Málfríður - 15.03.2015, Qupperneq 9
„Það er tvennt sem við þurfum að gefa börn-
um okkar – annað er rætur og hitt eru vængir“
Svona hljómar málsháttur indíána sem ég tileinkaði
mér snemma á kennaraferli mínum í Danmörku. Orðin
fengu rými í lokaritgerð minni og fylgdu mér öll árin
sem ég kenndi tungumál og var umsjónarkennari
í danska skólakerfinu. Þau hafa einnig fengið mikið
vægi á nýjum stað og í nýju starfi hér á Íslandi, á
sviði fjöltyngis og fjölmenningar hjá Borgarbókasafni
Reykjavíkur. Hugmyndin að baki þessari grein er að
hugleiða samhengið á milli þessa málsháttar indíán-
anna og tungumála.
Tungumál eru rætur okkar og vængir hvort sem um
er að ræða móðurmál eða önnur mál sem við tileinkum
okkur. Í móðurmálinu finnum við rætur sjálfsmyndar-
innar og þau erlendu mál sem við lærum gefa okkur
vængi og skapa meðal annars tengsl okkar og sam-
skipti við heiminn. En svo er líka hægt að hugsa þetta
á hinn veginn því ný tungumál gefa okkur nýjar rætur
á meðan góð tök á móðurmálinu geta fleygt huganum
hvert sem hann vill fara, langt út fyrir heimsins höf.
Nokkrir fastir dagskrárliðir í fjölmenningarstarfi
okkar á bókasafninu eru Evrópski tungumáladagurinn
í september og Alþjóðadagur móðurmálsins sem við
höldum hátíðlegan í febrúar á hverju ári með pompi og
prakt. Slíkir hátíðisdagar veita kærkomið tækifæri til
að vekja athygli á mikilvægi tungumála ásamt tungu-
málaforða fjöltyngdra borgarbúa. Með verkefnum eins
og Café Lingua, Menningarmóti og Reykjavík safarí,
sem er árleg menningarleiðsögn fyrir innflytjendur á
ólíkum tungumálum, virkjum við tungumál borgarbúa
og vinnum markvisst að því í samstarfi við ýmsa aðila
að varpa ljósi á það ríkidæmi sem fólgið er í fjöltyngi
og mikilvægi þess að fagna ekki aðeins hinum alþjóð-
legu dögum tungumála.
Við þurfum að fagna fjölbreytileika tungumála og
örva móðurmál og tungumálakunnáttu barna og ung-
menna á hverjum degi, sama hvort uppruni þeirra er
íslenskur eða á rætur sínar að rekja til annarra breiddar-
gráða.
Það skiptir máli að rífa ekki manneskjur upp með
rótum þegar þær breiða út vængina og flytja á milli
landa. Stundum gleymum við að þeir sem flytja til
Íslands, hvort sem um er að ræða svokallaða „snúbúa“,
þ.e. Íslendingar sem snúa aftur heim, eða „nýbúa“ sem
koma hingað með lífsreynslu að þeim fylgja sögur, lífs-
hættir og tungumál sem geta auðgað samfélagið.
Af hverju rætur og vængir?
Þessi hugtök skipta máli í lífi einstaklings og fyrir
þróun sjálfsmyndar.
Það er hlutverk foreldra, kennara og allra sem vinna
á sviði menntunar og menningar að hjálpa unga fólk-
inu að tengjast rótum sínum og það er á sama tíma
stórmerkileg áskorun að skapa þeim möguleika á að
eignast sína eigin vængi. Meðvitund um hvaðan maður
kemur, saga manns og uppruni, er það sem hjálpar
manni að finna sinn stað í lífinu — að „eiga heima“,
sama hvar maður býr. Engir tveir eru með alveg sömu
Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra tungumála Sameinuðu
þjóðanna, ásamt persneskumælandi Reykvíkingum á Café Lingua.
Mynd: Krv.
MÁLFRÍÐUR 9
Kristín R. Vilhjálmsdóttir,
verkefnastjóri fjölmenningar hjá
Borgarbókasafni Reykjavíkur
og tungumálakennari.
Rætur og vængir
– hugleiðingar um gildi tungumála