Frjáls Palestína - 01.11.2015, Síða 20

Frjáls Palestína - 01.11.2015, Síða 20
20 FRJÁLS PALESTÍNA Málgagn Félagsins Ísland-Palestína 1. tbl. 24. árg. – Nóvember 2015 Haukur Sveinsson viðburðastjóri Hjalti Vigfússon kynningastjóri Elva Björk Barkardóttir ritstjórn Póstfang: Félagið Ísland-Palestína Depluhólar 9, 111 Reykjavík, sími: 895 1349 Heimasíða: www.palestina.is Netfang: palestina@palestina.is http://www.facebook.com/groups/aip87/ Ritstjóri: Stefanía Pálsdóttir Útlit og umbrot: Haukur Már Haraldsson Stjórn Félagsins Ísland­Palestína: Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Eldar Ástþórsson varaformaður Valdimar Arnþórsson gjaldkeri Bryndís Silja Pálmadóttir sjálfboðaliðastjóri Magnús Magnússon sölustjóri Stefanía Pálsdóttir ritstjóri Einar Steinn Valgarðsson kvikmyndasýningastjóri Varastjórn: Ásdís Ragnarsdóttir ritari Atburðarás síðasta mánaðar hefur einkennst af meiri örvæntingu af hálfu Palestínumanna og miskunnar- lausari grimmd af hálfu Írsraelshers og landræningja en sést hefur á Vestur- bakkanum um árabil. Algert vonleysi virðist vera að ná tök um á ungu fólki í Palestínu sem þekkir ekkert ann að en niðurlægingu og kúg un hernámsins og sér enga framtíð fyrir sér. Atvinnuleysi er út- breitt og hernámið eyðileggur skipu- lega sérhvern möguleika á að sjá sér farborða, skapa sér heimili og lifa eðli- legu lífi. Enginn friður gefst, ekkert rétt ­ læti og mannréttindi eru fyrir borð bor- Er einhver von um frið? in. Ferðafrelsi er skert, ekkert tillit er tekið til rétts barna til öryggis á heim ili sínu, við leik og skólagöngu. Sérhver Palestínumaður, á hvaða aldr i sem er, getur átt yfir höfði sér ofbeldisárás, niðurlægingu, handtöku, pynt ingar og dauða, án nokkurrar annarrar ástæðu en þeirrar að vera fæddur í Palestínu. Hernám Palestínu hófst árið 1948 þegar nýstofnað Ísraelsríki lagði undir sig fjórðung Palestínu til viðbótar þeim helmingi sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu ráð fyrir í samþykkt sinni 29. nóvember 1947. Í vopnahléi sem batt enda á stríð nágrannaríkja og Ísraels sem lauk 1949 urðu til landamæri sem tryggði Ísrael 78% Pal- estsínu. Í Sex daga stríðinu fullkomnaði Ísraels hernámið með því að taka það sem eftir var af Palestínu, auk landssvæða frá öðrum nágrannaríkjum. Ísrael skili herteknu svæð - unum, gömul og ný krafa Samkvæmt alþjóðalögum og sam- þykkt um Sameinuðu þjóðanna ber Ísra el að skila herteknu svæðunum frá 1967, það er þeim 22% sem þau bættu við sig þá, Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum að meðtalinni Aust- ur-Jerúsalem. Frá árinu 1988 hefur það verið stefna Frelsissamtaka Pal- estínu, PLO, að sætta sig við þessi 22% og krefjast ekki annars en að Ísrael skili þessum herteknu svæðum. Smám saman hafa öll málsmetandi stjórnmálaöfl Palestínumanna, þar á meðal Hamas, fallist á þessa stefnu. Viðtakandi: Framhald á bls. 18 Alþjóðlegur samstöðudagur með palestínsku þjóðinni Dagskrá í Norræna húsinu kl. 17: Ávörp flytja: Amal Tamimi, Jafnréttishúsi Hafnarfirði Marwa Abu Zaid frá Gaza Óttar Proppé alþingismaður Tónlist 29. nóvember Sýnum samstöðu! Allir velkomnir

x

Frjáls Palestína

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.