Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 2

Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 2
2 FRJÁLS PALESTÍNA Áhugavert ástand hefur skapast á alþjóðavettvangi. Mikill stríðs- rekstur á sér stað fyrir opnum tjöl- dum, þar sem jafnvel almenningur getur fengið að „fylgjast með“ heima úr stofunni með hjálp fréttastöðva og stríðsljósmynda. Við heyrum af stríðum með tilheyrandi mannvonsku og sjáum myndir af látnum börnum. Auðvelt er að finna til samúðar með þeim sem lifa þessum veruleika. En sá sam hugur virðist vanalega ekki ná lengra en í næstu fésbókarstöðu- færslu. Þó raunveruleg áhrif þess konar internetaktvívisma eru umdeild, ber það skýran vott um að okkur sé ekki sama. Í þessum pistli langar mig til þess að ræða örstutt um ábyrgð. Kannski er það þannig að við verðum að upplifa skelfinguna á eigin skinni eða nærumhverfi til þess að átta okk­ ur almennilega á því hvað er í gangi. Hversu mikil skelfingin er og áhrif henn ar, og hversu mikilvægt er að stöðva hana. Kannski er það hugar- farið sem skiptir máli. En hvað meina ég með hugarfarið? Hérna styðst ég á við enska hugtakið willful blindness, íslenskað sem einhverskonar vísvit­ andi blinda. Í hnotskurn felur hugtakið í sér að einstaklingur, einn eða fleiri, eða þá kerfið, kjósi að „líta í hina átti- na“ og forðist þannig að horfast í augu við staðreyndir, með þeim ásetningi að fría sig ábyrgð, hvort sem hún er laga- leg eða siðferðisleg. Í framhaldi af því er hægt að spyrja að þegar þörf er á, hver beri ábyrgð á að stýra aðgerðum gegn skelfinunni. Er það almenningur, er það kerfið, eru það friðarsamtök? Hver er þess fær að ganga í verkið? Það er ótrúlega auðvelt að benda á næsta mann, ríkisstjórn eða „alheims- samfélagið“ og segja þau beri ábyrgð- ina. Að því sögðu langar mig til þess að færa okkur yfir í athuganir Hönnuh Arendt um illsku og eðli hennar. Arendt var stjórnmálaheimspek- ingur af gyðingaættum sem var ein sú fyrsta til þess að greina hina ógeð felldu illsku sem ríkti á tímum nasismans á síðustu öld. Niðurstöður athugana hennar voru þær að maðurinn væri vel fær um að fremja óhemjumikla illsku í umboði yfirboðara sinna. Þannig voru nasistaforingjar færir til þess að fremja hin ömurlegustu illskuverk, þar sem frá þeirra sjónarhól, voru bara í vinn- unni að fylgja fyrirmælum. Yfirboðari þeirra hafði völdin og ítökin, hann réð, þeir hlýddu. Svo einfalt var það. Við réttarhöld Eichmanns í Jerúsalem 1961 segir Eichmann sjálfur frá því, að illskan í garð gyðinganna hafi va- kið með honum viðbjóð, þrátt fyrir að hann sjálfur gegndi stöðu undirofursta (e. lieutenant colonel) innan nasista- flokksins. Samt leyfði hann illskunni að viðgangast með að þegja, þrátt fyrir að innst inni virtist honum ekki sama. Kerfið og möguleiki illskunnar Stefanía Pálsdóttir: Ritstjórnarpistill nafni hins heilaga ríkis. Heil þjóð er ekki slæm, heldur er það kerfið og möguleiki illskunnar til þess að viðgangast með þessum slóttuga hætti. Í rauninni er það hvers og eins einstaklings að endurhugsa stöðuna og taka gagnrýna, húmaníska aðstöðu gegn illskunni. Hér langar mig sömu- leiðis að benda á og vara þau gífurlegu ítök og völd sem settur yfirboðari getur haft yfir bæði líf okkar og ákvarðanir. Þess vegna langar mig að lokum til þess að vitna í Susan Sontag þar sem hún ræðir um samkennd með þeim stríðshrjáðu, sem hún setti fram Nú þegar við höfum litið til baka á valda þætti sögunnar, skulum við rey- na að setja þá í samhengi við nútíð ina. Ef menn eru einu sinni færir um að fremja illsku í umboði yfirboðaranna, er gott sem barnalegt að áætla það geti aldrei gerst aftur. Í því samhengi má benda á þá staðreynd að illvirki Ísra elsher gegn Palestínumönnum hefur aukist til muna síðastliðin ár, í í bók sinni i Um sársauka annarra (e. Regarding the Pain of Others). Niðurstaða hennar er, að þótt stríðs- ljósmyndir og -fréttir geti svo sannar- lega skilið okkur eftir ráðþrota og bjar- garlaus gegn óréttlæti í heiminum, þá verðum við samt sem áður að átta okk ur á því hversu mikils við erum megnug þegar við stöndum saman gegn órétti.

x

Frjáls Palestína

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.