Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 14

Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 14
14 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 15 reyna að flýja hermennina og hafi þannig ekki getað stefnt lífi þeirra í hættu? 51. Hvers vegna var Ibrahim Bilgen, sem var drepinn, 61 árs, sex barna föður og frambjóðanda til borgarstjóra í heima- bæ sínum, lýst sem hryðjuverkamanni? 52. Hvers vegna var Cetin Topcoglu, sem var drepinn, 54 ára, þjálfara tyrk- eska landsliðsins í tækvandó (kóreskri bardagalist), sem var ásamt konu sinni um borð, lýst sem hryðjuverkamanni? 53. Hvers vegna var Cevdet Kiligar, 38 ára fréttamanni sem einnig var drep- inn, lýst sem hryðjuverkamanni? 54. Hvers vegna var Ali Haydar Bengi, sem var drepinn, fjögurra barna föður, bókmenntafræðingi frá Al-Azhar skólan- um í Kaíró lýst sem hryðjuverkamanni? 55. Hvers vegna voru Necdet Yaldirim, 32 ára föður, sem átti eina dóttur, Fahri Yaldiz, 43 ára og fjögurra barna föður, Cengiz Songur, 47 ára og sjö barna föð- ur og Cengiz Akyus, 41 árs og þriggja barna föður lýst sem hryðjuverkamönn- um? 56. Er fullyrðing IDF, að aktívistarnir hafi tekið skammbyssu af hermanni og skotið hann með henni, lygi og er sann- leikurinn sá að aktívistarnir hafi í raun fleygt skammbyssunni í sjóinn án þess að beita henni? 57. Er það rétt sem Jamal Elshayyal, sem er breskur ríkisborgari, heldur fram, að hermennirnir hafi í 3 tíma hindrað að hlúð yrði að særðum tyrkneskum skip- verjum, svo að þrír þeirra dóu á meðan á biðinni stóð? 58. Er það rétt eins og þessi fréttamað- ur heldur fram, að hann hafi verið hand- járnaður með hendur fyrir aftan bak og neyddur til að krjúpa í þrjá tíma í brenn- andi sólinni, að honum hafi ekki verið kvæmd utan hafsvæðis Ísraels og Gaz- astrandarinnar? 39. Hvers vegna var hún framkvæmd í myrkri? 40. Andmælti einhver í flotanum þeir- ri hugmynd að hermenn yrðu sendir úr þyrlum niður á þilfar skipsins „Mavi Marmara“? 41. Þegar lagt var á ráðin um aðgerð- ina, nefndi þá einhver líkindin með henni og aðgerð Breta gagnvart skipinu „Ex- odus 1947“, sem endaði sem pólitískt stórslys fyrir Breta? Spurningar varðandi aðgerðina sjálfa: 42. Hvers vegna var komið í veg fyr- ir að skipaflotinn gæti haft samskipti við umheiminn á meðan aðgerðinni stóð, ef menn höfðu ekkert að fela? 43. Mótmælti einhver því að í raun væri verið að leiða hermennina í gildru? 44. Var það tekið með í reikninginn að með þessari áætlun yrði hermönnunum í nokkrar mínútur stefnt í verulega hættu? 45. Hvenær nákvæmlega hófu her- mennirnir skothríð? 46. Hvaða hermaður var sá fyrsti sem skaut? 47. Var skothríðin í einhverjum tilvikum réttlætanleg? 48. Er rétt að hermennirnir hafi byrjað að skjóta jafnvel áður en þeir héldu niður á þilfarið, eins og farþegar skipsins halda fram? 49. Er það rétt að haldið hafi verið áfram að skjóta jafnvel eftir að skipstjór- inn og aktívistarnir voru búnir að lýsa því nokkrum sinnum yfir í hátölurum að skip- ið gæfist upp og eftir að þeir höfu meira að segja dregið hvíta fána að húni? 50. Er rétt að fimm af þeim níu sem drepnir voru hafi verið skotnir í bakið, sem gefur til kynna að fólkið hafi verið að í öllum umræðunum? 23. Sé svo, varaði þá utanríkisráðu- neytið við áhrifunum sem slík aðgerð gæti haft á samskipti okkar við Tyrkland og önnur lönd? 24. Í ljósi þeirrar staðreyndar að ríkis- stjórn Tyrklands tjáði utanríkisráðuneyti Ísraels, áður en árásin átti sér stað, að skipaflotinn væri skipulagður af eink- areknum samtökum, heyrði ekki undir ríkisstjórnina og að ekki væri með þessu brotið gegn tyrkneskum lögum – hugl- eiddi þá utanríkisráðuneytið að setja sig í samband við samtökin til að reyna að ná samkomulagi þannig að koma mætti í veg fyrir ofbeldi? 