Morgunblaðið - 29.07.2015, Side 21

Morgunblaðið - 29.07.2015, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 ✝ Hafdís Ingv-arsdóttir fæddist 4. mars 1947 í Reykjavík. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 18. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru Ingvar Guðjónsson bif- reiðastjóri, fædd- ur 26.9. 1919, að Stirtlu (Dals- mynni), flutti að Eiríksbakka í hjóna. Hafdís giftist Hilmari Bjarnasyni smið, f. 15.8. 1950, þann 3.3. 1973, þau slitu sam- vistir. Foreldrar hans voru þau Bjarni Loftsson, f. 27.12. 1905, d. 13.4. 1991, og Svan- hvít Rútsdóttir, f. 10.8. 1911, d. 21.4. 1989. Börn þeirra Haf- dísar og Hilmars eru Ingvar Örn, f. 14.9. 1971, Svana Fjóla, f. 27.6. 1975, og Birna Svan- hvít, f. 8.2. 1982. Hafdís menntaði sig við Gagnfræða- skóla verknáms í Reykjavík og svo við Húsmæðraskólann. Hún starfaði við hin ýmsu störf í gegnum tíðina en lengst af starfaði hún hjá Ís- landspósti, eða í yfir 30 ár. Hafdís var jarðsungin frá Háteigskirkju 28. júlí 2015. Biskupstungum 1921, hann lést 17.5. 2008, og Fjóla H. Halldórs- dóttir, fædd 25.6. 1923, í Reykjavík en hún ólst lengst af upp hjá móð- urforeldrum sín- um í Riftúni í Ölf- usi, síðar í Hveragerði, hún lést 27.11. 2013. Hafdís var einkadóttir þeirra Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Í dag er til moldar borin Haf- dís Ingvarsdóttir, góð vinkona mín til margra ára. Eitt af því dýrmætasta í lífinu er falleg og sönn vinátta. Hafdís hafði allt sem góða vinkonu prýð- ir. Hún var heilsteyptur persónu- leiki sem vildi öllum vel og ein- kennandi fyrir hana var létt lund og glaðværð. Við hlógum saman að mörgu, stundum bara að smá- munum og oft að okkur sjálfum. Símtölin góðu verða ekki fleiri og að röddin hennar sé þögnuð er svo erfitt að sætta sig við. Þegar árin færðust yfir tókum við upp þann sið í kringum af- mælin okkar að bjóða hvor ann- arri í leikhús eða á tónleika. Þess- ar kvöldstundir byrjuðu á góðri máltíð og enduðu á spjalli um við- burðinn. Síðast sáum við Billy El- liot og núna var hún búin að ákveða skemmtilega sýningu í október. Svona var Hafdís. Hún lét sjúkdóminn sem hún barðist við í nokkur ár ekki stoppa sig í neinu. Hafdís sýndi aðdáunarverða bjartsýni í veikindunum. Hún kvartaði aldrei og var þakklát bæði læknum og öðrum sem studdu hana. Trúin á Guð og hið góða hjálpaði henni að takast á við erfiðleikana. Sannkölluð hetja er farin frá okkur. Hetja sem lét aldrei bug- ast, heldur horfði fram á við. Vinátta hennar var mér mikils virði og fyrir hana þakka ég af heilum hug. Við fráfall hennar eiga margir um sárt að binda en börnin þó mest. Þau reyndust móður sinni vel alla tíð. Fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Sigrún L. Baldvinsdóttir. Elsku Hafdís mín. Ég er enn að átta mig á því að þú sért farin og hafir kvatt jarð- neskt líf, ég vissi að þú varst haldin illvígum sjúkdómi sem myndi hafa betur að lokum, en alltaf hélst þú og við öll sem þekktum þig í vonina um bata, þú varst svo trúuð og sigurviss. Margan fjársjóðinn geymi ég í sjóði minninganna, söknuðurinn er sár, það var svo yndislegt að eiga þig sem vinkonu frá barn- æsku og til þess tíma er þú kvaddir þennan heim, ég er viss um að vel hefur verið tekið á móti