Málfríður - 15.03.2015, Page 23

Málfríður - 15.03.2015, Page 23
Það má til sanns vegar færa að það að fá að sitja þing eins og þetta og sjá og hitta kennara og fræðimenn frá öðrum löndum er sem vítamínsprauta fyrir kennara erlendra tungumála. Næsta þing FIPLV verður haldið í New Orleans í Bandaríkjunum 2018 og verður áhugavert að fylgjast með því í ljósi þess að tungumálakennsla er að verða vinsælli í Bandaríkjunum um þessar mundir. sem er ekki svo ólíkt Íslandi þar sem eru fámennar byggðir, miklar fjarlægðir á milli staða og veðurskil- yrði ekki alltaf góð. Mesta vandamál fjarkennslu er að mynda tengsl á milli nemenda en samkvæmt Murphy er hægt að brjóta niður múrana og tengja betur nem- endur og kennara með ýmsum leiðum, t.d. að hittast á Skype. Fjarkennarar í okkar röðum ættu endilega að kynna sér Center for Distance Learning og Innovation sem Murphy starfar fyrir, https://www.cdli.ca/. Hvað er FIPLV? • Fédération Internationale des Professeurs de Langues Vivantes (Alþjóðleg samtök kennara sem kenna lifandi tungumál). • Samtökin voru stofnuð árið 1931. • Samtökin eru einu samtökin sem sameina alla tungumálakennara, óháð hvaða tungumál þeir kenna. • Samtökin hafa opinbera aðild sem frjáls félaga- samtök að UNESCO og hafa fulltrúa hjá Evrópuráðinu sem frjáls félagasamtök. Tilgangur FIPLV • Að stuðla að tungumálakennslu og -námi til að auðvelda og bæta samskipti, skilning, sam- starf og vinsamleg samskipti á milli allra þjóða heims. • Að þróa, styðja og stuðla að kerfisbreytingum sem skapa meiri fjölbreytni í kennslu erlendra tungumála, að bæta tungumálakennslu og gera hana aðgengilega öllum. • Að þróa áframhaldandi og samhangandi kennslu margra tungumála í grunn-, fram- halds- og háskólum ásamt fullorðinsfræðslu. • Að bæta þjálfun og þróun starfandi sem og verðandi tungumálakennara á öllum sviðum menntunar. • Að aðstoða með og ráðleggja við stofnun fag- félaga tungumálakennara. • Að hafa milligöngu um og þróa starf aðildar- félaga þess. • Að hvetja starfandi fagfélög í öllum löndum til að vinna saman og stuðla að tungumála- kennslu og tungumálastefnu með fjöltyngi að leiðarljósi. • Að styðja fagfélög heima fyrir og vera fulltrúi þeirra á alþjóðavettvangi. • Að vera vettvangur fyrir samstöðu á meðal tungumálakennara á alþjóðavettvangi. Heimasíða Samtakanna er: www.fiplv.com. MÁLFRÍÐUR 23 Jim Murphy – Fjarnám á Nýfundnalandi. Svanlaug, Sigurborg og Petrínu Rós í Kanada.

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.