25. Var hugað í alvöru að þeim mögu- leika að stöðva flotann innan löglegs hafsvæðis, leita að vopnum og leyfa svo skipunum að sigla áfram? 26. Veltu menn fyrir sér áhrifunum sem aðgerðin hefði á almenningsálit á alþjóð- avettvangi? 27. Hugleiddu menn áhrifin sem þetta myndi hafa á samskipti okkar við Band- aríkin? 28. Var það tekið með í reikninginn að aðgerðin gæti jafnvel styrkt Hamas? 29. Var tekið með í reikninginn að að- gerðin gæti gert það erfiðara að viðhalda herkvínni? Spurningar varðandi skipulagningu aðgerðarinnar: 30. Yfir hvaða leynilegu upplýsingum bjuggu skipuleggjendur aðgerðarinnar- ?(sjá athugasemd við lið 15) 31. Íhuguðu menn að aktívistahóp- urinn á skipunum var öðruvísi skipaður en á fyrri skipum, þar sem Tyrkir voru nú með í för? 32. Var tekið með í reikninginn að ólíkt evrópskum friðaraktívistum sem trúa á friðsama andspyrnu, þá geta tyrknesk- ir aktívistar gripið til beinnar andspyrnu gegn hermönnum sem ráðast á tyrk- neskt skip? 33. Íhuguðu menn aðrar leiðir sem hægt hefði verið að fara, til dæmis að láta herbáta hefta siglingu skipaflotans? 34. Sé svo, hvaða aðrar leiðir voru þá íhugaðar, og hvers vegna var þeim haf- nað? 35. Hver bar ábyrgð á skipulagningu sjálfrar aðgerðarinnar – yfirmaður her- ráðsins eða ísraelski flotaforinginn? 36. Ef það var flotaforinginn sem ákvað hvaða aðferð yrði beitt, hlaut hún þá samþykki yfirmanns herráðs, varnar- málaráðherra og forsætisráðherra? 37. Hvernig deildu þeir með sér ábyrgð á skipulagningunni? 38. Hvers vegna var aðgerðin fram- leyft að kasta vatni heldur sagt að „pissa í buxurnar“, að honum hafi verið haldið handjárnuðum í 24 tíma án þess að hann fengi vatn að drekka, að hann hafi ve- rið sviptur breska vegabréfinu sínu og ekki verið afhent það aftur; að hann hafi jafnframt verið sviptur fartölvunni sinni, þremur farsímum og 1500 dölum í reið- ufé og að hann hafi ekki fengið neitt af þessu til baka? 59. Einangraði IDF farþegana frá um- heiminum í 48 klukkustundir og gerði al- lar myndavélar, filmur og farsíma í fórum fréttamanna um borð upptæk í því skyni að þagga niður allan fréttaflutning sem ekki samræmdist opinberri frásögn IDF? 60. Eru það hefðbundin vinnubrögð að halda forsætisráðherranum (eða starf- andi varamanni hans, Moshe Yaalon) upplýstum þegar aðgerð er framkvæmd? Var þessu framfylgt og var það gert í fyrri tilvikum, svo sem í Entebbe-aðgerðinni eða þegar farið var um borð í skipið „Kar- in A“? Spurningar varðandi framkomu tals- manns IDF: 61. Er það rétt að talsmaður IDF hafi breitt út uppspuna fyrstu klukkustund- irnar eftir aðgerðina til þess að réttlæta hana fyrir bæði Ísraelum og almenningi í öðrum löndum? 62. Eru þær örfáu mínútur af mynd- efni sem sýndar hafa verið mörg hund- ruð sinnum í ísraelska sjónvarpinu, allt frá upphafi fram á þennan dag, haglega klipptar til svo að við fáum ekki að sjá hvað gerðist rétt á undan og rétt á eftir? 63. Hvað er hæft í þeirri fullyrðingu að hermennirnir sem aktívistarnir fóru með inn í skipið hafi verið í þann mund að vera vegnir þegar ljósmyndir sýna greinilega að þeir voru umkringdir fjölda aktívista í dágóða stund án þess að þeim væri gert mein, og að þeir fengu meira að segja læknisaðstoð úr hópi aktívista? 64. Hvaða sannanir eru fyrir því að tyrknesku samtökin IHH, sem eru frjáls félagasamtök, séu tengd al-Kaída? 65. Á hvaða forsendum var því aftur og aftur haldið fram að þetta væru „hryðj- uverkasamtök“, þó að ekki væru færðar neinar sannanir fyrir því? 66. Hvers vegna var því haldið fram að samtökin hlýddu kalli Recep Tayyip Erd- ogan, forsætisráðherra Tyrklands, þegar þau þvert á móti hafa tengsl við stjórn- arandstöðuflokk? 