Málfríður - 15.03.2015, Side 21
einn viðmælandi sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir
því að hann gæti tengt ensku við kjörsvið sitt. Annar
viðmælandi spurði hvort hann yrði þá að taka dönsku
líka ef hann veldi ensku. Hann virtist hissa þegar hann
heyrði að þess þyrfti ekki. Þessi misskilningur gæti
verið vegna þess að nú tilheyrir enska og danska sama
kjörsviðinu á menntavísindasviði sem er erlend tungu-
mál. Við verðum því að horfast í augu við það að kenn-
aranemar völdu e.t.v. ekki ensku vegna þess að þeir
þekktu ekki möguleikana. Það er miður og sýnir að við
höfum ekki komið einföldum upplýsingum rétt á fram-
færi.
Aðaláhyggjuefni mitt um niðurstöður þessarar
óformlegu könnunar er að of margir kennaranemar
telja enskufærni sína ófullnægjandi. En hvernig á að
bæta færni Íslendinga í ensku ef of fáir taka fagmennt-
un í ensku í grunnskólakennaranáminu? Við verðum
að reyna að skapa áhuga hjá kennaranemum á því að
læra og síðan miðla vandaðri ensku í grunnskóla og
skapa þannig grundvöll fyrir að nemendur nái völdum
á akademískri ensku í framhaldsskóla.
Heimildir
Anna Jeeves. (2013). Relevance and the L2 self in the context of Icelandic
secondary school learners: Learner views (Unpublished doctoral dis-
sertation). University of Iceland, Reykjavik.
Birna Arnbjörnsdóttir. (2011). Exposure to English in Iceland: A quan-
titative and qualitative study. Netla – Veftímarit um uppeldi og
menntun. Retrieved from http://netla.hi.is/menntakvika2011/004.pdf
Birna Arnbjörnsdóttir & Hafdís Ingvarsdóttir. (2010). Coping with
English at university: Students’ beliefs. Netla – Veftímarit um
uppeldi og menntun. Retrieved from http://netla.hi.is/menntakvika
2010/008.pdf
Gerður Guðmundsdóttir & Birna Arnbjörnsdóttir (2014) Undirbúningur
framhaldsskólanemenda fyrir notkun ensku í háskólanámi:
Námskrár og nýtt íslenskt málumhverfi, Netla – Veftímarit um upp-
eldi og menntun. Retrieved from http://netla.hi.is/greinar/2014/
ryn/010.pdf
Menntamálaráðuneytið (2006). Menntun dönsku-, ensku-, og íslenskukenn-
ara í grunnskólum 2005–2006. Retrieved from http://reykjavik.is/
sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/menntunkennara
2006.pdf
Róbert Berman (2010). Icelandic university students’ English reading
skills. In Málfríður 1/26. (p. 15–18)
Samúel Lefever (2010) English skills of young learners in Iceland: “I
started talking English when I was 4 years old. It just bang… just fall
into me”, Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Retrieved from
http://netla.hi.is/menntakvika2010/021.pdf
hann veldi ensku myndi hann líka þurfa að velja
dönsku.
Það sem þau áttu flest sameiginlegt var að enska vakti
ekki áhuga þeirra eða níu af tuttugu aðspurðum. Þá
langaði helst að kenna yngri nemendum eða kenna
stærðfræði, textíl, samfélagsfræði, tónlist eða dans.
Sú staðreynd að kennaranámið er sett þannig upp að
nemendur velja sér kjörsvið er góðra gjalda vert en þá
er tryggt að kennaraefnin komi áhugasöm til starfa og
kenni það sem þau hafa áhuga á. Eini viðmælandi minn
sem hafði tekið enska kennslufræði sem valáfanga tjáði
mér það að hún myndi ekki taka fleiri áfanga í ensku
því hún vildi fá meira frelsi og meira rými fyrir sköpun
í sínu námi sem hún hafði fundið pláss fyrir í kennslu
yngri barna. Kennaranemar eru almennt vel meðvit-
aðir um sínar sterku og veiku hliðar, hvað þeir hafa
áhuga á og hvaða kjörsvið þeir velja sér. Það veit á gott
því það leiðir til þess að þeir verða allir sérfræðingar á
sínu áhugasviði.
Önnur ástæða fimm viðmælenda minna var efi um
eigið ágæti í ensku. Þessi vankunnátta í ensku hefur
þau víðtæku áhrif að háskólanemar yfirhöfuð telja sig
ekki búa yfir nægilegri færni í ensku, þrátt fyrir margra
ára nám í tungumálinu og sjá sig þess vegna ekki fyrir
sér sem enskukennara. Þessi svör ættu ekki að koma á
óvart því rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar búa yfir
ófullnægjandi enskukunnáttu, jafnt háskólanemar sem
fólk úti á vinnumarkaðnum (Anna Jeeves, 2013; Birna
Arnbjörnsdóttir, 2011, Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís
Ingvarsdóttir, 2010; Róbert Berman, 2010).
Þriðja atriðið, sem nefnt var af þremur aðilum, var
hræðslan við að kenna í unglingadeild. Þeim hafði
gengið vel í ensku í framhaldsskóla en höfðu frekar
áhuga á að kenna yngri nemendum. Einn viðmæland-
inn minn hélt því hreinlega fram að hann væri hræddur
við unglinga. Þetta tel ég vera miður því fær og góður
enskukennari sem býr yfir fjölbreyttum kennsluað-
ferðum á svo sannanlega heima á meðal unglinga. Við
í kennaradeild menntavísindasviðs ættum að geta eflt
þennan þátt, þ.e. að útskrifa sjálfstæða og færa kenn-
ara.
Fjórða atriðið tengist e.t.v. ónógu upplýsingaflæði en
MÁLFRÍÐUR 21