námsleið- ir voru meira almennt á sviði um- hverfismála,“ segir hann. Viviana lærði orkufræði í heima- landinu Brasilíu. „Mér líkaði vel nálgunin í íslenska náminu. Þar er ekki aðeins kennd hugmyndafræð- in eins og víða heldur fáum við góða innsýn í tæknilegu hliðina,“ segir Viviana sem vonast til að nýta þekk- ingu sína til að vinna að orkumál- um í Suður-Ameríku en hún segir tækifærin í endurnýjanlegri orku í heimsálfunni mikil. Halla segir mikinn vöxt hafa verið í aðsókn undanfarin ár, og hefur nemendafjöldi meira en fjór- faldast. „Nýting endurnýjanlegrar orku er eitt af mikilvægustu við- fangsefnum mannkynsins í dag. Námið tekur á tæknilegum og efnahagslegum þáttum nýtingar orku, en umhverfismál skipa líka stóran sess í starfsemi Íslenska orkuháskólans,“ lýsir Halla. Nánari upplýsingar um Íslenska orkuháskólann má finna á www.en.ru.is/ise Hér hefur maður góða tengingu við fagaðila og við höfum til dæmis unnið mikið með Íslenskum orkurannsóknum. Þá er námið mjög persónulegt, við höfum greiðan aðgang að kennur- unum og mörgu góðu fagfólki. Dagur Helgason, meistaranemi Íslenski orkuháskólinn Markmið Íslenska orkuháskólans í HR er að mennta sérfræðinga framtíðarinnar á sviði endurnýjanlegrar orku. Þau Fritz frá Þýskalandi, Viviana frá Brasilíu og Dagur frá Íslandi hafa góða reynslu af náminu. Þau eru ánægð með þá tengingu sem það hefur við orkuiðnaðinn. Hér eru meistaranemarnir Fritz Steingrube, Dagur Helgason og Viviana Leon Rincon með Höllu Hrund Logadóttur, fram- kvæmdastjóra Íslenska orkuháskólans. MyND/PjetuR Ingvar Magnússon vélvirki til vinstri ásamt Frímanni Grímssyni. Fyrir nokkru tók fyrirtækið að sér verkefni í viðgerðum á rótor- um í gufuhverfla sem gerði kröf- ur um fullkomnari mælitæki og búnað. Í framhaldi af því var fjár- fest í mæliarmi sem getur mælt með tvenns konar hætti, próp eða 3D skanna. Própinn og skanninn henta vel til að mæla reglulega hluti með mikilli nákvæmni, óháð stærð hlutarins sem mæla á. Skanninn hefur það fram yfir própinn að hann getur mælt nánast allt, sama hvernig lögun hlutarins er. Hægt er að ferðast með arminn og stað- setja hann nánast hvar sem er. Nú fyrir skemmstu var tekið í notkun nýtt úrvinnsluforrit til hönnunar og gæðaskoðunar. Þá er hægt er að taka gögnin sem skanninn gefur og breyta þeim yfir í gegnheilt líkan (e. solid model) sem gefur kost á að búa til fullkomnar teikningar eða skrár sem hægt er að láta 3D prenta eða vinna með öðrum hætti. Deil- ir sinnir miklu af gæðaskoðunum (e. quality inspection) og þá með þeim hætti að fylgjast með sliti á vélarhlutum, nýjum sem gömlum, og út frá þeim gögnum eru teknar ákvarðanir um hvort hlutirnir eru í lagi eða ekki. Deilir bíður þar með upp á einn öflugasta búnað sem í boði er í aft- urvirkri hönnun (e. reverse eng- ineering) í heiminum, þetta hefur ekki verið í boði á opnum markaði hjá íslensku fyrirtæki fyrr enn nú. Hingað til hefur Deilir ekki verið að nota þennan búnað fyrir utan starfstöð fyrirtækisins en möguleiki er á að nota búnaðinn á öðrum sviðum atvinnulífsins þar sem unnið er með form og hönnun. ef áhugi er fyrir frekari upplýsing- um er