Fréttablaðið - 28.04.2016, Side 42

Fréttablaðið - 28.04.2016, Side 42
heilsa og útivist Kynningarblað 28. apríl 201612 Frisbígolf er nýleg íþrótt hér á landi og nýtur sívax- andi vinsælda, bæði hér á landi og um allan heim. Íþróttin er líka einföld, það kostar ekki mikinn pening að stunda hana og hún hæfir flestum aldurshópum. Leiknum svipar til golfs nema frisbídiskur er notað- ur í stað golfkylfu og bolta og er markmiðið að kasta disknum í tilteknar körfur í sem fæstum köstum. Íþróttin er upprunnin í Bandaríkjunum og hefur verið nokkuð vinsæl þar í landi í 30-40 ár. Þar er meira að segja atvinnumannadeild og stór hópur manna sem ferðast um landið og keppir. Fyrsti frisbígolfvöllur landsins var settur upp á Akur eyri árið 2001 en fyrsti alvöru völlurinn kom við Úlfljótsvatn ári síðar. Í dag eru um 30 vellir um allt land, flestir á höfuðborgarsvæðinu og í sumarhúsa- byggðum á suðvesturhorni landsins. Á vef Íslenska frisbígolfsambandsins, folf.is, má finna m.a. leikreglur, upplýsingar um staðsetningu valla og um mót sumarsins. Tími fyrir frisbígolf Frisbígolf nýtur sívaxandi vinsælda. Fjölskyldudagur verður haldinn í Gróttu á laugardaginn frá klukkan 15.30 til 17.30. Þetta er eini dagur ársins sem gestum og gangandi gefst tækifæri á að ganga upp í Gróttuvita og njóta útsýnisins. Hægt verður að kaupa vöfflur. Fjölbreytt dagskrá einkennir dag- inn, meðal þess sem boðið er upp á fyrir börn er krakkajóga, flug- drekasmiðja og andlitsmálun auk þess sem líffræðingar bjóða upp á aðstöðu til að rannsaka og spá í lífríkið sem finna má í fjörunni. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona mun flytja vel valin lög á gítar og Flemming Viðar Valmunds- son leikur á harmonikku úti undir berum himni. Þá verður sýning á vaðfuglum Sigurjóns Pálssonar hönnuðar. Félagar úr brimbretta- félaginu Kite Surfing munu leika listir sínar. Björgunarsveitin Ár- sæll mun ferja þá sem þurfa yfir eiðið. Seltirningurinn Guðrún Einarsdóttir opnar málverkasýn- ingu í Nesi og þá mun sr. Bjarni Þór Bjarnason flytja hugvekju um vorið í Albertsbúð klukkan 15.15. gróttudagurinn á laugardag Það verður fjör á laugardag í gróttu. FJALLAGRÖSUMMEÐ Íslensk náttúra. Blikandi dögg og útsýn til allra átta. Þú veður yfir tifandi ána, áleiðis að settu marki. Framundan rís Herðubreið; drottningin sjálf, stolt í hásæti sínu. Við höfum nýtt okkur íslensk ­allagrös frá upphafi byggðar. Heilnæm og frískandi hafa þau haft áhrif til góðs á líkama og sál, handtínd í íslenskri náttúru. Tópas hefur sömuleiðis fylgt okkur gegnum tíðina. Saman munu þau gera það áfram. Þessi þeytingur er bæði bragðgóð- ur og seðjandi og getur hæglega komið í staðinn fyrir máltíð. Eini ókosturinn er að hann verður held- ur ólystugur á litinn, eða svolítið brúnleitur. Það kemur hins vegar ekkert niður á bragðinu. 1 frosinn banani 1 lúka spínat 2 dl frosin bláber 1 dl grísk jógúrt 1 msk. gróft hnetusmjör 1 msk. chia-fræ 2 ísmolar Þeytið þar til mjúkt. Hellið í hátt glas og njótið. Fljótandi hnetusmjör Þessi þeytingur er afar saðsamur. 2 8 -0 4 -2 0 1 6 0 3 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 D -E 8 E 4 1 9 3 D -E 7 A 8 1 9 3 D -E 6 6 C 1 9 3 D -E 5 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.