Málfríður - 15.03.2015, Síða 14

Málfríður - 15.03.2015, Síða 14
Þau sýndu okkur m.a. hvernig nýta má snjallsíma í ratleiki, hvernig nota má QR merki til að koma skila- boðum til nemenda og kenndu okkur að búa til app í snjallsíma með App Inventor. Við prófuðum Kahoot sem er skemmtilegt forrit til að búa til spurninga- keppni, spurningum er varpað upp með skjávarpa og nemendur nota síma/spjaldtölvur sem fjarstýringu. Með spurningunum má setja myndir og myndbrot frá YouTube. Í forritinu Linoid, sem minnir á gömlu góðu korktöflurnar, er hægt að festa upp miða, myndir og myndbönd og í 2know getur kennarinn eða nem- endur búið til spurningaleiki í símana. Í Goanimate er hægt að gera stuttar teiknimyndir og nýta talgervil svo persónurnar tali dönsku eða ensku. Ritmálið takmarkar Á meðan ég hef skrifað þessa grein hefur það heft mig gríðarlega að geta ekki lagt inn slóðir sem hver og einn getur opnað til að sjá meira um efnið, myndir til að undirstrika það sem ég vil segja og myndbrot. Þetta minnir mig á það þegar maður tók myndir með filmu og flasskubbi áður fyrr, þurfti að fara sparlega með þær og senda svo í framköllun. Möguleikarnir eru óendanlegir þegar kemur að notkun snjalltækja í námi og það eru sannarlega spennandi tímar framundan í skólastarfi. aðferð þegar koma á til móts við mismikla lestrargetu nemenda. Hann sagði þetta hafa reynst mjög vel. Gagnvirkur námsvefur Sigríður Sigurðardóttir og Heimir Eyvindarson voru með fyrirlestur og vinnustofu þar sem þau lýstu því hvernig þau nota netið og snjalltæki í kennslu. Þau hafa verið öflug á þessu sviði og hafa unnið að gagn- virkum námsvef hjá Námsgagnastofnun sem heitir „Lige i lommen“ og verður líklega tilbúinn í haust. 14 MÁLFRÍÐUR Heimir og Sigríður að aðstoða þátttakendur. Að búa til hreyfimynd.

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.