Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 12

Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 12
12 FRJÁLS PALESTÍNA Stundum getur smáatvik varpað ljósi á ógnvekjandi mynd. Þetta gerðist á sunnudaginn var í Beer- sheba, höfuðborg Negev [innsk. rit- stj. 18. október sl.]. Myndin var svo sannarlega ógnvekjandi. Atvikið hófst með hefðbundinni árás, einni af mörg- um sem við höfum búið við síðustu vikurnar. Sumir kalla þetta „þriðju in­ tiföduna“, aðrir tala um „öldu hryðju- verka“ og enn aðrir láta sér nægja að tala um „vaxandi ólgu“. Gömul átök eru komin á nýtt stig. Táknmynd þess er Palestínumaður, einn að verki og vopnaður hnífi, og kemur annað hvort frá Austur-Jerúsalem, Vesturbakkan um eða sjálfu Ísrael. Árásirnar núna tengjast ekki neinni af palestínsku fylk ingunum. Ekki er vitað til að nokkur þessara árásar- manna hafi haft tengsl við herskáa hópa áður en hann framdi verk sitt. Árásarmennirnir eru ísra elsku leyniþjónustunni alveg ókunn ugir. Þar af leiðandi er ómögulegt að koma í veg fyrir slíka verknaði. Einn góðan veðurdag vaknar verðandi shahid upp og finnur á sér að nú er komið að því, hann grípur sér stóran eldhúshníf, fer í næsta hverfi gyð inga og stingur þann ísraelska gyð ing sem næst honum er staddur, helst hermann, en sé enginn her- maður til staðar, þá getur það verið hvaða gyðinglegi borgari sem er, maður, kona eða jafnvel barn. Árásar- maðurinn veit vel að hann verður að öllum líkindum drepinn á staðnum. Hann vill verða shahid – píslarvot- tur, en orðið merkir beinlínis „vottur trúarinnar“. Í fyrri intifödum tilheyrðu árásarmennirnir venjulega hreyfingum eða sellum. Þessar sellur voru iðulega upprættar af uppljóstrurum á mála og næstum allir gerendurnir voru handsa- maðir, fyrr eða síðar. Þannig tókst að afstýra mörgum tilræðum. Uppþotið þessa dagana er öðruvísi. Þar sem tilræðin eru framin af einstak- lingum sem eru einir að verki vita engir njósnarar af þeim. Það er ekki hægt að hindra þau. Þau geta gerst hvar og hvenær sem er – í Jerúsalem, á her- numdu svæðunum eða í miðju Ísrael. Sérhver Ísraeli, hvar sem er, getur orðið fyrir hnífsstungu. Til að fá heild- stæða mynd verður líka að minnast á hópa palestínskra ungmenna og barna sem kasta grjóti við þjóðvegi- na. Þessir hópar spretta upp af sjálfu sér og fyrirvaralaust og eru vanalega skipaðir unglingum af svæðinu. Þeir kasta steinum og eldsprengjum að bílum sem eiga leið hjá – en ganga fyrst úr skugga um að ökumennirnir séu ísraelskir gyðingar. Oft eru börn í hópi grjótkastaranna, áköf að sanna hugrekki sitt og tryggð við Allah. Einn sem var handsamaður var 13 ára. Grjótkast veldur stundum dauða ökumanna sem missa stjórn á bílum sínum. Herinn svarar með táragasi, gúmmíhúðuðum stálkúlum (sem valda miklum sársauka en sjaldan dauða) og byssuskotum. