Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 21

Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 21
20 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 21 lýsa því yfir hvar það vill hafa landamæri sín. Það vill það ekki, vegna þess að skil- greind landamæri hindra frekari landvinn- inga. Spurningin sem stendur eftir er þá þessi: Er verið að ætlast til þess að menn viðurkenni ríki sem er ólýðræðislegt og byggist á ofbeldisfullri útþenslustefnu? Krafa um þjóðréttarlega „viðurkenningu á tilverurétti“ er áróðursbragð, en hvað með einfalda viðurkenningu? Það er ekki sjálfgefið að ríki viðurkenni hvert annað, og það má minnast þess að Egyptaland og Jórdanía einu arabalöndin sem viður- kenna Ísrael stjórnmálalega. Munum að Ísrael er sköpunarverk þjóðernisstefnu og nýlendustefnu. Það varð til í beinni and- stöðu við sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem bjuggu fyrir í landinu. Það skiptir ekki máli hvar gyðingar bjuggu á tímum Rómar- veldis, eða hvað þjóðsögur þeirra segja að guð hafi lofað í grárri forneskju. Zíon- istar komu undir verndarvæng breska heimsveldisins, tóku sér land, stofnuðu sitt eigið ríki og hafa notað það til að kúga nágranna sína. Að viðurkenna Ísrael er að samþykkja hvernig til þess var stofnað og hvað það hefur gert. Á fólk sem hefur verið landflótta frá 1948 að „viðurkenna“ ofbeldið og yfirganginn sem það flúði und- an? Nei, þvert á móti hefur það rétt til þess að berjast fyrir leiðréttingu ranglætisins. Ég dæsi þegar ofbeldi Palestínumanna gegn Ísraelum er fordæmt einhliða eða vopnuð andspyrna þeirra borin saman við ofbeldi hernámsins. Öllum hernumdum þjóðum er áskilinn réttur til þess í alþjóð- alögum, að berjast gegn hernáminu, og það hefur ekki þurft neina sérstaka rót- tækni til þess hingað til, að dást að hetj- udáðum andspyrnu í Síðari heimsstyrjöld, t.d. í Noregi, Frakklandi, Varsjá eða Júg- óslavíu. Zíonistar spyrja stundum hvort gyðingar séu eina þjóðin sem megi ekki eiga sitt eigið ríki. Það má spyrja á móti: Eru Palestínumenn eina þjóðin sem má ekki verjast hernámi? Er það ofbeldi, að verjast hernámsliði? Er yfir höfuð hægt að líkja því saman við það ofbeldi sem hern- ámið er? Zíonistar láta gjarnan eins og mannfall óbreyttra borgara sé óheppileg hliðarverkun af réttlátum hefndarárásum. Þetta rugl hittir þá sjálfa fyrir: Ef líf sak- Tilvistarréttur og vopnuð barátta þessara „friðarviðræðna“, tilgangurinn er yfirráð og brottrekstur. Þegar Ísraelar sitja við samningaborð samtímis því að þeir byggja fleiri ólöglegar íbúðir á herteknum svæðum er það ekkert annað en yfirlýs- ing um að þeir eru ekki semja. Þeir eru að vinna tíma og jafnframt að segja öllum að þeir fari sínu fram hvað sem alþjóðalög og samningar kveða á um. Þeir eru í raun að senda umheiminum þau skilaboð að hér séu þeirra skilmálar algildir og tilraun- ir Bandaríkjanna til þess að láta líta svo út að hér séu raunverulegir samningar á ferðinni séu í best falli hlægilegar. Netanyahu með spil á hendi Nýlega var birt bréf frá Obama til Net- anyahu sem sýnir hver staða Ísraela er í þessum viðræðum. Vegna væntanleg- ra kosninga í Bandaríkjunum þá reyndi Obama að fá Netanyahu til að fallast á 60 daga viðbótarfrystingu á ólöglegum íbúðabyggingum á hernumdum svæð- um. Gegn þessum greiða lofaði Obama að stjórn sín myndi ekki framar krefjast stöðvunar á ólöglegum