Morgunblaðið - 29.07.2015, Page 22
✝ Svava Sum-arrós Ásgeirs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 26. júlí
1934. Hún lést á
Landspítalanum
20. júlí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Ásgeir Þor-
láksson frá Bakka á
Mýrum, Austur-
Skaftafellssýslu, f.
1908, d. 1974, og
Svanfríður Sigurðardóttir frá
Húsanesi, Búðasókn, Snæfells-
nesi, f. 1908, d. 1978. Svava var
önnur í röð fjögurra systkina.
Systkini hennar eru Sigurgeir,
f. 21. sept. 1928, Þorlákur, f. 4.
des. 1935 og Sesselja Guð-
Bjarni, f. 2000, og b) Jóhann, f.
1988. Sambýliskona hans er
Anna Rut Bjarnadóttir.
Börn Þorvaldar og Svövu eru
1) Esther, f. 6. desember 1955,
maki Guðjón Kristleifsson, f. 7.
maí 1953. Þeirra synir eru a)
Bjarki, f. 1978, kvæntur Val-
gerði Kristjánsdóttur. Börn
þeirra eru: Óliver, f. 2006, og
Esther Emilía, f. 2010. b) Þor-
valdur, f. 1984, kvæntur Sigríði
Tinnu Heimisdóttur og c) Krist-
leifur, f. 1988, kvæntur Berglind
Svönu Blomsterberg. 2) Matt-
hías Gísli, f. 15. júní 1966, maki
Ljósbrá Baldursdóttir, f. 24. júní
1971. Börn þeirra eru: a) Hrafn-
hildur Ýr, f. 1991 b) Eysteinn
Orri, f. 1997 c) Svava Sól, f.
2000, d) Viktor Axel, f. 2007, og
e) Eva Fanney, f. 2009. Fyrir átti
Matthías dóttur, Söndru, f. 1989.
Móðir hennar er Hlín Guðjóns-
dóttir.
Svava ólst upp í Kleppsholt-
inu. Eftir hefðbundna skóla-
göngu vann hún við ýmis af-
greiðslu- og þjónustustörf.
Meðal annars starfaði hún hjá
Silla og Valda á Langholtsvegi, í
Hvítárvallarskála og Reykholti í
Borgarfirði og við síldarsöltun á
Raufarhöfn. Svava og Þorvald-
ur stofnuðu svo saman heild-
verslunina Skjólborg árið 1972
sem þau ráku saman í yfir 30 ár,
fyrst á Miklubraut 15, síðan á
Klapparstíg 38 og síðustu árin í
Skútuvogi 12.
Svava var hagleikskona og
lék allt í höndum hennar, hvort
sem um var að ræða saumaskap,
hönnun eða annað handverk.
Tónlist var henni mjög hug-
leikin, enda músíkölsk og söng-
elsk. Þá var hún einnig lipur
dansari, en hún lærði dans á
yngri árum. Þau hjónin spiluðu
bæði bridge og hún spilaði auk
þess með Bridgefélagi kvenna.
Útför Svövu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 29. júlí 2015,
kl. 11.
munda, f. 22. nóv.
1936.
Hinn 7. sept-
ember 1956 giftist
Svava Þorvaldi
Jóni Matthíassyni,
stórkaupmanni frá
Skálará í Keldudal,
Dýrafirði, f. 29.
apríl 1934, d. 23.
jan. 2015. Saman
eignuðust þau tvö
börn. Fyrir áttir
Svava dóttur, Ásgerði Þór-
isdóttur, f. 21. mars 1953, sem
Þorvaldur gekk í föðurstað.
Hennar maki er Kristinn Sig-
mundsson, f. 1. mars 1951.
Þeirra synir eru a) Gunnar, f.
1979. Sonur hans er Mikael
Elsku Svava.
Það er ótrúlegt að þú sért
farin. Það er svo erfitt að sætta
sig við þetta. Að missa bæði
þig og Valda með svona stuttu
millibili er afar sárt. Ég hef
undanfarna daga verið að rifja
upp allar þær góðu stundir sem
ég hef átt með ykkur báðum.
Allar stundirnar í Rauðagerði,
en það var okkar annað heimili
þegar við vorum að byrja okk-
ar búskap. Ég man vel eftir öll-
um skemmtilegu stundunum
þar í garðinum í sólbaði, við
eldhúsborðið að spila og við
matarborðið þar sem þú hafðir
galdrað fram yndislega máltíð.
