Málfríður - 15.03.2015, Side 8
Nú þegar hefur FB boðið upp á þó nokkuð marga
samþætta áfanga, með góðum árangri. Það hefur meðal
annars verið samstarf milli dönsku og sögu, dönsku og
líffræði og spænsku og félagsfræði, gjarnan í tengslum
við erlent samstarf. Þessu mun verða haldið áfram og
það hafa bæst við tillögur um t.d. samþættingu tungu-
mála og listgreina eða jafnvel milli tungumálanna
sjálfra. Það felast mörg tækifæri í því að samþætta
áfanga og bjóða upp á meiri fjölbreytni í námsvali.
Áfangar í þýsku og spænsku voru fyrir þriggja ein-
inga áfangar, svo það að breyta þeim í fimm framhald-
skólaeiningar var ekki stórt stökk. Á bóknámsbrautum
er gert ráð fyrir að nemandi taki fimmtán framhalds-
skólaeiningar í þriðja tungumálinu sem er skerðing um
einn áfanga. Þessir áfangar verða allir kenndir á fyrsta
þrepi. Á hugvísindabraut bætist við einn áfangi á öðru
þrepi í þriðja tungumáli og fjórða tungumálið bætist
við, en þar er gert ráð fyrir þremur áföngum á fyrsta
þrepi.
Mat
Í öllum tungumálum er vissulega skerðing miðað við
hvernig fyrirkomulagið var í gamla kerfinu og margir
kennarar eru uggandi. En á næsta skólaári mun vera
nóg að gera því yfirfærslan frá gömlu námskránni til
þeirrar nýju mun taka að minnsta kosti þetta skólaár.
Í haust verða einungis kenndir grunnáfangarnir sam-
kvæmt nýrri námskrá því eldri nemendur halda áfram
að fylgja þeim brautum sem þeir byrjuðu á. Það er
hægt að líta á þessa skerðingu sem vandamál en hér
líka tækifæri til að fara nýjar leiðir, til dæmis að sam-
þætta áfanga, búa til valáfanga og svo er alltaf tækifæri
í erlendu samstarfi þegar tungumál eru annars vegar.
eininga, en með sex kennslustundir á viku. Í nýju
áföngunum er hins vegar farin sú leið að bjóða einung-
is upp á fimm framhaldsskólaeininga áfanga, þannig
að þeir eru stærri en áður var. Eitt af rökunum fyrir því
að hægt væri að stytta nám til stúdentsprófs var sú að
fyrstu áfangar í ensku, dönsku, stærðfræði og íslensku
í framhaldsskóla hefðu í raun þegar verið kenndir í
grunnskóla og ættu nemendur því að koma beint inn
í framhaldsáfangana, það er að segja samkvæmt nýju
skilgreiningunum á öðru þrepi. Þar af leiðandi mætti
segja að kennsla í viðkomandi fögum ætti að skerðast
um það sem því nemur. Hins vegar má gera ráð fyrir
að hluti nemenda sem koma inn í framhaldsskóla hafi
ekki staðist þær kröfur sem skólarnir setja sér til að
hleypa nemendum beint inn á annað þrep svo það
verður að bjóða upp á þessa áfanga á fyrsta þrepi eftir
sem áður. FB er þar að auki með framhaldsskólabraut
þar sem undirbúningsáfangar eru í boði, einmitt í
þessum greinum. Eftir að nemendur hafa lokið þeim
er einn áfangi í viðbót á fyrsta þrepi sem þeir þurfa að
taka áður en þeir komast inn á annað þrep.
Þegar skoðaðar voru forkröfur Háskóla Íslands um
dönskukunnáttu til að komast inn í dönskudeildina var
ákveðið að gera áfangalýsingu á dönskuáfanga á þriðja
þrepi sem valáfanga
eða hluti af bundna
valinu á hugvísinda-
braut. Um er að ræða
áfanga sem er fremur
opinn og getur kenn-
ari stjórnað viðfangs-
efninu svo lengi sem
kröfum þrepsins er
mætt.
8 MÁLFRÍÐUR
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
Húsasmiðanemar í FB.