þér, foreldrar þínir og aðrir ást- vinir sem farnir voru á undan þér, þinn tími var kominn. Það var svo erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að hittast, spjalla saman, ferðast saman inn- anlands sem utan, sem við gerð- um svo oft. Fara saman á Alfa, sem þú naust svo vel, þú varst svo góð og yndisleg persóna, þú varst svo glöð og kát og með ljúfa nærveru, öllum sem kynntust þér þótti vænt um þig. Ég sakna svo hlátursins, góða húmorsins, því alltaf sást þú spaugilegu hliðina í öllu og þá var hlegið innilega, þú varst alltaf svo fjörug og orðheppin og það voru alltaf svo notalegar stundir þegar við vinkonurnar komum saman því ég og Ingileif áttum vináttu þína í 60 ár, við hittumst fyrst í sjö ára bekk í Melaskóla. Ég má ekki gleyma yndislegu foreldrum þínum sem tóku mér opnum örmum við fyrstu kynni, þú varst þeirra einkabarn. Þau buðu mér alltaf með í bíltúr og ferðir sem þið fóruð í. Þú varst mikil hesta- og sveitastelpa er við vorum ung- lingar og þú leyfðir mér oft að koma með í sveitina þína og kynnast æskuslóðun föður þíns í Biskupstungum. Nokkrar ferðir fórum við til Huldu á Eiríks- bakka sem var föðursystir þín og gistum þar. Þú eignaðist fjölskyldu, elsku Hafdís mín, þrjú yndisleg börn, þú varst svo dugleg að koma með þau í heimsókn þegar ég bjó í Grindavík, en síðar lágu leiðir mínar og minna barna til Reykja- víkur og svo Kópavogs og það efldi betur vináttuna. Elsku vinkona, það er komið að leiðarlokum samveru okkar hér, en við munum hittast á nýj- um stað. Þakka þér fyrir allt liðið. Guð blessi þína minningu og veri með börnunum þínum á erfiðum tímum. Vertu kær kvödd elsku Hafdís mín. Þín æskuvinkona, Svanhvít Hallgrímsdóttir. Hvernig kveður maður vin sinn eftir meira en 60 ára vin- áttu? Það eru svo margar minn- ingar, svo margt sem er brallað á heilum 60 árum. Við Hafdís, vinkona mín, kynntumst fyrst sjö ára stelpu- hnokkar í Skjólunum. Hafdís var strax sem barn svo ljúf og kát og frá fyrstu kynnum var hún mín besta vinkona, hún var einbirni og ég átti enga systir svo við vor- um sem systur. Við vorum ekki háar í loftinu er við fórum að passa börn og oft voru vagnarnir svo stórir að við sáum varla upp fyrir og stundum vorum við að metast um hvor væri með flottari vagn. Einu sinni ætluðum við að búa til röndóttan lit og settum við nokkra vaxliti í blikkdós og sett- um hana á ofninn í eldhúsinu heima hjá Hafdísi og daginn eftir fórum við að athuga með hvort það væri ekki komin röndóttur litur í boxið, en viti menn, þar var bara svört klessa og mikið hlógu þau Ingvar og Fjóla, foreldrar Hafdísar, að þessu uppátæki okkar. Við Hafdís vorum fermingar- systur og fermdumst í Fríkirkj- unni í Reykjavík. Eftir skyldu- námið fór Hafdís í verknámið í Brautarholti og síðan í Hús- mæðraskólann í Reykjavík, ég fór í skóla í Danmörku í hálft ár og svo að vinna, en við Hafdís fór- um á mörg handverksnámskeið saman, t.d. sníðateikningu og kjólasaum. Við vorum saman í unglingaklúbbi sem hét Vita- klúbburinn og fórum í mörg ferðalög með honum og man ég er við fórum fyrst í Þórsmörk og tjölduðum þar um verslunar- mannahelgi og Matti var með okkur. Við höfðum aldrei tjaldað áður og gekk það heldur brösu- lega og endaði með því að við bundum tjaldið í nærliggjandi