hægt að senda fyrirspurn á netfangið ingvar@deilir.is. Nýjung í mæli- og hönnunarvinnu Fyrirtækið Deilir technical Services hefur verið starfandi frá árinu 1998 og hefur síðustu ár starfað í jarðorkuverum í viðgerðum á gufuhverflum og íhlutum tengdum því. Hjá fyrirtækinu starfa eingöngu sérfræðingar í viðhaldi og endurbótum á vélbúnaði tengdum jarðorkuverum. Vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum og horfir nú í enn eitt metárið hvað varðar fjölda ferða- manna sem sækja landið heim. Hefur þessi þróun meðal annars breytt landslagi margra fyrir- tækja, skapað ný störf, þekkingu og þróun í atvinnugrein sem stend- ur nú undir meira en þriðjungi af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. En hvers vegna hafa ferðamenn svona mikinn áhuga á Íslandi og er líklegt að þessi þróun haldi áfram á komandi árum? „Þegar Ferðamálastofa spyr ferðamenn um ástæðu heimsóknar til Íslands eru yfir 80 prósent svarenda sem segja að aðdráttarafl náttúrunn- ar sé helsta ástæða þess að þau komi til landsins. Talið er að um 90 prósent þeirra sem koma til Ís- lands heimsæki ýmist Bláa lónið, Jarðböðin, heita uppsprettuhveri eða fjöldann allan af sundlaug- um víðsvegar um landið. Það er því auðveldlega hægt að segja að ferðamaðurinn upplifi orku- tengda afþreyingu í yfirgnæfandi meirihluta og hugnist það afskap- lega vel,“ segir Ásta Kristín Sig- urjónsdóttir, klasastjóri Íslenska ferðaklasans. „Það má því segja að þessar atvinnugreinar, orka og ferðaþjónusta, séu löngu farnar að vinna saman og að samspil þeirra hafi verið óhjákvæmilegt." Ásta segir það hins vegar oft vilja gerast að þessum atvinnu- greinum sé stillt upp hver á móti annarri eins og það sé ákveðið náttúrulögmál. „Tækifæri í mark- vissri samvinnu eru hins vegar óþrjótandi. Þannig getur samspil þessara tveggja greina lagt grunn- inn að enn frekari afþreyingar- möguleikum, skýrari ímyndar- sköpun og aukinni verðmætasköp- un. Með uppbyggingu og kynningu á sjálfbærum samfélögum á Ís- landi höldum við sérstöðu okkar sem land endurnýjanlegra orku- gjafa sem verður eftirsóknarvert að sækja heim um ókomin ár.“ Ásta Kristín kallar eftir því að fólk sé óhrætt við samtalið. „Öll þróun og uppbygging í ferðaþjón- ustu sem og öðrum atvinnugrein- um á Íslandi stendur og fellur með því hversu vel okkur tekst að vinna úr tækifærunum sem landið okkar gefur af sér.“ Samspil orku og ferðaþjónustu „Ferðamaðurinn upplifir orkutengda afþreyingu í yfirgnæfandi meirihluta og hugnast það afskaplega vel,“ segir Ásta Kristín Sigurjónsdóttir. tækifæri í markvissri samvinnu eru hins vegar óþrjótandi. Þannig getur samspil þessara tveggja greina lagt grunninn að enn frekari afþreyingar- möguleikum, skýrari ímyndarsköpun og aukinni verðmæta- sköpun. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Nú fyrir skemmstu var tekið í notkun nýtt úrvinnsluforrit til hönn- unar og gæðaskoðunar. Ingvar Magnússon jaRðVaRMaKLaSINN Kynningarblað 25. apríl 201620 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 3 -2 5 C 4 1 9 3 3 -2 4 8 8 1 9 3 3 -2 3 4 C 1 9 3 3 -2 2 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.