Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 17
FRJÁLS PALESTÍNA 17
það er erfitt að ganga í gegnum svona
þegar maður er barn, það hlýtur að
hafa talsverð sálræn áhrif.
Kvennaathvarf
Að þessu loknu heimsóttum við
kvenna athvarf sem við styðjum í
gegnum UN Women, í Beit Hanina. Það
heitir Mehwar Center. Þetta athvarf er
bæði fyrir konur og börn. Konur geta
komið þangað og fengið húsaskjól
og félagsráðgjöf, lögfræðilega aðstoð
og aðra hjálp. Einnig aðstoð við að
komast aftur út í samfélagið eftir dvöl
í athvarfinu. Við ræddum við konurnar
og heyrðum lífsreynslu þeirra. Þær
þökkuðu athvarfinu mikinn stuðning,
sem gerði mörgum þeirra kleift að fara
aftur og takast á við vandann innan
fjölskyldunnar. Gjarnan fjölskyldu eig-
in mannsins, því það er mikið mál í
þessu samfélagi að yfirgefa heimilið
og taka börnin með sér. Þetta er ann-
ars eðlis í palestínsku samfélagi en
hér hjá okkur og getur verið átak í því
karlaveldi sem þarna ríkir. Í sumum
tilfellum virtist hafa náðst einhvers
konar sátt við fjölskylduna, en stundum
hafa konurnar orðið einstæðar og
þá þurfa þær auðvitað að vinna fyrir
sér og börnunum. Það er reynt að
undirbúa þær fyrir það í athvarfinu.
Þannig að þarna er mjög mikilvægt
starf unnið. Meginhluti kvennanna sem
þarna eru koma frá Vesturbakkanum.
Sumar ungar, jafnvel undir 25 ára.
Ísland styður UN Women í Pal est-
ínu með fjárframlögum og með því að
kosta stöður sérfræðinga á vettvangi.
Félagasamtök og
Jafnréttisskóli Háskóla Sþ
Við störfum einnig með félagsamtökum
í Palestínu m.a. Palestinian Medical
Relief Society (PMRS). Við Einar
fund uðum með fulltrúum þeirra og
fórum yfir samstarfið. Verkefnið sem
við styðjum er í Qualqilya sem er
mjög afskekkt íbúðasvæði. Þarna
ligg ur hraðbraut með varðstöðvum
sem eru mjög sjaldan opnar, þannig
að fólk kemst sjaldan í gegn. Einnig
er bannað að byggja á svæðinu.
Fram lög Íslands hafa farið m.a. í
fær an lega sjúkrastöð og rekstur á
barna skóla. Það var enginn skóli
þarna og börnin þurftu alltaf að fara
í gegnum varðstöð til að sækja skóla
og það bara gekk ekki; þau urðu fyr
ir eilífu áreiti og voru hætt að vilja
fara í skólann. Starfmenn færanlegu
sjúkrastöðvarinnar fá aðstöðu heima
hjá fólki, sem lánar þeim húsnæði
sitt þegar þeir koma. Þarna hafa m.a.
íslenskir hjúkrunarfræðingar starfað
sem sjálfboðaliðar.
Við störfum einnig með samtökum
sem heita Women´s Centre for Legal
Aid and Councelling. Þar er lögð
áhersla á lagalegan stuðning og ráð-
gjöf fyrir konur.
Ísland hefur einnig stutt verkefni
ís lenskra félagasamtaka á sviði
mann úð ar aðstoðar í Palestínu m.a.
sam starfsverkefni félagsins Ísland –
Pal estína og PMRS, verkefni Rauða
kross Íslands o.fl.
Við leggjum mikla áherslu á jafn rétt-
ismál í samstarfinu eins og við gerum
reyndar í öllu okkar þróunarsamstarfi.
