Málfríður - 15.03.2015, Page 6

Málfríður - 15.03.2015, Page 6
2012. Þar kemur fram að vegna þess hve almenn notk- un ensku er og hversu mikil krafa er gerð um kunnáttu í ensku á nánast öllum sviðum þjóðlífsins geti enska varla lengur talist erlent tungumál heldur hafi hún stöðu sem viðbótartungumál (e. additional language) við íslensku. Í greininni segir að margt bendi til þess „að nýtt málumhverfi sé í mótun. Þetta nýja málumhverfi mun óhjákvæmilega hafa áhrif á þróun íslenskunnar, sjálfsmynd okkar, stefnu í enskukennslu og menntun enskukennara“ (Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, 2012). Hvaða þýðingu hafa þessar niðurstöður fyrir kennslu í ensku? Ef enska er viðbótartungumál en ekki erlent tungumál þarf að skilgreina stöðu hennar upp á nýtt og skrifa annars konar markmið en þau sem við höfum farið eftir. Samkvæmt gildandi námskrá er enska skilgreind sem erlent tungumál og markmið í ensku eru þau sömu og fyrir önnur erlend tungumál sem kennd eru í skólakerfinu á Íslandi. Fróðlegt getur verið að velta fyrir sér muninum á núverandi kerfi og hugsanlega breyttu kerfi: Núverandi kerfi • Enska er eitt af þeim erlendu tungumálum sem kennd eru á Íslandi. • Markmið eru þau sömu fyrir öll erlend tungumál. • Við höfum reynslu af enskukennslu samkvæmt þessum markmiðum. • Námsefni sem notað er miðast við þessi markmið. Framtíðarsýn • Enska er viðbótarmál (e. additional language) á Íslandi. • Markmið í ensku verða önnur en í öðrum tungu- málum og þau þarf að móta upp á nýtt. • Námsefni og aðferðir myndu breytast til að mæta þörfum nemenda fyrir kunnáttu í viðbótarmáli. Hvernig eru nemendur nestaðir úr framhalds- skólum til þess að takast á vi ð háskólanám? Höfundar enda Netlu-greinina á því að setja fram spurningar um hvort vandi nemenda við að skilja akdemíska ensku sé vegna þess að þeir þekki ekki aka- demískt málsnið nægjanlega vel eða hvort lesskilningi sé ábótavant. Þó svo að 30% nemenda eigi í vandræðum með að skilja akademíska texta á ensku má ekki gleyma því að 70% nemenda virðast ekki vera í vandræðum. Þó sagði næstum helmingur nemenda að lestur námsbóka á ensku auki vinnuálag. Fróðlegt væri að vita meira um þá sem gengur vel að tileinka sér efni á ensku í háskólanámi. Hvað geta þeir sem hinir geta ekki? Rétt er að fram komi að í enskuáföngum framhaldsskól- anna er víða unnið með akademíska ensku. Spurningin er hversu mikil áhersla ætti að vera á slíka ensku og hvenær á námsferlinum. Breytt skólakerfi Fjöldi þeirra sem útskrifast með stúdentspróf hefur vaxið hratt á undanförnum áratugum og breiddin í nemendahópnum aukist að sama skapi. Jafnframt hefur nám á háskólastigi breyst, háskólum og náms- greinum fjölgað. Nú nota nokkrar deildir Háskóla Íslands svokölluð A-próf ásamt árangri á stúdentsprófum til að meta nemendur sem þeir taka inn í skólann. Enska er meðal greina sem eru prófaðar í A-prófum. Ef veita á nem- endum sértækan undirbúning í að lesa texta á aka- demískri ensku má spyrja hvar sá undirbúningur eigi best heima. Á hann heima á framhaldsskólastigi eða á háskólastigi sem e.k. undirbúningsnám? Einnig má velta því fyrir sér hvort vönduð samræmd próf gætu verið heppileg. Í farvatninu eru enn meiri breytingar á framhalds- skólakerfinu. Því er brýnt að skoða og ræða þessi mál til hlítar. Heimildir: Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011: Erlend tungumál. 2011. Anna Jeeves. (2013). Relevance and the L2 self in the context of Icelandic secondary school learners: Learner views. Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Birna Arnbjörnsdóttir. (2009). Enska í háskólanámi. Í Rebekka Þráinsdóttir og Magnús Sigurðsson (ritstjórar). Milli mála – Ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum (bls. 77–94). Reykjavík. Háskólaútgáfan. Birna Arnbjörnsdóttir. (2011). Exposure to English in Iceland. A Quantitative and Qualitative Study. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt af http://netla.hi.is/menntakvika2011/004.pdf. Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir. (2010). Coping with English at University: Student´s Beliefs. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt af http://netla.his.is/menntakvika2010/008.pdf. Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir. (2012). Staða enskunnar í nýju málumhverfi. Málfríður, 28(2), 15–17. Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir. (2014). From English as a lingua franca to English in academia: Learning in two languages. Í A. Fabricius og B. Preisler (ritstjórar). Transcultural interaction and linguistic diversity in higher education: The student experience. London: Palgrave Macmillan. Gerður Guðmundsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir. (2014). Undirbúningur framhaldsskólanemenda fyrir notkun ensku í hák- skólanámi. Námskrár og nýtt íslenskt málumhverfi. Netla http:// netla.hi.is/greinar/2014/ryn/010.pdf. 6 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.