Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 39
Shklovskij tekur mörg dæmi um það hvernig rithöfundar hafa beitt fram-
andgervingu sem m.a. hefur verið notuð til skýringa á Biblíutextum, m.a. á
frásögn Lúkasar af Jesú og bersyndugu konunni í húsi Símonar tollheimtu-
manns. Shklovskij bendir á Tolstoj, að hann gerir hlut framandlegan með
því að nefna hann ekki heldur með því að lýsa honum eins og hann sé að
sjá hann í fyrsta sinn. Sú aðferð að sjá hlutina utan við venjulegt samhengi
þeirra, leiddi til þess að í síðustu verkum sínum skoðar Tolstoj kenningar
og helgisiði kirkjunnar einnig með því að gera þau framandleg. Hann setur
þá hversdagslega merkingu orðanna í stað hefðbundinnar trúarlegrar merk-
ingar.
Shklovskij sýnir önnur dæmi þar sem höfundar hafa gripið til hátíðlegs
málfars í sama tilgangi, aðrir hins vegar til hversdagslegs, enn aðrir hafa
notað mállýskur. Allt í sama tilgangi: að hrífa efniviðinn af sviði vélrænnar
skynjunar. f þessu samhengi mætti benda á augljósasta dæmið hér á landi,
það er Nóbelsskáldið. Markmiðið er að fá skynjunina til að nema staðar við
hlutinn svo að sem sterkust áhrif skapist með því að hægja á skynjuninni.
En hér er Biblíuþýðendum nokkur vandi á höndum. Annars vegar þarf
textinn að lúta lögmálum venjulegs prósa þar sem hann þarf að renna mjúk-
lega áfram og þar sem hrynjandi og hljómfall skiptir verulegu máli, en hins
vegar þarf hann að mínu viti einnig að lúta lögmálum fagurbókmenntanna
þar sem textinn verður að ná til skynjunarinnar og af þeirri ástæðu verður
stíllinn markvisst að hægja á þeirri sjálfvirkni sem gildir í textum dagblað-
anna.
Hvort sem menn vilja nú taka kenningar Shklovskijs gildar og hvort sem
menn vilja skilja Biblíutextann sem fagurbókmenntalegan texta eða sem
hversdagslegan texta sem ekki eru gerðar listrænar kröfur til umfram það
að hann sé þokkalega skiljanlegur, þá tel ég að þessi sjónarmið sem hér hafa
verið sett fram eigi við um þýðingu á Biblíunni.
Lokaorð
Þýðing er að mínu viti ekki aðeins í því fólgin að koma merkingu textans til
skila heldur textanum sjálfum. Þetta tel ég frumatriði í þýðingu Biblíunnar.
Þetta var ekki markmið Lúthers, hans markmið var þvert á móti að láta
Móse líta út fyrir að vera Þjóðverja en ekki Gyðing, hann lét sér umhugað
37