Málfríður - 15.03.2015, Page 10
Það er ekki nóg að vera með sterkar rætur, við þurf-
um líka vængi. Vængi sem gefa okkur frelsi og gera
okkur kleift að þora að kynnast nýjum slóðum og fara
út fyrir þægindarammann. Nýju tungumálin sem við
tileinkum okkur víkka vængjahafið og fá okkur til að
sjá hlutina frá öðrum sjónarhornum.
Manneskja sem hefur vald á mörgum tungumálum
er fjársjóður fyrir atvinnulífið. Eitt af því mikilvægasta
sem einstaklingar framtíðarinnar þurfa á að halda er
nefnilega það að geta verið í góðum samskiptum við
aðra, þvert á menningu og tungumál.
Með því að efla tungumálakunnáttu og stuðla að
mismunandi tjáningarformum í skólalífi nemenda
erum við á réttri leið við að mennta skapandi og hugs-
andi fólk sem þekkir sjálft sig og skilur umheiminn
vel. Með þessu erum við líka að styrkja lýðræðislega
og virka þátttöku í samfélaginu þar sem færni í tungu-
málum er einmitt mikilvægasta verkfærið.
Tungumálin eru hér
Í íslensku felast margar áskoranir, það vitum við sem
höfum ekki alist upp við íslensku í okkar daglegu lífi.
Á hverjum degi hitti ég samt fólk sem hefur lagt það
á sig að bæta henni við í fjársjóðskistu tungumálanna.
Á hverjum degi heillast ég af því hversu vel hún er
töluð meðal heimsborgara sem ég þekki í Reykjavík.
Við erum lánsöm að þessir sömu heimsborgarar hafa
ratað hingað til lands og ekki síst að þeim fylgir hafsjór
af tungumálum.
Með verkefni Borgarbókasafns „Cafe Lingua — lif-
andi tungumál“ sem er meðal annars unnið í samstarfi
við Háskóla Íslands, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
og Norræna húsið erum við með þrjá til fjóra viðburði
ræturnar þó að við getum kannski rakið þær til sömu
slóða.
Til að skilja aðra þarf að skilja sjálfan sig og til að
aðrir skilji mann þarf að hafa gott vald á tungumálinu
sínu. Í móðurmálinu uppgötvum við rætur okkar. Það
stillir hugann inn á það persónulega og er á sama tíma
tæki til að skilja samlanda okkar og eigin menningu.
Greinarhöfundur virkjar ungar fjöltyngdar raddir á Café Lingua á Evrópska tungumáladeginum 2014 í Gerðubergi.
10 MÁLFRÍÐUR
Nemandi í 5. bekk kynnir finnsku á Menningarmóti Borgarbókasafns.
Mynd: Krv.