Fréttablaðið - 28.04.2016, Síða 40
Margir veigra sér við að hætta
sér út á lyftingasvæðið í rækt-
inni og halda sig við hlaupabrett-
in, stigvélarnar eða hjólin. Eða
skella sér í hópatíma. Það getur
þó verið sniðugt að breyta út af
venjunni og rífa aðeins í lóðin,
bæði er það líkam lega gott og
svo eykur það fjölbreytnina í æf-
ingunum.
Þó eru ákveðnar óskrifaðar
reglur sem þarf að halda í heiðri
þegar lyftingar eru stundaðar
og eru nokkrar þeirra tíundað-
ar hér.
Ekki einoka tækin. Leyfðu öðrum að
lyfta á milli setta hjá þér ef röð er
í tækið.
Gakktu frá. Ekki skilja laus lóð
eða annan búnað eftir á gólfinu.
Gakktu frá honum á sinn stað eftir
notkun.
Finndu þér pláss. Ef þú gerir pláss-
frekar æfingar, finndu þér pláss
til hliðar þar sem umferð fólks
er minni í stað þess að vera úti á
miðju gólfi.
Hreinsaðu eftir þig. Enginn vill
sitja í svita eftir aðra eða grípa í
gróðrarstíu baktería á óhreinum
lóðum. Þurrkaðu af tækjum og
tólum þegar þú hefur notað þau.
Ekki elta. Það getur verið freist-
andi að gera eins æfingar og þær
sem einkaþjálfarar sýna kúnn-
um sínum. Ekki gera það, þeir
hafa borgað þjálfaranum fyrir
að búa til sérsniðið æfingakerfi
að þeirra þörfum og dónalegt að
nýta sér það ókeypis.
Reglurnar í ræktinni
Það gilda ákveðnar reglur, líka óskrifaðar, á líkamsræktarstöðvunum.
Einkenni vítamínskorts eru vita-
skuld ólík eftir því um hvaða skort
er að ræða. Víða er hægt að lesa
sér til um hin ýmsu einkenni en
það borgar sig þó ekki að hlaupa
upp til handa og fóta og kaupa
hinar og þessar töflur af því tiltek-
inna einkenna verður vart. Það er
í fyrsta lagi dýrt og heldur ómark-
visst. Ef grunur leikur á tilteknum
skorti og einkenni eru viðvarandi
er best að leita til læknis og ganga
úr skugga um hvað ami að. Best
væri að fá úr því skorið með blóð-
prufu og taka inn þau vítamín sem
vantar miðað við niðurstöður.
Rannsóknir sýna að D-víta-
mínskortur er nokkuð algeng-
ur hér á landi. Sólarljós breyt-
ir efnasamböndum í húð í
D-víta mín sem síðan skilar sér
út í blóðrásina. Þar sem sólarljós
er hér af skornum skammti getur
komið fram skortur. Sérstaklega í
ljósi þess að erfitt getur reynst að
fá nægilegt D-víta mín úr fæðunni
en það er helst að finna í þorska-
lifur, síld, lúðu, laxi, lýsi, eggjum
og mjólkurafurðum.
D-vítamín stuðlar að vexti og
viðhaldi beina með því að gera lík-
amanum kleift að nýta kalk og fos-
fór til að byggja upp bein. Skort-
ur getur meðal annars valdið bein-
þynningu og tannskemmdum og
beinkröm hjá börnum.
D-vítamín er eina vítamín-
ið sem Embætti landlæknis ráð-
leggur fólki að taka inn að stað-
aldri. Árið 2013 var ráðlagður dag-
skammtur auk þess hækkaður í 15
míkró grömm (mcg/µg) fyrir 10-70
ára og 20 mcg/µg fyrir 70 ára og
eldri. Börnum undir tíu ára er ráð-
lagt að taka 10 mcg/µg. D-vítam-
ín er fituleysanlegt og getur
of mikið af því valdið eitr-
un. Því ætti að halda sig
við ráðlagða skammta.
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis-
stofnuninni (WHO) er járnskortur
algengasti næringarefnaskortur í
heimi. Mun algengara er að konur,
börn og unglingar þjáist af járn-
skorti en aðrir hópar. Skýringin er
sú að börn og unglingar þurfa hlut-
fallslega meira járn en fullorðn-
ir til að styðja við vöxt og þroska.
Konur á barneignar aldri eru einn-
ig í meiri hættu vegna mánaðar-
legra blæðinga sem og barnshaf-
andi konur.
Járn er skilgreint sem snefilefni
og gefur blóði rauðan lit og gegnir
mörgum mismunandi hlutverkum
í líkamanum. Það er meðal annars
byggingareining blóðrauða (hemó-
glóbíns) sem sér um súrefnisflutn-
ing frá lungum til vefja líkamans.
Járn er líka nauðsynlegt fyrir eðli-
lega starfsemi ónæmis kerfisins og
gegnir hlutverki við myndun tauga-
boðefna og við þroskun á heila.
Langvarandi járnskortur hægir
á framleiðslu á blóðrauða í líkam-
anum sem á endanum veldur blóð-
leysi. Það veldur almennum slapp-
leika, þreytu, örmögnun, svima,
hausverk, köldum höndum og
fótum, brjóstverk og fölum húð-
lit. Undanfari blóðleysis er mildur
járnskortur. Einkenni hans eru
brothættar neglur, sprungur í
munnvikum, bólgin og sár tunga,
stækkað milta og tíðar sýkingar.
Ef þessara einkenna verður
vart má kanna hvort um skort sé
að ræða og taka inn járn í ráðlögð-
um skömmtum.
Íslendinga skortir helst D-vítamín og járn í kroppinn
Vítamínskortur er alla jafna ekki svo útbreitt vandamál hér á landi enda fá flestir þau vítamín og steinefni sem þarf úr fæðunni. Það eru
helst þeir sem eru veikir eða taka lyf sem skerða frásog næringarefna úr fæðunni sem geta liðið skort. Á þessu eru þó undantekningar og
er D-vítamínskortur nokkuð algengur meðal almennings hér á norðurhjara. Þá er járnskortur einn algengasti næringarefnaskortur í heimi.
Húðin framleiðir D-vítamín í sól. Þar sem hennar nýtur lítið við yfir langa vetur er ráðlagt að taka það inn til viðbótar fjöl-
breyttri fæðu.
Mikið úrval af TYR sundfatnaði á börn og fullorna.
Sundbolir, bikini, tankini og sundskýlur úr
DURAFAST Elite 300+ efninu, sem er sérlega
klórþolið og lithelt. Einnig sundfit, sundgleraugu,
sundhettur og aðrir fylgihlutir til sundiðkunar.
Kíkið við á heimasíðunni www.aquasport.is
Bæjarlind 1-3,
201 Kópavogur,
HEilsa oG útivist Kynningarblað
28. apríl 201610
2
8
-0
4
-2
0
1
6
0
3
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
3
D
-D
5
2
4
1
9
3
D
-D
3
E
8
1
9
3
D
-D
2
A
C
1
9
3
D
-D
1
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K