Það var alltaf líf og fjör í
kringum þig, enda varstu
fjörug og skemmtileg og alltaf í
góðu skapi. Aldrei man ég eftir
að þú hafir kvartað yfir ein-
hverju, það var ekki þinn stíll.
Það er ekki annað hægt að
segja en að það hafi verið for-
réttindi að kynnast ykkur
Valda, góðmennsku ykkar og
gleði. Þið Valdi voruð ávallt
boðin og búin til að hjálpa og
hvetja okkur Matta. Þið lögðuð
ykkur fram við að vera hvetj-
andi og uppbyggjandi og það er
mikilvægt að fá þannig stuðn-
ing. Börnin okkar hafa fengið
að njóta þess að hafa átt ykkur
að sem ömmu og afa og gátu
þau alltaf leitað til ykkar með
hvað sem var.
Þú sagðir mér oft að þú
hefðir alltaf ætlað að eiga stóra
fjölskyldu. Sá draumur hefur
ræst því þú átt heilan hóp af
börnum, tengdabörnum, barna-
og barnabarnabörnum. Við
söknum þín öll svo sárt.
Að fá að eiga þig sem
tengdamömmu hefur verið
heiður, ég er þér svo þakklát
fyrir stuðninginn og fé-
lagsskapinn, elsku Svava. Þú
hefur kennt mér svo margt,
hjálpað mér að þroskast og
verða betri manneskja. Ég
mun svo sannarlega gera mitt
til að halda minningu þinni á
lífi.
Ljósbrá Baldursdóttir.
Elsku amma Svava. Ég
skrifa þessa minningargrein á
81. afmælinu þínu og því vil ég
byrja á að óska þér innilega til
hamingju með daginn. Ég vildi
að við hefðum haft tækifæri til
að halda upp á hann saman
með allri fjölskyldunni en ætli
við verðum ekki að láta 80 árin
duga í þetta sinn.
Þú hefur yfirgefið partíið. Þú
sem varst svo mikil félagsvera
ert farin frá okkur öllum svona
snögglega á eftir afa Valda. Og
mér sem fannst alltaf frekar
eins og að hann væri að elta
þig. Jæja, ég er þó handviss
um að endurfundirnir hafa ver-
ið góðir. Ég sé þá fyrir mér
þannig að hann hafi tekið á
móti þér með opnum örmum,
faðmað þig og kysst, og sagt
svo með risastórt glott á andlit-
inu: „Svava mín, ég vissi svo
sem allan tímann að þú gætir
ekki verið mikið lengur án
mín.“
Amma, þú hefur náttúrlega
hrist hausinn og hneykslast yf-
ir þessu, en það var alltaf stutt
í grínið hjá ykkur tveimur og
ég veit að þér líður best með
afa. Í mínum augum eruð þið
tvö stórkostlegar fyrirmyndir
og munið nú fá að hvíla saman í
friði, að eilífu.
Þegar ég hugsa til þín
amma, þá á ég erfitt með að
velja bestu lýsingarorðin þar
sem þú átt innstæðu fyrir svo
mörgum þeirra. Þú varst svo
indæl, dugleg, fyndin, sniðug,
gestrisin, kraftmikil, hjartahlý
og umfram allt – góð amma.
Fyrir mér bjóstu einnig yfir
svo mikilli góðmennsku og
dugnaði að það verður erfitt
fyrir okkur hin að halda í við
þig. En þessir kostir fylgdu þér
alveg fram á síðasta dag.
Ég hef alltaf haft það á til-
finningunni að þú hafir verið
besta týpan af þessari klass-
ísku ömmu sem nokkur mann-
eskja gæti óskað sér að eiga.
Þessi týpa sem lætur barna-
börnunum sínum líða eins og
þau séu mikilvægasta fólkið í
heiminum og finnst að allar
þeirra athafnir ættu að vera í
heimsfréttunum. Þessi týpa
sem eldar svo góðan og mikinn
mat að áður en maður nær að
kyngja síðasta bitanum af kú-
fullum diski varst þú mætt,
tilbúin að fylla á og engin mót-
mæli tekin gild. Maður á aldrei
að leifa mat og það er alltaf
pláss fyrir desert. Ég skal sko
ekki gleyma því.
Það er mér erfitt að hugsa
til þess að fá aldrei aftur að
koma í heimsókn til þín, vera í
návist þinni, hlusta á sögurnar
þínar eða fá að spila við þig.
Nú, eða horfa á þig leggja kap-
al með eldgömlu spilunum þín-
um, en eins og þú sagðir mér
einu sinni þá er ekkert vit í því
að endurnýja eitthvað sem ger-
ir enn þá sitt gagn. Ég skal
ekki gleyma því heldur.
Að hafa misst ömmu og afa
úr Rauðagerðinu bæði tvö á
sama árinu er ótrúlega súrreal-
ísk tilhugsun. En eins og vitur
maður sagði mér í dag, þá er
þetta eitthvað sem að við hin,
sem eftir erum, getum engu
um ráðið. Það stóri gaurinn
uppi sem verður víst að fá að
hafa þetta allt eins og hann vill.
Og þá er aðeins eitt sem maður
getur gert, en það er að horfa
til baka og vera þakklátur fyrir
þá góðu ævi sem þau fengu að
njóta og einnig fyrir allar þær
góðu stundir sem við fengum
að eyða í návist þeirra.
Amma og afi, ykkar verður
sárt saknað og ég mun hafa
ykkur í hjarta mínu svo lengi
sem ég lifi. Megið þið hvíla í
friði.
Hrafnhildur Ýr Matt-
híasdóttir.
Elsku besta langamma.
Ég vona að þér líði vel. Ég
bið að heilsa afa. Öll fjölskyld-
an saknar ykkar.
Amma var alltaf hress og
kát. Hverja einustu stund. Guð
mun vernda þig og afa það sem
eftir er.
Þinn,
Óliver.
Skyndilega dró ský fyrir
sólu þegar mér var sagt að
Svava systir mín væri með al-
varlegan sjúkdóm, æxlið væri
illkynja, það leit ekki vel út
með bata. Óskin um að birta
mundi til var þó til staðar en
allt kom fyrir ekki. Systir mín,
sem sýndi aðdáunarvert æðru-
leysi, þurfti að lúta í lægra
haldi. Mér er ljúft að minnast
hennar og er þá hugsað til
æskuáranna þegar við, smá-
stelpur, vorum að vaska upp og
sungum þá gjarnan á meðan,
hvert lagið af öðru. Stundum
svo vel að okkur fannst, að við
fórum inn á bað fyrir framan
spegil til að sjá okkur og
heyra. Lalli bróðir kom þá
stundum líka og bætti um bet-
ur og oft varð mikið grín úr
þessu.
Þeir tímar komu að leiðir
foreldra okkar skildu. Við vor-
um þá áfram á heimilinu hjá
Svava Sumarrós
Ásgeirsdóttir
pabba en Siggi, elsti bróðir
okkar, hafði stofnað sína fjöl-
skyldu og var farinn að heim-
an. Vinátta og samheldni okkar
systkinanna allra var besta
veganestið í gegnum þessa
tíma.
Margar eru minningarnar
þar sem Svava er spilandi á
gítarinn og þá ekki síst þegar
kom að gleðskap eða afmælum
í fjölskyldunni og var þá Valdi
liðtækur á nikkuna. Ég man
söguna vel sem Lalli bróðir
sagði svo oft, en þá kom hann
við á Raufarhöfn þar sem
Svava vann við síldarsöltun.
Hann kom um kvöld og var þá
gleðskapur í samkomuhúsinu.
Er hann kom í dyrnar sá hann
Svövu systur sína, ásamt tveim
öðrum síldarstúlkum uppi á
sviði syngjandi og spilandi á
gítarinn fyrir fullu húsi, lagið
„Segl bera hann til mín“, og
vildi Lalli meina að hann hafi
aldrei heyrt það betur sungið
og var það alltaf óskalag hans
þegar komið var saman í gleð-
skap eftir þetta
Ég leyfi eftirfarandi línum
úr ljóðinu að flytja kveðju frá
Lalla til Svövu systur: „Svíf þú
sunnanvindur, segðu honum frá
mér.“ Mörgum þótti það skond-
ið að við systur þyrftum að tala
saman á hverjum degi, stund-
um mörgum sinnum á dag. Við
ræddum hvað ætti að gera
þann daginn eða gáfum hvorri
annarri ráð. Oft þegar átti að
sauma fórum við saman í bæ-
inn að finna efni og var þá
gjarnan keypt eins efni sem við
svo saumuðum í kjóla fyrir
dætur okkar litlar.
Ferðalög okkar hjóna voru
mörg um landið og eru góðar
minningar þaðan sem setja
bros á vör. Nú að leiðarlokum
vil ég biðja Guð að blessa öll
börnin hennar og fjölskyldur.
Ég kveð þig elsku systir með
ljóðinu „Mamma ætlar að
sofna“ sem við sungum svo oft
saman.
Sestu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt.
– Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfyllast má.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.
(Davíð Stefánsson)
Þín systir,
Sesselja (Sella systir).
Elsku Svava frænka okkar
hefur kvatt okkur eftir stutt og
erfið veikindi.
Við systkinin sitjum hér og
minnumst elskulegrar frænku.
Minningarbrot, sem öll eiga
það sameiginlegt að vera góð,
koma upp í hugann. Svava
frænka var glæsileg kona með
góða nærveru en umfram allt
einkenndist viðmót hennar af
væntumþykju og umhyggju.
Svava var systir mömmu
okkar en tveir bræður voru í
hópnum, Lalli, sem var á milli
þeirra systra og Siggi, nokkr-
um árum eldri. Það hefur verið
okkur systkinunum gott vega-
nesti að sjá og upplifa þann
kærleika og samheldni sem
ríkti milli þeirra alla tíð.
Samband mömmu og Svövu
var mjög náið. Við munum eftir
daglegum símtölum þeirra á
milli; á morgnana til að ræða
verkefni dagsins, eftir hádegi
til að fara yfir hvað var gert,
bakað, þrifið, saumað eða ann-
að sem gera þurfti.
Það var alltaf gott að koma
til Svövu frænku, hún tók jafn-
an á móti okkur með opinn
faðminn og bros á vör. Svava
fylgdist af áhuga með okkar
uppvexti frá fyrstu tíð. Til
dæmis þegar Maggi fæddist á
jólanótt gaf hún sér tíma til að
koma og knúsa nýjasta fjöl-
skyldumeðliminn, með fyrstu
jólagjöfina; bangsa sem fylgir
Magga enn. Við sem yngri er-
um fengum að njóta þess að
vera í pössun hjá Svövu og
Valda. Þar leið okkur eins og
heima enda Svava barngóð og
hjartahlý. Kvöldkaffið á að-
fangadagskvöld er okkur einn-
ig í fersku minni. Minningar-
brot frá sumarbústaðnum upp
við Geitháls, ferðalögum fjöl-
skyldunnar á árum áður og
fjölskylduboðunum. Svava
gjarnan með gítarinn en aðrir
að syngja með. Ákveðin lög
sungu systurnar með tilþrifum
og raddbeitingu sem þeim ein-
um var lagið. Þessi lög lifa
meðal okkar og munu þau og
allar ánægjustundirnar ávallt
minna okkur á Svövu frænku
og hláturinn hennar.
Svava bjó þeim Valda og
börnunum, einstaklega glæsi-
legt og hlýlegt heimili. Í seinni
tíð þegar við vorum orðin eldri
og heimsóttum þau, var jafnan
á borðum heimabakað með
kaffinu sem var gott að gæða
sér á.
Við systkinin og fjölskyldur
okkar þökkum þér elsku Svava
fyrir samfylgdina og biðjum
góðan Guð að styrkja alla þína
afkomendur og systkini.
Hvíl í Guðs friði, kæra
frænka.
Guðrún, Ásgeir, Magn-
ús, Ingunn og Helga.
Svava var yndisleg kona.
Hún var glæsileg í útliti og
geislaði frá henni ást, orka og
umhyggja. Svava var góð
manneskja sem lagði sig fram
við að hjálpa og gleðja það fólk
sem hún umgekkst. Brosmild
og blíð í skapi. Öllum leið vel í
návist hennar enda var hún
elskuð af mörgum.
Það var mikil gæfa í lífi
hennar þegar hún giftist Þor-
valdi Matthíassyni stórkaup-
manni. Óhætt er að segja að
þau bjuggu við mikið barnalán.
Þau elskuðu börn sín innilega
og hægt er að fullyrða að þau
gáfu barnabörnunum sem
komu eitt af öðru allar þær
gjafir sem afar og ömmur eru
fær um að láta í té.
