Morgunblaðið - 29.07.2015, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
MICHELLE ADAM SEAN
MONAGHAN SANDLER BEAN
POWERSÝNING
KL. 10:35
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
EIN STÆRSTA FJÖLSKYLDUMYND ÁRSINS
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxusÞjóðhátíð í Vestmannaeyjum erfyrir löngu orðin fastur liður um
verslunarmannahelgina og henni
fylgir að sjálfsögðu mikill söngur
og gleði.
Grínistinn, leikarinn, sjónvarps-
og útvarpsþáttastjórnandinn Auð-
unn Blöndal hefur í samvinnu við
sprelligosann Steinda og fleiri
góða menn gert þjóðhátíðarlag.
Lagið sem fór í loftið á sunnudag-
inn og má finna á YouTube undir
nafninu FM95BLÖ - Ég fer á
þjóðhátíð hefur verið skoðað hátt í
36 þúsund sinnum á aðeins tveim-
ur dögum.
Í myndbandi
með laginu má
sjá hvernig
Auðunn og
Steindi takast á
við það ævintýri
að komast til
Vestmannaeyja
á Þjóðhátíð.
IRIS Films,
FM95BLÖ og
StopWaitGo standa að laginu og
heitir það einfaldlega Ég fer á
Þjóðhátíð.
Auðunn Blöndal
Þjóðhátíðarlagið FM95BLÖ slær í gegn
Til þess að komast að því hvað olli
dauða Bobbi Kristina Brown, sem
lést nýlega, þarf að kryfja lík
hennar. Þetta kom fram í yfir-
lýsingu frá læknum sem rannsaka
andlát hennar í Fulton-sýslu í
Georgíuríki.
Bobbi Kristina Brown var 22
ára að aldri þegar hún lést. Hún
hafði verið í dái í hálft ár eftir að
hún fannst meðvitundarlaus í bað-
kari á heimili sínu 31. janúar síð-
astliðinn.
Í frétt breska
blaðsins Indep-
endent kemur
fram að þeir
sem rannsaka
dauða Brown
hafi sagt að
vissulega geri sá
tími sem hún
var í dái þeim
erfiðara fyrir að
finna út hvað or-
sakaði dauða hennar.
Bobbi Kristina
Brown.
Kryfja þarf Bobbi Kristina Brown
» Frumsýning Mission: Imp-ossible - Rogue Nation fór
fram um helgina og mættu allar
stærstu stjörnur myndarinnar á
sýninguna. Þar ber helst að nefna
Tom Cruise og Jeremy Renner en
einnig Rebecca Ferguson og Sim-
on Pegg.
Stjörnurnar gengu inn rauða dregilinn á frumsýningu nýju Mission: Impossible-myndarinnar
Íslandsvinur Tom Cruise mætti glæsilegur á frumsýningu Mission: Imp-
ossible – Rogue Nation í New York um helgina.
Leikkona Rebecca Ferguson stillir sér upp fyrir ljósmynd-
ara og aðdáendur sína fyrir forsýninguna.
Glæsileg Dascha Polanco var klassísk og flott á forsýning-
unni líkt og aðrar stjörnur.
Bros Jeremy Renner lét sig ekki vanta á frumsýn-
inguna en hann er ein heitasta stjarnan í dag.
Flott Alec Baldwin og dóttir hans Ireland Baldwin voru flott
saman á rauða dreglinum.
AFP