Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 23

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 23
sem markvisst er farið að vinna að því að biblían í heild sinni fái íslenskan búning. Vagga þeirrar viðleitni var, eins og kunnugt er, í Skálholti, studd sið- breytingarhugmyndum þar sem boðun á móðurmálinu varð lykilatriði. Starf frumkvöðlanna, ekki síst Odds Gottskálkssonar og Gissurar Einarssonar, bar loks ávöxt í útkomu Guðbrandsbiblíu 1584. Þeir Oddur og Gissur mennt- uðust báðir erlendis og komu út til íslands um svipað leyti (1534/35) þar sem þeir verða, ásamt Gísla Jónssyni, lykilmenn í þeim klerkahópi tengdum Skálholti sem ryður siðbótarritum braut, þar með töldum biblíuþýðingum á móðurmáli. Oddur þýðir Mattheusarguðspjall strax veturinn 1536- 37, að því er talið er. Haustið 1539 hefur hann lokið þýðingu Nýja testamentisins og lætur prenta hana í Hróarskeldu, hugsanlega á eigin kostnað.25 Gissur vinur hans, þá orðinn Skálhohsbiskup, lagði honum lið við að reyna að koma prestum til að kaupa bókina en gekk víst stirðlega, a.m.k. framan af.26 Auk Nýja testamentisins er talið að Oddur hafi lagt drög að þeirri þýðingu á Saltaranum sem Guðbrandur tók upp í biblíu sína 158427 og Páll Eggert Ólason telur að hann geti einnig hafa verið ábyrgur fyrir þýðingu Spámannabókanna.28 Þeir Páll Eggert og Christian Westergaard-Nielsen, sem einna mest hafa fjallað um biblíuþýðingar 16. aldar, töldu líklegt að Gissur og Oddur muni hafa ætlað að þýða alla biblíuna saman og hafi skipt með sér verkum þegar kom að Gamla testamentinu, en ekki enst aldur til þess að fullkomna 25 Jón Helgason, Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Safn Fræðafjelagsins VII. (Kaupmannahöfn: S.L. Möller, 1929), 4-5; Páll Eggert Olason, Menn ogmenntirsiðskiptaaldarinnar á íslandi II (Reykjavík: Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar, 1922), 298-301 og 533-537. 26 Sjá Chr. Westergaard-Nielsen, To bibelske visdomsboger og deres islandske overlevering. Bibliotheca Arnamagnæana XVI (Hafniæ: Ejnar Munksgaard, 1957), 145-147. 27 Jón Egilsson getur um þýðingu Odds á Davíðssálmum í Biskupaannálum sínum, sbr. Páll Eggert Ólason, Menn og menntir II, 557 og seinna leiddi samanburður Guðbrandsbiblíu og saitaraþýðingarinnar í AM 618 4to frá 1586 í Ijós að um sama texta var að ræða, sem Magnús Már Lárusson og Christian Westergaard-Nielsen eigna Oddi, sjá Kirby, Bible translation in Old Norse, 127 og ritgerðir þeirra Magnúsar og Westergaard-Nielsen sem þar er vísað til. Brot úr eldri þýðingu á saltaranum — svokallaður Vínarsaltari — hefur varðveist í handriti frá síðari hluta 16. aldar og er þýðingin skrifuð milli lína latnesks saltaratexta. Þessi þýðing er óskyld þýðingunni sem eignuð er Oddi og gerir Heiko Uecker sem gaf textann út ráð fyrir því að hún hafi orðið til á öldinni fyrir siðbreytingu, sjá Der Wiener Psalter. Cod. Vind. 2713. Editiones Arnamagnæanæ B27 (Kopenhagen: C.A. Reitzel, 1980), lxxxiv-Ixxxvii. 28 Páll Eggert Ó1 ason, Menn og menntir II, bls. 564-567 -- þýðingin hefur einnig verið eignuð Gísla Jónssyni eins og Páll Eggert rekur. 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.