tré, það var allt skakkt og Matti vaknaði alltaf hálfur út úr tjald- inu því við vorum ekki á mjög sléttum stað, en mikið var hlegið. Okkur fannst mjög gaman að dansa og fórum allar helgar til að dansa, ekki smökkuðum við vín né reyktum en að dansa gömlu dansana og tvista var toppurinn á tilverunni í þá daga. Svo tók alvara lífsins við og við giftum okkur og áttum börnin okkar, hún Ingvar, Svönu og Birnu, en ég fjóra stráka. Við ráðfærðum okkur hvor við aðra í barnauppeldinu. Síðustu ár voru Hafdísi mjög erfið á margan hátt, missir for- eldra, skilnaður og veikindi, en alltaf reyndi hún að harka af sér og alltaf var stutt í hláturinn og léttu lundina og hjálpaði það henni mikið í gegnum allt það sem var lagt á hana. Hún var að vinna fram á síðustu stundu og var ekkert á því að gefast upp. Við ferðuðumst mikið saman síðustu árin og eru þær stundir ómetanlegar nú þegar kemur að kveðjustund. Það er sárt að hugsa til þess að ekki verður komið oftar saman heima hjá þér og hlegið dátt eins og vaninn var, en minningin um frábæra vin- konu lifir með okkur og við mun- um koma saman vinkonurnar í minningu Hafdísar. Móðir mín, sem er látin, sagði oft að hún ætlaði að sitja á skýj- unum og fylgjast með okkur hér niðri og hlæja að streðinu við þessa veraldlegu hluti. Nú er Hafdís mín sest hjá henni á skýið og þær dingla fótunum og hlæja að okkur þar sem við erum að fárast yfir þessum fánýtu verald- legu hlutum. Góður Guð blessi þig, elsku Hafdís, og börnin þín. Ég sakna þín, elsku vinkona. Þín vinkona, Ingileif Ögmundsdóttir. Ég var sex ára þegar ég kynntist þér fyrst. Alltaf var ég velkomin á heimili þitt, fyrst á Nýbýlavegi og síðar í Efstahjall- anum og á ég margar góðar minningar þaðan. Elsku Hafdís, minning um afburða góð- mennsku þína og húmor lifir. Sigrún Edda Hauksdóttir. Í dag kveðjum við með söknuði Hafdísi Ingvarsdóttur, sam- starfsfélaga okkar til margra ára. Hafdís starfaði sem bréfberi hjá Íslandspósti í rúmlega 30 ár. Hún var mjög duglegur og áreiðanleg- ur starfsmaður sem mátti ekki vamm sitt vita og alltaf boðin og búin að veita aðstoð ef veikindi komu upp í vinnunni. Hafdís var ávallt glöð og hress. Hún greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum en sigraðist á því og átti góðan tíma áður en það tók sig aftur upp árið 2013. Allan þennan tíma sýndi hún mikið hugrekki og æðruleysi. Hún var staðráðin í að sigrast á veikindum sínum en varð að lok- um að lúta í lægra haldi. Hún stundaði vinnu allan þann tíma sem hún glímdi við veikindi sín, sló hvergi af og vildi ekki minnka við sig vinnu þótt henni stæði það til boða. Þrátt fyrir veikindi sín var Hafdís m.a. dug- leg að sækja tónleika og leikhús og hafði af því mikla ánægju. Í byrjun júní fór Hafdís svo með nokkrum núverandi og fyrrver- andi vinnufélögum sínum í ferð til Ítalíu og dvöldu þær við Gardavatnið á yndislegum stað og ferðuðust þær um svæðið og naut hún ferðarinnar til hins ýtr- asta. Eftir heimkomuna frá Ítalíu hrakaði heilsu hennar mjög og lést hún á líknardeildinni þann 18. júlí síðastliðinn. Með þessum orðum kveðjum við vinnufélag- arnir góðan samstarfsfélaga til margra ára og vottum börnum hennar okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Hafdísar