Fréttablaðið - 28.04.2016, Side 70

Fréttablaðið - 28.04.2016, Side 70
„Vissulega er þetta spennandi ferli, en krefjandi engu að síður. Það er í mörg horn að líta og hlakka ég mest til að fara að leikstýra, í stað þess að tala sífellt um fjármögnun, undirbúning og ráðningar. En ég er óneitanlega þakklát fyrir það góða fólk sem ég hef þegar fengið til liðs við mig, og sýnist mér að þetta eigi ekki að geta klikkað,“ segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona, sem er um þessar mundir að vinna að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Andið eðlilega, en hún lauk mastersnámi í leikstjórn og hand- ritsgerð frá Columbia-háskóla í New York vorið 2011, þar sem hún var meðal annars valin besti kven- leikstjórinn. Ísold Uggadóttir hefur unnið við kvikmyndagerð í fjölmörg ár og meðal annars leikstýrt fjórum stuttmyndum sem allar fóru víða um heim og hlutu þar hin ýmsu verðlaun og viðurkenningar. „Líklega var ég stoltust af því að hafa sýnt stuttmynd mína, Revolu- tion Reykjavík, á hinni virtu kvik- myndhátíð Telluride, en ekki síður af sýningu hennar á MoMA-safninu 2012, í tengslum við hátíðina New Directors/New Films. Einnig var það mikið stökk þegar fyrsta stutt- mynd mín, Góðir gestir, komst inna á Sundance-kvikmyndahátíðina árið 2007,“ segir Ísold. „Andið eðlilega fer í tökur í sept- ember en í myndinni fléttast saman sögur tveggja ólíkra kvenna, annars vegar hælisleitanda frá Úganda sem verður strandaglópur í Keflavík vegna ófullnægjandi ferðaskilríkja og hins vegar einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vega- bréfaskoðun á Keflavíkurvelli, sem einmitt ber ábyrgð á handtöku hinnar fyrrnefndu,“ segir Ísold „Með hlutverk hælisleitandans fer hin hæfileikaríka leikkona Babetida Sadjo frá Gíneu-Bissá, en hún hefur leikið í fjölmörgum kvik- myndum og leikverkum í Brussel við góðan orðstír,“ segir Ísold og bætir við að fljótlega verði tilkynnt hvaða íslenska leikkona muni fara með aðalhlutverkið á móti Babe- tidu. gudrunjona@frettabladid.is SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is í myndinni flétt- ast saman sögur tveggja ólíkra kvenna, annars vegar hælisleit- anda frá Úganda sem verður strandaglópur í keflavík vegna ófullnægj- andi ferðaskilríkja og hins vegar einstæðrar móður á reykjanesi. sögur tveggja ólíkra kvenna Kvikmyndagerðarkonan Ísold Uggadóttir er um þessar mundir að vinna að kvikmyndinni Andið eðlilega sem fer í tökur í haust. Mynd- in tekur á samfélagslegu málefni sem hefur verið henni hugleikið. Ísold Uggadóttir leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 8 . a p r í l 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r46 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð 2 8 -0 4 -2 0 1 6 0 3 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 D -B 2 9 4 1 9 3 D -B 1 5 8 1 9 3 D -B 0 1 C 1 9 3 D -A E E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.