Málfríður - 15.03.2015, Qupperneq 12
Samkvæmt nýrri Aðalnámskrá grunnskóla á
Íslandi og í Danmörku er áhersla á færni nemenda og
er Jeppe á þeirri skoðun að besta leiðin til náms hjá
nemendum sé „projektvinna“, þ.e. þemavinna, sögu-
aðferðin, hlutverkaleikir, að greina vanda — finna
lausn eða leið til að komast hjá vandanum. Nemendur
vinna að ákveðnum verkefnum með kennara sem
leiðbeinanda. Þetta búi nemendur undir 21. öldina
þar sem kröfur eru gerðar til fólks um tölvulæsi,
hæfni til að nema og koma frá sér upplýsingum eftir
mismunandi leiðum, skapandi hugsun, samvinnu og
samskiptahæfni.
Það er greinilegt að Jeppe er fræðimaður með góð
tengsl við grunnskólann. Hann lýsti mjög sannfærandi
þeirri vinnu sem þetta form krefst af kennaranum en
jafnframt hversu ánægjulegt það er að sjá nemendur
Nordspråk stóð fyrir námskeiði í Kaupmannahöfn í
vor um notkun snjalltækja og smáforrita í kennslu.
Undanfarin ár hef ég setið í Nordspråk sem annar
af tveimur fulltrúum Félags dönskukennara. Okkar
markmið er alltaf að koma með hugmyndir að nám-
skeiðum sem nýtast íslenskum dönskukennurum og
hafa hag okkar að leiðarljósi í vinnu við önnur nám-
skeið enda eru dönskukennarar óþreytandi við að
kynna sér nýjungar og duglegir að sækja námskeiðin.
Fyrir mörgum árum var haldið Nordspråksnámskeið
um notkun farsíma í kennslu og þeir kennarar sem
fóru frá Íslandi hafa síðan breitt út boðskapinn og
haldið þróunarvinnunni áfram. Það var kveikjan að
þessu námskeiði.
Tilkoma snjalltækja er bylting sem býður upp á
óendanlega möguleika og því var námskeið sem þetta
efst á óskalistanum. Ég fékk danskan reynslubolta,
Jørn Schmidt, til liðs við mig við skipulagningu nám-
skeiðsins og úr því varð Digits og apps.
Netnotkun og kennslufræði
Jeppe Bundsgaard prófessor við Háskólann í Árósum
lagði upp með fyrirlestur sem bar heitið „Hvaða net-
miðlar virka“. Hann hefur rannsakað kennslufræði
tengda netnotkun, sérstaklega í grunnskólum. Hann
lagði ríka áherslu á nauðsyn þess að við kennarar séum
meðvitaðir um það hvernig við nýtum netið og snjall-
miðla, allt frá því að vera tæki til þjálfunar til skapandi
starfs.
Mikið er til af smáforritum sem nota má í utan-
bókarlærdómi. Töluvert er komið af efni þar sem netið
nýtist eins og hefðbundið lesbókarform, verkefni þar
sem nemendur þurfa að tileinka sér þekkingu og nýta
á ákveðinn hátt eins og t.d. forritið Scratch þar sem
nemendur forrita á aðgengilegan hátt.
12 MÁLFRÍÐUR
Hildur Ásta Viggósdóttir, dönsku-
kennari í Kópavogsskóla.
Snjallnám
Að undirbúa nemendur fyrir framtíð sína – eða fortíð okkar
Hildur og Jørn að undirbúa námskeiðið.
Námsefni til kennslu.
Repetitive
læremidler
Formidlings-
orienterede
læremidler
Stilladserende
læremidler
Praksis-
stilladserende
læremidler
Træning Transport Tilegnelse Deltagelse
Adfærds-
regulering
Overførsel af
viden
Rekonstruktion
af viden
Samkonstruktion
af viden
Stimuli-respons Brugerkontrol Manipulation
Praksis-
fællesskab
Didaktiske Digitale læremidler
Ny nordisk skole, skolereformen, EU,
OECD, læringsvidenskaberne
Didaktiske læremidler