Málfríður - 15.03.2015, Side 16

Málfríður - 15.03.2015, Side 16
verkefni og matið fyrir lotuna byggir á unnum tíma- verkefnum, gagnvirkum æfingum á kennslukerfinu og lotuverkefni sem tekur á helstu atriðum lotunnar. Hlutverk mitt í kennslustofunni er að ganga á milli og aðstoða nemendur. Þetta hefur þróast þannig að þeir eru á mismunandi stöðum í lotunni. Í byrjun fannst mér það vera flókið en fljótlega náði ég tökum á því og núna finnst mér frábært að nemendur stjórni ferðinni sjálfir í lotunum. Hver lota hefur lokadag og þegar henni lýkur er ekki lengur hægt að skila verkefnum úr lotunni. Ég tek saman námsmatið og set inn á kennslukerfið þar sem nemendur geta séð hversu mörgum tímaverkefnum þeir skiluðu, hvort þeir hafi unnið gagnvirku æfingarnar vel og séð matið á lotuverkefninu. Svo er einnig einstaklega skemmtilegt hjá okkur í lok annar en þá erum við með verkefnadaga í stað lokaprófsdaga. Á verkefnadögum breytist stundataflan, þá fæ ég hvern hóp tvisvar til mín í 3,5 klukkustundir í senn og vinna nemendur þá stórt verkefni þar sem þau sýna hvað þau hafa lært á önninni. Leiðsagnarmat Í FMOS eru ekki gefnar einkunnir í tölum heldur er notast við leiðsagnarmat. Við höfum velt því mikið fyrir okkur í gegnum árin hver sé besta leiðin til þess að fram- kvæma þannig mat án þess að það sé óyfirstíganleg vinna. Í upphafi einblíndum við á að gefa nemendum skriflegt leiðsagnarmat fyrir öll verkefni, lítil sem stór. Það er mikilvægt að finna hvenær skrifleg leiðsögn gagnast nemendum og hvenær er hentugra að vera með aðrar aðferðir við leiðsagnarmat. Eins og áður hefur námsefninu til skila. Það er óljúkandi verkefni, ég vona að við verðum alltaf dugleg að endurskoða okkur. Verkefnamiðað nám – Horfið frá töflukennslunni Ein nýjung fyrir mig sem kennara var að allir nem- endur væru með tölvur. Þar rættist draumur því það er frábært að geta á auðveldan hátt nýtt allt það sem Internetið hefur upp á að bjóða. Tölvurnar stuðla mikið að því að nemendur tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð og leita sér sjálfir upplýsinga. Án tölvunnar væri erfitt að hverfa frá hefðbundinni töflukennslu. Í upphafi voru nemendur mínir með tölvu og kennslubók en eftir fyrstu annirnar fannst mér það ekki henta og að ég þyrfti að velja annað hvort. Ég valdi að sleppa kennslu- bókinni, bjó til mitt eigið kennsluefni, tók eilítið hér og þar úr kennslubókum og efni af netinu. Einnig setti ég upp á Moodle kennslukerfið bæði gagnvirkar æfingar, leiki og tímaverkefni, sum verkefni til þess að vinna í tölvum, önnur ekki. Ég skipti önninni upp í fjórar lotur á Moodle og hefur hver lota sitt þema. Síðan eru undirkaflar eins og í bók, kafli 1, kafli 2 o.s.frv. Nemendur vinna að mestu sjálfstætt í kennslustundum. Þau lesa sér til um efnið og vinna gagnvirkar æfingar og tímaverkefni til þess að æfa sig. Þegar þau eru búin með tímaverkefnin sýna þau mér afraksturinn og ég les yfir. Ef verkefnið er rétt þá merki ég við hjá mér að því sé lokið en ef það er ekki rétt þá fær nemandinn tækifæri til að bæta það eftir leiðsögn frá mér. Í einni lotu eru um það bil 10 tíma- 16 MÁLFRÍÐUR Vinna í fartölvunum.

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.