67. Ef samtökin eru í raun hryðjuverk- asamtök sem leyniþjónusta Ísraels þekk- ir til, hvers vegna var þá ekki tekið tillit til þess þegar aðgerðin var skipulögð? 68. Hvers vegna nefndi þá ríkisstjórn Ísraels ekkert um þetta áður en ráðist var á skipaflotann? 69. Hvers vegna var snúið út úr um- mælum eins aktívistans í opinberum ár- óðri með augljósum óheilindum, eins og að með orðum sínum um að hann lang- aði að verða “shahid” væri hann að segja að hann langaði til að „drepa og vera drepinn“ („shahid“ merkir maður sem fórnar lífi sínu til að votta um trú sína á guð, sem svipar til píslarvotta í kristni)? 70. Hvaðan kemur sú lygi að Tyrkirnir hafi kallað „Farið aftur til Auschwitz“? 71. Hvers vegna voru ísraelskir læknar ekki kallaðir samstundis til, til að upplýsa almenning um hvernig sárum ísraelsku hermannanna var háttað, eftir að því hafði verið lýst yfir að allavega einn þeir- ra hefði verið skotinn? 72. Hver spann þá sögu að það hafi verið vopn á skipinu og að þeim hafi ve- rið fleygt í sjóinn? 73. Hver spann þá sögu að aktívist- arnir hafi haft banvæn vopn meðferðis á skipinu – þegar þeir hlutir sem tals- maður IDF hélt sýningu á voru í engu frábrugðnir þeim sem má finna á hvaða skipi sem er, þar á meðal kíkir, búnaður til blóðgjafa, hnífar og axir, auk skreytt- ra arabískra rýtinga og eldhúshnífa sem finna mætti á sérhverju skipi, jafnvel skipi sem ber ekki 1000 farþega? 74. Flokkast þessi atriði öll – að því viðbættu að orðið „hryðjuverkamenn“ er sífellt endurtekið og allar upplýsing- ar sem mæla gegn þeim eru þaggaðar – ekki sem heilaþvottur? Spurningar varðandi rannsóknina: 75. Hvers vegna neitar Ísraelsstjórn að eiga þátt í alþjóðlegri rannsóknarnefnd sem væri skipuð hlutlausum aðilum sem hún gæti fallist á? 76. Hvers vegna segjast forsætisráð- herrann og varnarmálaráðherrann vera reiðubúnir að bera vitni – en ekki svara spurningum? 77. Hvaðan kemur sú fullyrðing að það megi ekki kalla hermenn til vitnis – þegar í fyrri rannsóknum mátti kalla fyrir yfir- menn, undirmenn og aðra hermenn og yfirheyra þá? 78. Hvers vegna neitar ríkisstjórnin að skipa rannsóknarnefnd, í samræmi við ísraelsk lög, samþykkt af Knesset árið 1966 nákvæmlega í þessu skyni, sér í lagi í ljósi þess að slíkar nefndir voru skipaðar eftir Yom Kippur stríðið, fjölda- morðin í Sabra og Shatila, eftir að geð- sjúkur Ástrali kveikti í Al-Aqsa moskunni, auk nefnda sem hafa rannsakað spillingu í íþróttageiranum og morðið á zíonista- leiðtoganum Chaim Arlosoroff (fimmtíu árum eftir að það gerðist!)? 79. Hefur ríkisstjórnin eitthvað að ótt- ast af hálfu slíkrar nefndar, sem forseti hæstaréttar myndi skipa, nefndar með umboð til að kalla vitni til yfirheyrslu, krefjast nauðsynlegra gagna og ákvarða hverjir beri persónulega ábyrgð á mistök- um og glæpum? 80. Hvers vegna var að lokum ákveðið að skipa nefndarómynd, sem skortir öll völd og mun skorta allan trúverðugleika í Ísrael og á alþjóðavísu? Og að lokum kemur spurning spurn- inganna: 81. Hvað eru framámenn okkar í stjórn- málum og hermálum að reyna að fela? Uri Avnery er ísraelskur friðaraktí- visti og rithöfundur. Hann er er jafnframt fyrrum hermaður og blaðamaður og átti sæti á ísraelska þinginu. Hann hefur hel- gað langt líf sitt friðarbaráttu og er með- al þeirra sem stofnuðu friðarsamtökin Gush Shalom. Einar Steinn Valgarðsson þýddi. Einstaka fjölskyldur eru farnar að reisa hús að nýju í Beit Hanoun, þar sem eyðileggingin var hvað mest í janúar 2009. Aðspurðir hvað þeir muni gera ef þetta hús verður líka sprengt í loft upp, þá svöruðu þeir æðrulausir: Þá byrjum við aftur.

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.