Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 17

Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 17
16 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 17 Fyrir þremur árum las ég afar áhuga-verða bók eftir palestínska ljóðskáld- ið og rithöfundinn Mourid Barghouti sem hreyfði við mér og varð tilefni þessara skrifa. Bókin kom fyrst út á arabísku árið 1997 undir heitinu Ra‘yatu Ramallah og hlaut sama ár hina virtu Naguib Mahfouz- bókmenntaorðu. Ég las bókina í enskri þýðingu egypsku skáldkonunnar Ahdad Soueif (I Saw Ramallah, 2002). Barghouti varð flóttamaður í kjölfar Sex daga stríðsins. Hann var þá í námi í Egyptalandi og fékk ekki að snúa aftur til æskustöðva sinna í Ramallah á Vest- urbakkanum. Það gat hann ekki fyrr en þrjátíu árum síðar. Barghouti skrifar einstaklega vel og lýsir á áhrifaríkan hátt tilveru Palestín- umanna. Fyrst og fremst beinir hann þó sjónum að stöðu flóttamannsins, minn- ingunum frá því áður en hann varð út- lægur, hvernig er að vera í útlegð og þeim blendu tilfinningum sem skapast við að hafa ekkert öruggt heimili og geta ekki tengst neinum stað endanlegum böndum. Að sama skapi er bókin blönd- uð gleði og trega og Barghouti tekst á næman hátt að lýsa þeim ótalmörgu til- finningum sem bærast í brjósti manns við slík tækifæri. Bókin er í senn persónuleg og al- menn, ljóðræn og djúp, og þýðingin er rituð á sérlega fallegri ensku. Palestínsk- bandaríski fræðimaðurinn Edward Said (þekktastur fyrir bók sína Orientalism) ritar inngang og kemst svo að orði í upp- hafi hans: „Þessi þéttskrifaða og sérlega ljóðræna frásögn af endurkomu úr langri útlegð erlendis, til Ramallah á Vestur- bakkanum sumarið 1996, er ein af vönd- uðustu tilvistarlegu frásögnunum af því hvernig Palestínumenn hafa verið sviptir heimkynnum sínum og eignum, sem við eigum í dag“. Barghouti veit að ekkert verður ná- kvæmlega eins og það var. Á einum stað í bókinni segir hann „Það er nóg að vera slitinn einu sinni frá rótum sínum til þess að maður sé það alla ævi“ og á öðrum stað: „Það að vera sviptur heimkynnum sínum og eignum má líkja við dauðann. Maður heldur alltaf að aðeins aðrir verði fyrir honum“. Varð mér við að lesa þetta hugsað til ljóðlína Stephans G. Step- hanssonar, og þaðan sæki ég titil þess- arar greinar. Þrjátíu ár hafa skilið Barghouti og föð- urlandið að. Þó telur hann fremur glæp hernámsins felast í því að hefta þróun palestínsks samfélags af sjálfsdáðum, að halda því föstu í viðjum fortíðar. Eins og gefur að skilja er líka dágóð pólítík í bókinni, en ekkert umfram það sem eðlilegt má teljast og hún er ekki óhlutbundin eða bundin stjórnmála- stefnum, heldur sprottin af þeim raun- veruleika sem Palestínumenn búa við. Bókin er skrifuð af miklu innsæi, í raun mun betur en flestir stjórnmálaskýrend- ur myndu gera. Oft varpar Barghouti líka fremur fram spurningum og skoðar hlut- ina heldur en að bjóða einhverjar töfra- lausnir. „Lífið verður ekki einfaldað“ segir hann oftar en einu sinni í bókinni. Meðal þess sem hann bendir á í bókinni er að þrátt fyrir hörmungarnar sem palestínska þjóðin hefur þolað megi þær ekki skila sér eingöngu í harmrænum bókmennt- um og ljóðum, Palestínumenn þurfi líka gleði og gamanefni, og bókmenntirnar megi ekki vera of fullar af beinni pólitík. „Palestínumaðurinn á líka sína gleði. Hann á ánægju sína samhliða sorgum sínum. Hann býr yfir hinum ótrúlegu mótsögnum lífsins, því að hann er lifandi vera, áður en hann er sonur átta-frétt- anna“. Ég leyfi mér svo að birta lengri tilvitn- un í hann, sökum þess hversu góð mér þykir hún: „Hvernig söng ég fyrir heimalandið mitt þegar ég þekkti það ekki sjálfur? Ætti að hrósa mér eða álasa fyrir söngvana mína? Laug ég smá? Heilmikið? Laug ég að sjálfum mér? Að öðrum? Hvers konar ást er það sem þekkir ekki það elskaða? Og hvers vegna gátum við ekki haldið í sönginn? Vegna þess að að ryk staðreyndanna er öflugra en tálsýn lofsöngsins? Eða vegna þess að goðsögnin þurfti að stíga niður úr skýjaborgunum sínum til þessa raunverulega húsaskots? Ísrael tókst að slíta burt helga þáttinn í málstað Palestínumanna, og breyta honum í það sem hann er núna – röð af „ferlum” og „dagskráum“, og vanalega er það aðeins veikari aðilinn í átökunum sem virðir þau. En hvað á útlaginn eftir annað en þess konar fjarveruást? Hvað er eftir annað en að halda fast í sönginn, hversu fárán- legt og dýrkeypt sem það kann að vera? Og hvað með heilu kynslóðirnar sem eru fæddar í útlegð, og þekkja ekki einu sinni það litla sem mín kynslóð þekkir til Pa- lestínu? Þessu er lokið. Hernámið langa sem skapaði ísraelskar kynslóðir sem fædd- ust í Ísrael og þekkja ekki annað „heima- land“ skapaði á sama tíma kynslóðir Pa- lestínumanna sem eru ókunnugir Palest- ínu; sem fæddust út í útlegð og þekkja ekkert til heimalands síns annað en sög- ur og fréttir. Kynslóðir sem gjörþekkja göturnar í fjarlægri útlegð sinni en ekki þær sem eru í þeirra eigin landi. Kynslóðir sem sáu aldrei ömmur sín- ar krjúpandi við ofnana til að færa okkur brauðhleyf til að dýfa í ólífuolíu, sem sáu aldrei þorpspredikarann með höfuðklút- inn sinn og Azhari-guðhræðsluna sína fela sig í helli til að njósna um stúlkurnar og konurnar í þorpinu, þegar þær fóru úr fötunum og böðuðu sig, naktar, í ‚Ein al-Deir-tjörninni. Já, predikarinn stelur fötunum og felur þau í brómberjarunn- anum svo hann geti starað lengi og ákaft á freistandi fegurð kvennanna. Aldrei á ævinni mun hann líta aðra eins freist- ingu: hvorki í næturklúbbunum í Evrópu né í suddalegum samkvæmum afasonar síns við Lumumba-háskólann og ýmsum höfuðborgum á Vesturlöndum, né í kyn- lífsbúðum í Pillage og St. Denis, né einu sinni í sundlaugunum í Ras Beirut og Sidi Busa‘id. Hernámið hefur skapað kynslóðir sem eiga sér ekki stað með litum, lykt og hljóðum sem þær geta minnst, griðastað sem tilheyrir þeim, sem þær geta snúið sér til, þar sem þær kúldrast saman í út- legð. Það er ekkert bernskurúm sem þær geta minnst, rúm þar sem þær gleymdu mjúkri bómullarbrúðu, eða þar sem hvítir koddar rúmsins urðu að vopnum í bar- daga sem fékk þær til að skríkja af kát- ínu. Svona er þetta. Hernámið hefur skapað kynslóðir okkar sem þurfum að dá óþekkta ást, fjarlæga og erfiða, um- kringda vörðum, múrum, kjarnorkuflaug- um og hreinni ógn. Hernáminu langa hefur tekist að breyta Hana langar að fara til plánetu fjarri jörðinni Þar sem stígarnir eru fullir af fólki sem hleypur til herbergjanna sinna Og þar sem rúmin á morgnanna eru óreiða Og koddarnir vakna krumpaðir, Bómullarfyllingin þeirra lekur út í miðjunni Hún vill þvottasnúrurnar fullar og mikið, mikið af hrísgrjónum að elda í matinn Og stóran, stóran ketil sjóðandi yfir eldinum í síðdeginu Og að borðið sé handa öllum um kvöldið, á meðan sesamfræ spjallsins drjúpa af borðdúknum. Hún vill að lyktin af hvítlauknum kalli þá fjarlægu saman og er undrandi yfir því að kássa móðurinnar sé aumari en máttur ríkisstjórna og að sætabrauðið hennar á kvöldin Þorni á áklæði án þess að nokkur hönd hafi snert við því Getur jörðin innihaldið