Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 25
og tungutakið er talsvert ólíkt stíl Brands Jónssonar ábóta sem setti saman
Gyðinga sögu á 13. öld:
Kóngur bauð þeim að sæfa svín og hafra
og færa þar fórnir þær er þeim var bannað,
og bannaði hátíðahald og svo þvottdaga-
hald og skurðarskírn. En hvern er eigi héldi
þetta skyldi drepa. ... Hann lét og brenna
allar lögbækur Gyðinga en drepa hvern er
á héldi. Eftir þessu skyldu höfðingjar mjög
leita, og svo eftir konum þeim er veittu
skurðarskírn börnum sínum, þá skyldi þær
kvelja til bana en sveinbörnin festa upp að
hári fyrir hússdurum ok hanga þar til þess
er þeir dæi.
Gyðinga saga 34
.. og lét offra svínakjöti og öðrum óhreinum
kvikindum, svo og fyrirbauð hann
umskurnina en skipaði að fólkið skyldi verja
sig til allsháttaðra svívirðinga ... en hvör
sem eigi vildi hlýðast Antiocho og öllu hans
yfirvaldi sá skyldi deyðast. ... Hann lét og
í sundur rífa og til ösku brenna allar þær
bækur sem Guðs lögmál var á skrifað. Og
hann lét deyða þá alla hjá hvörjum að Guðs
sáttmála bækur fundust og alla þá sem halda
vildu og héldu Guðs lög. ... Þær kvinnur
sem umskáru sín börn voru og í hel slegnar
svo sem Antiochus hafði boðið; foreldrarnir
voru myrtir í sínum eigin húsum en börnin
hengd þar í Makkabeabœkur í BFBS 251
(187r)
Vegna vinsælda Gyðinga sögu voru Makkabeabækurnar líklega eitthvert
best þekkta biblíuefnið meðal fslendinga. Engu að síður fann einhver sig
knúinn til þess að þýða þær á nýjan leik á 16. öld, kannski vegna þess að
Gyðinga saga er vitaskuld ekki ómengaður biblíutexti og þar er báðum
Makkabeabókunum svo að segja steypt saman til þess að komast hjá endur-
tekningum, en í biblíunni er sömu atburðum að nokkru leyti lýst í báðum
bókunum. Auðvitað er nærtækt að gera því skóna að þessi nýja þýðing hafi
tengst áætlunum þeirra Gissurar og Odds um heildarþýðingu biblíunnar,
en það er samt freistandi að spyrja sig hvort þær grimmilegu blóðsúthell-
ingar sem lýst er í textanum hafi haft sérstaka merkingu fyrir fólk sem lifði
umbrotatíma 16. aldar.
Gissur Einarsson og Oddur Gottskálksson urðu sorglega skammlífir og
hugsanlega hefði bókmenntasaga 16. aldar orðið öðruvísi hefði þeirra notið
lengur við. Gísli vinur þeirra Jónsson lifði þá báða og bókagerð hans ber
vitni merkilegum áhuga á því að halda til haga gömlum textum um leið og
34 Wolf (útg.), Gyðinga saga, 7-8. Stafsetning er hér færð til nútímahorfs.
23