Hingað koma nemendur frá Palestínu
á ári hverju í Jafnréttisskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna hér á Íslandi,
bæði karlar og konur. Nemendur
skólans eru hér við nám í sex mánuði
og fara svo heim og nýta sér það
sem þau hafa lært til að vinna að
jafnréttismálum í Palestínu. Hingað
hafa jafnvel komið nemendur frá Gaza
og farið aftur heim til sín til starfa.“
Flóttamannabúðir
í Jórdaníu
María Erla fór einnig til Jórdaníu
og heimsótti þar flóttamannabúðir
í Zaatari, þar sem búa um 150.000
manns. Meirihluti flóttamanna í búð-
unum er frá Da’ara svæðinu í Sýrlandi.
„Ég hef aldrei áður komið í svona
stórar í flóttamannabúðir, þannig að
þetta var talsverð lífsreynsla. Við
höf um stutt við búðirnar í gegnum
UNI CEF. Þarna eru skólar og félags-
miðstöðvar fyrir börn og þörfin er nátt
úrlega gífurleg. UNICEF sér um alla
vatnsöflun fyrir búðirnar. Það hefur
reyndar verið borað eftir vatni þarna,
ansi djúpt og það hefur borið nokkurn
árangur. Ég varð reyndar hissa á hvað
þarna tókst að gera mikið fyrir lítið.
Fólk býr í tjöldum og aðstæðurnar eru
hræðilegar, ekki síst þegar kólnar í
veðri.
Reynt er að vera með atvinnu-
sköpun í búðunum. Fólk er að reyna
að búa sér til eitthvað að gera og
þarna fer fram mikið frumkvöðlastarf.
Foreldrar eru mjög öflugir og þegar ég
kom þarna var nýbúið að koma upp
bókasafni. Menn höfðu látið boð út
ganga í Jórdaníu um að þeir sem ættu
gamlar bækur mættu gjarnan gefa
þær í búðirnar í stað þess að henda
þeim. Það var ein móðirin sem fékk
þessa hugmynd. Okkur finnst svona
bóka kassar ekki ýkja merkilegir, en
fyrir fólk sem býr í svona búðum eru
þeir stórmerkilegir.
Fólk var tregt til að opna sig í
samræðum, en þarna voru fjölskyldur
sem höfðu þurft að reyna sitt af hverju
og börn sem höfðu þurft að þola
ýmislegt. Hlutir sem börn eiga ekki
að þurfa að ganga í gegnum. Þarna
voru t.d. fjölskyldur sem höfðu lent í
liðsmönnum Íslamska ríkisins.
Mér fannst þetta mjög áhugaverð
heimsókn og það var augljóst að okkar
stuðningur nýttist vel. Þótt upphæðin
sé ekki há, þá er stuðningurinn að
skila sér til barnanna. Við megum vera
ánægð með það.“
Heimamenn leggja
ekki síður að mörkum
María Erla er ekki í vafa um að þró-
unaraðstoð Íslands skilar sér vel.
„Það er ánægjulegt að sjá þann ár-
angur sem framlag okkar Íslendinga
tekur þátt í að skapa. En hitt verður
ekki nógu oft ítrekað, mikilvægi eign-
arhalds heimamanna í verkefnum og
að þeir leggi ekki síður af mörkum
til þeirra. Til dæmis í Palestínu. Þar
leggja íbúarnir svo sannarlega sitt til
málanna; fúsir til samstarfs og vinna
vel. Allir gera sér grein fyrir að við erum
lítil þjóð sem leggur til eftir megni. Það
sem við leggjum m.a. áherslu á er
velferð barna og jafnréttismál, mennta-
og heilbrigðismál. Viðlagastjórnunin er
svo nýtt mál, ekki síður nauðsynlegt.
Einnig er mikilvægt að við störfum
með félagasamtökum, bæði hér
heima og í Palestínu. Styrkur þeirra
felst oft í nálægð við grasrótina og
þau geta verið mikilvægir málsvarar
þjóðfélagshópa sem standa höllum
fæti og minna mega sín.
Ég hef verið afskaplega þakklát
fyrir að kynnast öllu þessu góða
fólki í Palestínu; mér finnst ég ná að
skilja þjóðfélagið betur, bæði á sviði
stjórnmála en ekki síður daglegt líf,
það er það sem heillar mig alltaf mest.
Þegar fólk er að gera sitt besta úr því
sem það hefur.“
Haukur Már Haraldsson