Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 39

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 39
Shklovskij tekur mörg dæmi um það hvernig rithöfundar hafa beitt fram- andgervingu sem m.a. hefur verið notuð til skýringa á Biblíutextum, m.a. á frásögn Lúkasar af Jesú og bersyndugu konunni í húsi Símonar tollheimtu- manns. Shklovskij bendir á Tolstoj, að hann gerir hlut framandlegan með því að nefna hann ekki heldur með því að lýsa honum eins og hann sé að sjá hann í fyrsta sinn. Sú aðferð að sjá hlutina utan við venjulegt samhengi þeirra, leiddi til þess að í síðustu verkum sínum skoðar Tolstoj kenningar og helgisiði kirkjunnar einnig með því að gera þau framandleg. Hann setur þá hversdagslega merkingu orðanna í stað hefðbundinnar trúarlegrar merk- ingar. Shklovskij sýnir önnur dæmi þar sem höfundar hafa gripið til hátíðlegs málfars í sama tilgangi, aðrir hins vegar til hversdagslegs, enn aðrir hafa notað mállýskur. Allt í sama tilgangi: að hrífa efniviðinn af sviði vélrænnar skynjunar. f þessu samhengi mætti benda á augljósasta dæmið hér á landi, það er Nóbelsskáldið. Markmiðið er að fá skynjunina til að nema staðar við hlutinn svo að sem sterkust áhrif skapist með því að hægja á skynjuninni. En hér er Biblíuþýðendum nokkur vandi á höndum. Annars vegar þarf textinn að lúta lögmálum venjulegs prósa þar sem hann þarf að renna mjúk- lega áfram og þar sem hrynjandi og hljómfall skiptir verulegu máli, en hins vegar þarf hann að mínu viti einnig að lúta lögmálum fagurbókmenntanna þar sem textinn verður að ná til skynjunarinnar og af þeirri ástæðu verður stíllinn markvisst að hægja á þeirri sjálfvirkni sem gildir í textum dagblað- anna. Hvort sem menn vilja nú taka kenningar Shklovskijs gildar og hvort sem menn vilja skilja Biblíutextann sem fagurbókmenntalegan texta eða sem hversdagslegan texta sem ekki eru gerðar listrænar kröfur til umfram það að hann sé þokkalega skiljanlegur, þá tel ég að þessi sjónarmið sem hér hafa verið sett fram eigi við um þýðingu á Biblíunni. Lokaorð Þýðing er að mínu viti ekki aðeins í því fólgin að koma merkingu textans til skila heldur textanum sjálfum. Þetta tel ég frumatriði í þýðingu Biblíunnar. Þetta var ekki markmið Lúthers, hans markmið var þvert á móti að láta Móse líta út fyrir að vera Þjóðverja en ekki Gyðing, hann lét sér umhugað 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.