landtökubyggð- um, beita áfram neitunarvaldi gegn öll- um tillögum í Öryggisráðinu sem kæmu Ísrael illa og auka þrýsting á Íran í sam- ræmi við kröfur Ísraela. Netanyahu svar- aði þessu með því að aflétta bygginga- banninu og sýndi þar með að hann getur haldið sínu strik þvert gegn tilraunum Obama til að framkvæma andlitslyftingu sem kæmi demókrötum betur í kosn- ingaslagnum. Netanyahu veit að styrkur hagsmunasamtaka zíonista í Bandaríkj- unum er slíkur að forseti ríkisins verður sem leiksoppur í þeirra höndum. Staða Palestínumanna í þessum við- ræðum er afar veik sökum þess að fulltrú- ar þeirra hafa mjög veika stöðu. Mahm- oud Abbas forseti Palestínumanna er umboðslaus. Boða átti til þingkosninga í Palestínu skv. lögum í janúar 2009, en Abbas aflýsti þeim af ótta við fylgistap Fatahhreyfingarinnar. Forsætisráðherr- ann Salam Fayyad fylgir Abbas í viðræð- unum. Hreyfingin sem Abbas styðst við hlaut 2% atkvæða í síðustu kosningum – hann telst því ekki atkvæðamikill og umboð hans er takmarkað. Staða Ísraelsstjórnar innanlands Færi svo að Netanyahu eða arftaki hans hyggðist draga úr kúguninni gegn Palest- ínumönnum þá eru mörg ljón á veginum. Í fyrsta lagi er það auðvitað stefna zíon- ista að yfirtaka allt svæðið sem þeir telja sitt og hinir trúaðri telja að sé skv. afsali frá Guði. Stefnubreyting sem þessi er í raun hluti af endalokum stefnunnar sem tilvera ríkisins byggir á. En hreint prakt- ískt á litið þá getur ríkisvaldið í Ísrael ekki leyst það verkefni að skila landinu sem þeir hafa tekið á Vesturbakkanum. Árið 2005 ákvað Sharon að landaræn- ingjar sem höfðu sest að á Gaza skyldu flytja sig yfir á Vesturbakkann. Sá flutn- ingur kostaði þvílík átök að samfélag- ið nötraði þegar her og lögregla fór og sótti 5000 landtökumenn. Áætlanir um að flytja 550,000 landtökumenn burt frá Vesturbakkanum munu aldrei ná fram að ganga. Ríkisvaldið ræður ekki við það, áhrif fasískra ofsatrúarmanna hafa auk- ist innan hers og lögreglu. Innan hersins er nú talið að um 30% yfirmanna komi úr röðum öfgafullra landtökumanna og stuðningsmanna þeirra. Umræður um frið eða einhverskonar tilslakanir gagnvart Palestínumönnum eru því andvana fæddar og sýnir reynsl- an það mjög skýrt. Svo lengi sem band- arísk stjórnvöld styðja Ísraela og stefnu þeirra þá skiptir ekki máli hversu oft full- trúar deiluaðila hittast og hversu margar ljósmyndir heimspressan birtir af bros- andi diplómötum. Hið svokallaða alþjóð- asamfélag hefur látið þetta mál dandalast í þessum vonlausa faravegi í marga ára- tugi og enn er engin breyting í sjónmáli. lauss fólks eru á annað borð réttlætan- legur fórnarkostnaður í refsihernaði, þá hlýtur það að gilda á báða bóga. Þessi þversagnakenndi málflutningur er útkom- an úr því þegar hernámsveldi reynir að líta út fyrir að hafa ekki bara hernaðarlega yfirburði, heldur líka siðferðislega, þótt of- beldi þess sjálfs yfirskyggi allt annað of- beldi, og það hundraðfalt. Sá sem fer fram með ofríki getur ekki krafist þess að vera látinn í friði sjálfur, enda er réttlæti forsenda fyrir friði, eða friður ávöxtur réttlætisins eins og Jesaja spámaður orðaði það. Menn benda oft á Martin Luther King eða Gandhi sem for- dæmi, að þetta sé leiðin – jafnvel „eina“ leiðin – til að ná fram réttlátum markmið- um. Því miður er það vitleysa. Ráðandi öflum í Bandaríkjunum fannst bara skárra að gera málamiðlanir við sjónarmið Kings, heldur en að eiga á hættu harðari baráttu við róttækari öfl. Og í tilfelli Gandhis var breska heimsveldið að niðurlotum komið eftir stríðið í Evrópu, og vildi frekar semja við hófsamari öfl en að eiga við róttækari og herskárri öfl. Friðsöm og hófsöm bar- átta sigrar nefnilega því miður oftast ekki nema þegar hún er háð í samhengi við herskárri og róttækari baráttu. Ofbeldi er hluti af öllum stjórnmálum, hvort sem okk- ur líkar betur eða verr. Að því sögðu er auðvitað augljóst að pólitískt ofbeldi er vægast sagt vand- meðfarið, og réttur til vopnaðrar and- spyrnu þýðir ekki sjálfkrafa að hún sé vit- urleg. Það er sjálfsagt – nei, það er skylda okkar, sem styðjum málstað og tilkall Pa- lestínumanna til réttlætis – að gagnrýna alla þá sem fremja heimskupör eða illvirki í þeirra nafni, og spilla fyrir málstaðnum. Stuðningurinn á að vera skilyrðislaus við þá kröfu að Palestínumenn, eins og allt annað fólk, njóti fullra mannréttinda. Strat- egíska spurningin er þá hvernig sé hægt að ná því markmiði. Þjóðríkið sem módel hefur víða orðið dýrkeypt þar sem margar þjóðir og þjóðabrot hafa búið hver innan um önnur. Ef stefnan á tvö þjóðríki hlið við hlið, Palestínu og Ísrael, var einhvern tí- mann sniðug, þá virðast Ísraelar hafa gert út um hana. Eitt sameiginlegt ríki, þar sem leiðarstefin væru lýðræði og mannréttindi, gæti hins vegar leyst hnútinn. Þörfin fyrir tvö ríki er líka vandséð, ef menn geta á annað borð lifað í sátt. Raunar fer talsm- önnum tveggjaríkja-stefnunnar fækkandi meðal stuðningsmanna frjálsrar Palest- ínu, á meðan ísraelsk stjórnvöld, heim- svaldasinnaðir stuðningsmenn þeirra og samverkamenn þeirra í forystu Fatah eru helstu talsmenn hennar. Samstaða með Palestínumönnum hlýtur að fela í sér að taka þátt í uppbyggilegri og gagnrýnni samræðu um stefnuna í baráttunni. Þótt vopnuð andspyrna kunni að eiga rétt á sér formlega, grefur hún undan því mark- miði að arabar, gyðingar og fleiri geti búið saman í einu ríki í framtíðinni. Sem pó- litísk strategía er hún því röng. Og sem hernaðarleg strategía er hún fráleit, í ljósi valdahlutfallanna. Höldum okkar striki, látum aldrei drepa umræðunni á dreif eða leiða hana afvega. Látum orðræðu hatursfullra afla eða vel- meinandi úrtölumanna ekki stjórna hugs- un okkar. Stöndum með því sem rétt er: Frjáls Palestína! Vésteinn Valgeirsson Framhald af bls. 8 Þegar zíonistar og aðrir stuðnings-menn Ísraelsstjórnar fjalla um málefni Palestínu og Ísraels, nota þeir oftast sitt- hvorn mælikvarðann á Palestínumenn og Ísraela, gera fórnarlömb að glæpamönn- um, rugla saman þjóðum og stjórnmála- stefnum og afflytja málstað andstæðing- anna. Með þessum og öðrum mælsku- brögðum hafa þeir endaskipti á réttlæti og ranglæti og leiða umræðuna afvega. Sumir eru velmeinandi og hafa sjálfir ve- rið blekktir, aðrir hafa hagsmuni eða vafa- samar hugsjónir að verja. Tilgangurinn er að blekkja vestrænan almenning, og hef- ur það víðast hvar gengið vel hjá þeim, en það asnalega við málflutning zíonista er að oft hittir hann þá sjálfa fyrir. Við skulum taka dæmi. Vinir Palestínumanna eru stundum sakaðir um að vera í raun gyðingahatar- ar sem noti Palestínudeiluna bara til að koma höggi á gyðinga sem slíka. Það er misjafn sauður í mörgu fé, þannig að það eru varla neinar fréttir að til sé fólk sem hati Ísrael vegna þess að þar séu gyð- ingar, eða að einhverjir rugli saman gyð- ingum og zíonistum í hita leiksins, eins og ísraelsk stjórnvöld og stuðningsmenn þeirra gera reyndar iðulega. Það er hægt að skrumskæla jafnvel hinn besta mál- stað. En þetta er ekki fólkið sem ein- kennir málstað Palestínumanna. Tilfellið er að zíonismi er kynþáttastefna, sem snýst um gyðinga og felur í sér misrétti gegn öðrum, einkum Palestínumönn- um. Um það hafa meira að segja Sam- einuðu þjóðirnar ályktað. Ef menn halda að gyðingar séu pólitísk og lífræn heild og að eitthvert eitt ríki geti verið „fulltrúi“ þeirra, þá er kannski ekki von að menn þekki muninn á gyðingi og zíonista. Þeg- ar zíonisti sakar stuðningsmenn Palest- ínu um gyðingahatur, er hann þá ekki í raun að segja að gyðingar sem slíkir séu ábyrgir fyrir glæpum ríkisstjórnar Ísraels? Sá sem trúir því er kominn á hála braut – en þarna er kannski komin skýringin á afneitun zíonista á glæpum Ísraelsríkis. Zíonistar stagast oft á því að hinir og þessir – til dæmis Hamas-samtökin eða forseti Írans – viðurkenni ekki „tilverurétt“ Ísraelsríkis. Það má oft lesa milli línanna að þessir þrjótar ætli að fullnusta and- styggð sína með því að láta eldflaugum rigna yfir Ísrael (svipað og Ísraelar gera stundum sjálfir við Palestínumenn og fleiri nágranna sína). En hver er sannleikurinn á bak við klisjuna? Þrjóturinn Ahmadine- jad Íransforseti vitnaði í Khomeini erki- klerk þegar hann kallaði eftir því í ræðunni „Veröld án zíonisma“ árið 2005, að „rík- ið sem hersæti Jerúsalem“ yrði „strokað út af síðu tímans“. Hann var að tala um að afnema hinn ríkjandi zíonisma. Hann lét það auk þess fylgja að í staðinn ætti að koma lýðræðisleg stjórn, og að flótta- mönnum skyldi hleypt heim aftur. Hvern- ig komust menn að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið að blása til nýrrar helfar- ar? Jú, með því dreifa útúrsnúningum í fjölmiðla. Hamas hafa ekki farið varhluta af vandlætingu heldur, þar sem þau viður- kenna Ísrael ekki formlega. En viti menn, þau viðurkenna Ísrael í reynd. Oslóar- samningar PLO og Ísraels eru forsenda Palestínsku heimastjórnarinnar, og það þarf að viðurkenna samningana, og þar með aðilana sem gerðu þá, áður en menn bjóða fram í kosningum heimastjórnarinn- ar. Já, og hvað svo með zíonista sjálfa, viðurkenna þeir kannski „tilverurétt“ Pal- estínuríkis? Og viðurkenna þeir „tilveru- rétt“ Íslands? Eða Mongólíu? Þjóðréttarlega séð, er svarið við þessu neitandi. Í þjóðarétti er ekkert ríki skuld- bundið til þess að viðurkenna „tilverurétt“ neins annars ríkis, enda er hugtakið „til- veruréttur“ ekki til í þjóðarétti. Fólk hefur réttindi, en ríki er ekki fólk heldur pólitísk stofnun og hefur ekki réttindi í sjálfu sér. Réttur ríkis til þess að vera til er með öðr- um orðum háður því hvort íbúarnir vilja að það sé til eða ekki. Önnur ríki eru hins veg- ar skuldbundin til að virða fullveldi og sjálf- stæði ríkja, og ríki mega ekki brjóta gegn pólitísku sjálfstæði eða landfræði legri heild annarra ríkja. Þetta er satt að segja álitamál í tilfelli Ísraels. Ríkið tilheyrir, sam- kvæmt sinni eigin sjálfstæðisyfirlýsingu, gyðingum heimsins, en ekki íbúunum sem slíkum. Þess vegna er pólitískt sjálfstæði Ísraels lagalegt álitamál. Landfræðileg heild þess er auk þess óskilgreind, vegna þess að Ísrael hefur aldrei fengist til að Að semja um hið ósemjanlega

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.