Grimmdina í því að móðir lagi kaffið sitt ein að morgni Díaspórunnar?1) Hana langar að fara til plánetu fjarri jörðinni Þar sem allar áttir vísa til hafnar brjóstins flóa tveggja arma sem taka á móti og þekkja engar kveðjustundir Hún vill að flugvélar snúi einungis til baka Flugvélar séu fyrir þá sem snúa heim Að flugvélarnar lendi og fari aldrei aftur burt. En ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland Maríusjóður til stuðnings kvennaathvarfi Í október sl. var stofnaður Maríusjóð- ur Aisha í Gaza, kenndur við Maríu M. Magnúsdóttur hjúkrunarfræðing. María starfaði í hálfa öld í Lundúnum og upp- lifði loftárásir heimsstyrjaldarinnar síðari á þá borg. María sem býr nú á Blönduósi hefur um árabil verið öflugasti stuðnings- maður Neyðarsöfnunar félagsins.Sveinn Rúnar Hauksson afhenti fyrsta framlag- ið, 5000 bandaríkjadali. Aisha er félag til verndar konum og börnum á Gaza sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, misnotkun eða heimilisofbeldi og hefur verið starfræktur af Geðhjálparsamtök- um á Gaza, GCMHP, en mun frá næstu áramótum starfa sjálfstætt. Stefnt er að því að safna áskriftum í Maríusjóðinn að upphæð $5000 mánaðarlega í þrjú ár og mun það framlag duga til að starfsrækja nýja deild í Aisha sem sér um þjóðfé- lagslegar rannsóknir á kynferðislegu of- beldi og heimilisofbeldi. Fyrir er í húsinu starfsemi einsog Stígamóta og Kvenna- ráðgjafar, ásamt starfsendurhæfingu og líkamsrækt. Katrín Mixa og Sveinn Rúnar Hauksson tóku saman Yfirlit um starfsemina Framhald af bls. 23 okkur úr börnum Palestínu í börn hug- myndarinnar um Palestínu. Ég fór ekki að trúa á sjálfan mig sem ljóðskáld fyrr en ég uppgötvaði hversu óglöggt allt hið óhlutbundna og algjöra er. Þegar ég upp- götvaði nákvæmnina í haldbæru smáat- riði og sannleiksgildi skilningavitanna fimm, þá sérstaklega sjónarinnar. Þegar ég uppgötvaði réttlæti og snilld mynda- vélarinnar, sem varpar fram myndefni sínu með ótrúlegu hvísli, hversu há- vaðasamt sem myndefnið var í raun og veru. Þegar ég gerði það sem nauðs- ynlegt var til að losa mig við ljóðið sem var of skylt lofsöngnum, til að losa mig við allt það slæma sem fylgir upphafinu.“ Þessi bók er ein þeirra sem maður gæti vitnað lengi og víða í. Ég var ekki síður hrifinn af mörgum ljóða Barghoutis, sem birtast hér og þar í bókinni. Ég enda þessa umföllun með ljóði sem Barghouti tileinkar móður sinni. Hann lýsir henni sem umhyggjusamri, fórnfúsri og met- naðarfullri konu sem vilji allt hið besta fyrir fjölskylduna og sé alltaf með stórar áætlanir á prjónunum. Vegna þess að hún ein er skráð sem íbúi á hernumdu svæðunum, börn hennar eru dreifð hér og þar og Ísrael takmarkar ferðafrelsi, hittist fjölskyldan kannski á 5-10 ára fresti, og það er alltaf óróleiki í loftinu, vit- neskjan um að endurfundirnir verði stuttir en aðskilnaðurinn langur. Ég mæli svo óhikað með þessari bók. Áhugasamir gætu þurft að panta hana í gegnum internetið. Sjálfur kom ég fyrst auga á hana á flugvellinum í Kaupmann- ahöfn fyrir nokkrum árum og keypti mér hana í kjölfarið. Ég sé ekki eftir því. Einar Stein Valgarðsson 1 Orðið díaspóra er grískt og vísar upp- haflega til þess í Biblíunni þegar gyðing- ar dreifðust um lönd utan Palestínu eftir ánauðina í Babýlon. Í þessu samhengi vísar það til þess hvernig Palestínumenn hafa jafnframt dreifst og orðið landflótta í kjölfar stríða og hernáms. María Magnúsdóttir. Maríusjóðurinn í Aisha á Gaza, er kenndur við hana

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.