Svava og Þorvaldur voru af-
ar samrýnd og voru margar
fagrar stundirnar í samlífi
þeirra, enda mjög samstillt í
öllu því sem þau tóku sér fyrir
hendur. Árið 1972 stofnuðu þau
heildverslunina Skjólborg og
ráku hana af mikilli fyrir-
hyggju allan sinn starfsaldur.
Það voru ófáar ferðirnar sem
þau fóru saman til útlanda að
kaupa inn fatnað og vefnaðar-
vörur. Svava var mikil
hagleikskona og mjög smekk-
vís í innkaupum, og í því fólst
galdurinn að vörur Skjólborg-
ar seldust vel um land allt.
Ég naut þess vel að vera í
návist þeirra hjóna. Ljósbrá
dóttir mín er gift Matthíasi
Gísla. Það voru margar gleði-
stundir sem ég átti með þeim
Svövu og Þorvaldi og barna-
börnunum okkar í gleði og
leik. Svava lagði fram alla
krafta sína til að þroska þau
og efla. Oft var tekið í spil
enda góður bridgemaður í
hverju rúmi. Svava hafði yndi
af söng og dansi, músíkölsk og
söngelsk. Sjálf lék hún á gítar.
Það varð Svövu mikið áfall
að missa mann sinn í upphafi
nýs árs. Sjálf veiktist hún
skömmu síðar og var síðustu
daga lífsins helsjúk. Við sem
trúum á góðan Guð og upprisu
mannsins getum glaðst yfir
því að Svava mun aftur öðlast
hamingju á ný í örmum
mannsins sem hún elskaði og
dáði.
Úr lindunum djúpu leitar
ást guðs til þín
yfir öll höf.
Hún ferjar þig yfir fljótið
og færir þér lífið að gjöf.
Og söngnum sem eyrað ei nemur
þér andar í brjóst.
Dreymi þig rótt,
liljan mín hvíta
sem opnast á ný í nótt.
(Gunnar Dal.)
Baldur Óskarsson.
Það nísti um hjarta mitt
þegar ég fékk símtal um að
Svava væri dáin. Á mjög
skömmum tíma veiktist hún og
háði erfiða baráttu uns yfir
lauk, aðeins hálfu ári eftir að
hennar heittelskaði eiginmað-
ur kvaddi. Ég get ímyndað
mér að það sé erfitt eftir 50 til
60 ára samband þegar annar
aðilinn fer og ekki er óalgengt
að hinn aðilinn fari skömmu
síðar.
Þau voru svo samrýnd,
unnu allt saman. Ég kynntist
Svövu fyrir allmörgum árum
þegar mér var boðið í sum-
arbústaðarferð 8 konur að
spila bridge og hélst sá fé-
lagsskapur áfram alveg þar til
ein úr hópnum kvaddi hún
Inga Lís árið 2010 þá lagðist
klúbburinn af. Það voru ófáar
skemmtilegar stundir sem við
áttum saman. Svava var ein-
stök manneskja og mér er
minnisstætt þegar við vorum í
einni ferðinni þá spyr hún:
Ekki bjó pabbi þinn á Lind-
argötu, hann Haraldur? Jú,
sagði ég, amma og afi áttu hús
þar. Já, þá var það þannig að
foreldrar hennar leigðu af
ömmu og afa svo hún þekkti
pabba vel, var með honum í
skóla og talaði hún mikið um
hvað hann hefði verið góður
við sig. Svava var sannur vin-
ur og raungóð, hún var mjög
góð í bridge þrátt fyrir að hún
segði alltaf að hún kynni ekk-
ert, en svo mikið er víst að
sonur hennar, Matthías, sem
er mjög góður bridgespilari,
hefur svo sannarlega sótt
hæfileika til hennar. Við
reyndum að fá Svövu með okk-
ur til Madeira eitt árið að spila
bridge og hugsaði hún um það
en hún vildi ekki fara nema
Þorvaldur kæmi með og hann
var þá orðinn of veikur til
þess. Þannig að aldrei var far-
in sú ferð sem við töluðum svo
oft um að fara, njóta lífsins og
spila bridge. Það sem var svo
yndislegt við Svövu var bjart-
sýnin, gleðin, hláturinn og sjá
alla hluti í fögru ljósi. Þín
verður sárt saknað og megi
ljósið þitt lifa í hjörtum okkar.
Samúðarkveðjur til allra
þinna.
María Haraldsdóttir
Bender.
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898-5765
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA