Morgunblaðið - 29.07.2015, Síða 10

Morgunblaðið - 29.07.2015, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Það er mest gefandi þegar viðsjáum að það verða breyt-ingar á fólki og aðstæðumá vinnustöðum,“ segir Guð- rún Högnadóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi FranklinCovey á Ís- landi, sem sérhæfir sig, ásamt tólf manna teymi, í bættri frammistöðu einstaklinga, teyma og vinnustaða. „Það sem gerir okkur frábrugð- in öðrum háskólum eða ráðgjafafyr- irtækjum er að við erum alltaf að vinna að því að umbreyta hegðun fólks þannig að það nái þeim árangri sem það vill ná með skilvirkari hætti,“ segir hún en unnið er mark- visst með vinnustöðum í lengri tíma að mótun árangursríkrar menningar þar sem heildstætt mat fer fram og árangurinn er stöðugt mældur. „Teymið okkar hér á Íslandi samanstendur af forstjórum fyrir- tækja, framkvæmdastjórum og öðr- um sem koma inn og taka að sér ráð- gjafaverkefni þegar atvinnulífið kallar. Eingöngu fjórir eru í fastri stöðu innan fyrirtækisins,“ segir Guðrún en hún tekur sjálf einnig að sér ráðgjafarverkefni hér heima og erlendis. „Mér finnst svo gaman að vinna með fólki,“ segir hún létt í lund. Góður árangur um allan heim FranklinCovey er alþjóðlegt fyrirtæki og starfar í um 150 lönd- um, veitir þjónustu á 38 tungumálum og hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir námskeið sín, mat- stækni og aðra þjónustu. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru 90% af Fortune 100 fyrirtækjum auk Aukin skilvirkni, árangur og áræði FranklinCovey er alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar í um 150 löndum með stjórn- endum, vinnustöðum og börnum til að bæta frammistöðu þeirra og hjálpa þeim að ná betri árangri. Guðrún Högnadóttir er meðeigandi FranklinCovey á Íslandi og sinnir einnig fræðslu. Hafa viðskiptavinir þeirra, af öllum stærðum og gerð- um, borið þeim vel söguna og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Öflug Guðrún heillaðist strax af gæðum kennsluefnisins og fólkinu. Glöð Börnin á Andabæ og Hnoðraholti í Borgarbyggð lærðu margt. Blásið verður til fjölskyldhátíðar á Úlfljótsvatni um verslunarmanna- helgina þar sem mikið verður um dýrðir. Tjaldstæðið verður að venju opið öllum og ókeypis er fyrir 16 ára og yngri. Dagskráin er ekki af verri end- anum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Innifalið í gistigjaldinu eru varðeldar sem loga munu dátt og poppað verður yfir opnum eld- inum. Leikhópurinn Lotta stígur á svið, yngra fólkinu til mikillar gleði. Myndapóstaleikur, folf-kennsla og hið feikivinsæla vantasafarí verður svo einnig á sínum stað. Fyrir aðra dagskrárliði er hægt að kaupa dagskrárpassa sem gildir alla helgina en einnig er mögulegt að kaupa aðgang að einstaka dag- skrárliðum. Sem dæmi um frekari skemmtun á svæðinu má nefna bog- fimi, báta, klifurturn, hoppukastala og skátasmiðjur. Fyrir yngstu krakkana verður sér- stakur bananaleikur í gangi á tjald- stæðinu alla helgina en þar eru krakkarnir hvattir til að leysa hin ýmsu verkefni eins og til dæmis að teikna mynd af Úlfljótsvatni, búa til blómvönd, spreyta sig á þrautabraut eða hjálpa til við kvöldmatinn. Þeg- ar þau hafa lokið 12 af 16 mögu- legum verkefnum fá þau gefins litla gjöf og banana í þjónustumiðstöð- inni. Úlfljótsvatn er fjölskyldutjald- svæði og því gerð krafa um kyrrð á svæðinu frá miðnætti. Þá er ölvun ekki leyfileg á svæðinu. Mikið fjör framundan um verslunarmannahelgina Fjör Leyndardómar Úlfljótsvatns verða öllum ljósir í kajaksiglingunni. Fjölskyldufjör á Úlfljótsvatni Mmm Grillið er ekki af verri endanum og svöngum er óhætt að mæta. Upp Klifurkettir ættu að drífa sig á Úlfljótsvatn því þar er klifurturn. Risa pandabirnan Jia Jia náði í gær þeim merka áfanga að verða þrjátíu og sjö ára gömul, en það jafnast á við 100 ár í lífi manna. Heldur hún til dýragarði í Hong Kong og nýtur þar mikilla vinsælda. Setti hún því ekki eitt heldur tvö heimsmet á afmælisdaginn, en hún er annars vegar elsta panda sem nokkurn tímann hefur verið í haldi og hins vegar elsta pandan sem er enn í haldi og á lífi. Meðalaldur pandabjarna er um tuttugu og fimm ár. 37 ára pandabirna slær í gegn Fékk veglega afmælisköku og pláss í heimsmetabók Guinness AFP Afmælisbirna Jia Jia gengur áfjáð í átt að afmælistertu sem freistaði hennar. Vinsæl Minjagripaverslun í Hong Kong til heiðurs Jia Jia er vel sótt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.