Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 9

Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 9
FRJÁLS PALESTÍNA 9 bly Resolution from 19th of Decem­ ber 2014 nr. 69/241 reaffirmed the right of the Palestinian people and of the population of the occupied Syrian Golan and stressed the urgency of achieving without delay an end to the Israeli occupation that began in 1967 and a just, lasting and comprehen­ sive peace settlement on all tracks. The Israeli government has to end all acts of violence, including acts of terror, provocation, incitement and destruction. Israel must also tear down the wall it has constructed in the Occupied Palestinian Territory, including in and around East Jerusa­ lem. The wall is contrary to interna­ tional law and is seriously depriving the Palestinian people of their natural resources. It should be noted that the State of Iceland recognised the State of Palestine with Parliamentary resolu­ tion on 29th of November 2011 as an independent sovereign state with national boundaries as before the six days war commenced in 1967. We want to convey a sincere wish for this prolonged war to end and that the human rights of the Palestinian people will be observed. That would truly be Israel’s greatest contribution to the world and to world peace. Skilaboð til stjórnvalda í Ísrael í Palestínu, ákvað ég að heimsækja hann í Shatila flóttmannabúðirnar og fá að kynnast samstarfsfélögum hans þar sem hann vann í félagsmiðstöð og kenndi ensku. Að ganga inn í Shatila flóttamanna­ búðirnar er eins og að ganga inn í annan heim, heim sem er ómögulegt að bera saman við ríkmannlega nætur klúbba og sólarstrendur sem má finna víða um Líbanon. Þrengslin milli húsanna í búðunum eru mikil og rafmagnslínur hanga þvers og kruss. Við göngum í gegnum þéttar, þröngar götur sem minna óneitanlega á Balata flóttamannabúðirnar á Vesturbakkan­ um, þar sem nýgiftar konur verða að fara úr brúðarkjólunum þegar gengið er milli húsanna svo þeir strjúkist ekki við veggina. Börn eru að leik á göt- unni, fólk á iði inn og út úr húsum og friðhelgi er lítil sem engin. Vinur minn tjáir mér að Shatila flótta mannabúðirnar séu ólíkar öðrum flóttamannabúðum vegna þess að þær séu opnar, fólk geti farið inn og út að vild. Þar af leiðandi hafi fólk í Sha- tila örlítið meiri möguleika á að sleppa úr fátækragildrunni, en aftur á móti sé það meira á varðbergi gagnvart utanaðkomandi. Frásögn mín og upplifun er að sjálf - sögðu lituð af mínum eigin reynslu- heimi sem Íslendingur. Það er ekki mitt að segja frá aðstæðum í flóttamanna­ búðum eða hvernig það er að alast upp sem annars, eða þriðja flokks borg ari eftir að fjölskyldu þinni hefur verið hent út úr eigin landi. Hver sem er getur kynnt sér sögu Palestínu- manna í Líbanon þar sem mannrétt- indi hafa verið virt af vettugi. Samt sem áður er mikilvægt að leyfa sögum fólks að heyrast og að Íslendingar muni eftir þessum flóttamönnum sem hafa verið skipreka þar í áratugi. Sér í lagi í ljósi þess að íslenska þingið viðurkenndi rétt þessa fólks til þess að snúa aft- ur til heimalands síns á sama tíma og það viðurkenndi tilvist Palestínuríkis. Að mínu mati á Palestína marg t sameiginlegt með flóttamannabúðum annarra landa að því leyti að heimurinn virðist helst vilja gleyma þeim aðstæðum sem þar ríkja. Af og til er peningum hent í átt að vandan- um, helst með stóru skilti sem tilkynnir hver hinn „gjöfuli bjargvættur“ sé. Eftir það er fólkið gleymt, en það þýðir ekki að það hætti að vona. Það er enn þrá eftir heimalandinu. Við heimsóttum félagsmiðstöðina Children and Youth Center þar sem ég fékk tækifæri til þess að heyra um starf félagsmiðstöðvarinnar og hvað ég geti gert. Líkt og mig hafði grunað hefur fólkið í Shatila, að sjálfsögðu, sama þorsta og Palestínumenn eftir því að segja sögur sínar. Eftir áralanga þögg- un vill fólk segja frá lífinu í búðunum, það vill segja frá lífi foreldra sinna og skyldmenna sem voru rekin á brott frá Palestínu og hvernig það er að vera landlaus en með heimaland í hjartanu. Þar sem það sem átti sér stað árið 1948 hefur verið að mestu leiti þaggað niður af zionistum. En það sem skiptir mestu máli er að margir Palestínumenn þrá einnig að fá að komast aftur til Palestínu. Fá að sleppa úr fátæktargildrunni og fá tækifæri til þess að byrja upp á nýtt. Í umræðunni um Palestínu er mikil- vægt að gleyma ekki þessu fólki og hafa þær ótalmörgu flóttamannabúðir í Jórdaníu, Líbanon og víðar inni í um- ræðunni. Einn daginn verður að leysa þetta víðtæka og alvarlega vandamál og viðurkenna tilvist flóttamanna sem einstaklinga á jafnt við aðra. Palestína er nefninlega víða. Bryndís Silja Pálmadóttir Þannig var umhorfs í Shatila flóttamannabúðunum árið 2010.

x

Frjáls Palestína

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.