Ingvarsdóttur. Fyrir hönd starfsmanna Ís- landspósts, Dalshrauni 6, Hafn- arfirði, Valdís Þ. Vilhjálmsdóttir. Hafdís Ingvarsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA ÞORBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, bóndi, Hraunholtum, Kolbeinsstaðahreppi, sem lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 20. júlí, verður jarðsungin föstudaginn 31. júlí kl. 14 frá Kolbeinsstaðakirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Nýrað, félag nýrnasjúklinga, 0334-26-001558, kt. 670387-1279, og skilunardeild Landspítalans við Hringbraut. . Sigurður Þ. Helgason, Steinar Þór Snorrason, Jóhanna Lára Óttarsdóttir, Sigríður Jóna Sigurðardóttir, Ásberg Jónsson, Ásdís Ólöf Sigurðardóttir, Siguroddur Pétursson, Elísabet Sigurðardóttir, Guðlaugur Þór Tómasson, Jódís Sigurðardóttir, Helgi Sigurðsson, Addý G. Kristinsdóttir, Guðmundur M. Sigurðsson, Sólveig Einarsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Ástkær móðir mín, amma og langamma, SIGURBJÖRG ELÍSABET GUÐLAUGSDÓTTIR, Melgerði 17, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 20. júlí. Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. . Grétar Halldórsson, Arnaldur Grétarsson, Auður Ástráðsdóttir, Röskva Arnaldardóttir, Urður Arnaldardóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir, KATRÍN ÓLÖF BÖÐVARSDÓTTIR læknir, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 22. júlí. Útförin fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð krabbameinsdeildar Landspítala. . Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, Matthías Örn Þórólfsson, Benedikt Arnór Þórólfsson, Böðvar Örn Sigurjónsson, Gestný K. Kolbeinsdóttir, Sigurjón Örn Böðvarsson, Þorsteinn H. Gunnarsson, Inga Þórunn Halldórsdóttir. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR, Snælandi 7, lést í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 21. júlí. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 31. júlí kl. 11. . Jóhann Kristos Lapas, Jóna Björk Helgadóttir, María Lapas, Vilhjálmur Þór Arnarsson, Alexander Lapas, Margrét Guðmundsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir, Sigurður Sigurðsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, HERDÍS KRISTJANA HERVINSDÓTTIR, (Dísa í Vík) Bæjartúni 9, Ólafsvík, lést á Heilbrigðistofnun Vesturlands 22. júlí. Útför fer fram í Ólafsvíkurkirkju þriðjudaginn 4. ágúst kl. 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ólafsvíkurkirkju kt. 500269-4999 reikn. 0194-26-76. . Vigfús Kr. Vigfússon, Kristín Vigfúsdóttir, Björn Erlingur Jónasson, Óðinn Pétur Vigfússon, Sonja Riedmann, Gunnhildur Linda Vigfúsdóttir, Heiðar E. Friðriksson, Hlynur Vigfússon, Olga Eremína, Guðrún Jóhannesdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, AÐALBJÖRG AÐALBJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis á Valþjófsstað í Fljótsdal, lést þann 24. júlí á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum. Útförin fer fram frá Valþjófsstaðakirkju laugardaginn 1. ágúst kl. 14. . Bjarni Guðjónsson, Jón Þór Tryggvason, Katrín Erla Kjartansdóttir, Guðjón Bjarnason, Kristinn Bjarnason, Una Birna Bjarnadóttir, Hafdís Björg Bjarnadóttir, Sigurbjörg Svana Jónsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.