Fréttablaðið - 28.04.2016, Síða 34

Fréttablaðið - 28.04.2016, Síða 34
 Alls tók 3.671 nemandi þátt í rannsókninni. Gestir hafa fengið hláturskast þegar þeir opna óvart rangan skáp í forstofunni hjá okkur og sjá hlaupaskóna fylla upp í topp. Jóhanna Eiríksdóttir Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Nútímalistdansbraut JSB Skráningin stendur yfir á www.jsb.is til 30. apríl Inntökupróf á framhaldsskólastig Laugardagur 30. apríl kl.14:30 – 16:00 Skráning í inntökupróf fyrir skólaárið 2016-2017 Inntökupróf fyrir 10-12 ára Sunnudagur 1. maí kl.11:00 – 12:00 Nám og kennsla Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Kennslustaður: l Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. heilsA oG útivist Kynningarblað 28. apríl 20164 „Ég fann hvað hlaupin voru miklu árangursríkari en þeir leikfimi­ tímar sem ég hafði stundað fram að því. Ég hef hlaupið síðustu tutt­ ugu árin og reyni að mæta þrisvar í viku á æfingar með hlaupahópn­ um,“ segir Jóhanna Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur. Jóhanna er forfallinn hlaupa­ gikkur og hefur hlaupið um tuttugu maraþon á fimmtán árum bæði hér heima og erlendis. Hún segir undirbúning fyrir maraþon geta verið talsverða áskorun en fyrir hraust fólk við góða heilsu sé það vel hægt. Þau hjónin deila hlaupa­ ástríðunni og hafa dregið alla fjöl­ skylduna með sér út að hlaupa. „Hlaup eru sniðug fyrir fólk sem langar að gera eitthvað saman og getur vel verið fjölskyldusport,“ segir Jóhanna. „Við hjónin ferð­ umst oft til Flórída í janúar og leit­ um okkur þá gjarnan að maraþoni til að hlaupa í sumarfríinu okkar. Þá eigum við skemmtilegt verk­ efni fram undan til að að vinna að saman. Nú erum við að leggja á ráðin um að hlaupa maraþon með öllum strákunum okkar á næsta ári og í sumar ætla ég til Kölnar þar sem sonur minn býr og hlaupa með honum hálft utanvegamara­ þon. Við eigum fimm börn saman­ lagt og höfum tekið bæði börn og tengdabörn með út að hlaupa. Á sumardaginn fyrsta fórum við til dæmis sjö úr fjölskyldunni í víða­ vangshlaup ÍR og einn sjö ára hljóp fimm kílómetra.“ Aðspurð hvort hlaupaíþróttin sé dýrt sport segir Jóhanna í raun ekkert þurfa nema góða skó. Það sé þó vel hægt að græja sig upp bæði í fatnaði og fylgihlutum og talsvert skápapláss fari undir hlaupabúnað á heimilinu. „Gestir hafa fengið hláturs­ kast þegar þeir opna óvart rang­ an skáp í forstofunni hjá okkur og sjá hlaupa skóna fylla alveg upp í topp,“ segir hún sposk. „Það eru heilmikil vísindi á bak við hlaupa­ skó eftir því við hvers konar að­ stæður á að nota þá og hvernig fólk hleypur. Það er eins í hlaupa­ fatnaðinum og vel hægt að fata sig upp af hlaupafatnaði úr efnum sem anda og halda varma við mismun­ andi aðstæður. Ég hef tæknivæðst í þessu, bæði í sambandi við skó og fatnað, farið í göngugreiningu og keypt mér úr með GPS­mælingu og púlsmæli,“ segir Jóhanna og bætir við að hluti þess sem sé skemmti­ legt við hlaupin sé mælanlegur ár­ angur. „Það er gaman að mæla tíma, hraða og vegalengdir og rekja leið­ ina sem hlaupin var. Fólk sér strax gríðarlegar framfarir á fyrstu vikunni sem það fer út að hlaupa þrisvar. Það er líka stemming í því að deila hlaupadagbókinni með hlaupafélögunum en það að vera hluti af hlaupahóp veitir manni mikinn stuðning. Þegar fólk held­ ur svona hópinn verða til ævarandi vináttusambönd og gott tengslanet því mannlífsflóran í hlaupahóp er afar fjölbreytt. Ég hef hlaupið með mínum hóp í fimmtán ár,“ segir Jó­ hanna. „Hlaup eru alhliða hreyfing og sannað mál að þau bæta líðan, bæði strax eftir æfingu og til lengri tíma. Hlaupin hjálpa manni að stýra mataræðinu, maður belg­ ir sig síður út af óhollustu á leið á æfingu og eftir æfingar sækir fólk frekar í eitthvað hollt. Það er svo einfalt að byrja. Það þarf ekk­ ert nema góða skó og opna svo úti­ dyrnar.“ tuttugu maraþon á fimmtán árum Jóhanna eiríksdóttir fór út að hlaupa fyrir meira en tuttugu árum og hefur ekki stoppað síðan. Hún hefur hlaupið um tuttugu maraþon og hefur dregið alla fjölskylduna með sér í hlaupin. Hún segir hlaup alhliða hreyfingu sem skili fljótt sýnilegum árangri og betri líðan. Jóhanna eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur hefur ekki stoppað síðan hún fór út að hlaupa fyrir meira en tuttugu árum. hún segir hlaupin frábæra alhliða hreyfingu sem skili sér í styrk og vellíðan. mynd/stefán Ný rannsókn bendir til þess að ungu fólki sem þjálfar líkamann eða stundar einhverjar íþróttir gangi betur í námi en þeim sem ekkert hreyfa sig. Þeir sem hreyfa sig reglulega hafa betri heilsu, ein­ beitingu og eiga auðveldara með að stunda rannsóknir. Margt þykir benda til þess að krakkar sem gengur vel í íþróttum fái betri ein­ kunnir en samanburðarhópur. Niðurstöðurnar sýna að mjög mikilvægt er að sameina íþrótta­ starf og nám. Ekki er síður nauð­ synlegt að hreyfa sig þegar komið er í framhaldsskóla. Það er ekki nóg að lesa og lesa. Þeir sem eru duglegir að hreyfa sig ná mun betri árangri en hinir sem liggja heima í sófa. Rannsóknin var gerð í háskólan­ um Carlos III í Madrid og um hana er fjallað í Science Daily. Alls tók 3.671 nemandi þátt í rannsókninni en allir luku þeir prófi árið 2015. Þeir nemendur sem voru dug­ legir að hreyfa sig á námstíman­ um stóðu sig mun betur í námi en hinir. Þá var tekið eftir því að þeir sem stunduðu íþróttir voru heilsu­ hraustari en hinir sem hreyfðu sig ekkert. Reglubundin hreyfing hefur góð áhrif á svo ótalmargt. hreyfing eykur námsgetu 2 8 -0 4 -2 0 1 6 0 3 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 D -D 0 3 4 1 9 3 D -C E F 8 1 9 3 D -C D B C 1 9 3 D -C C 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.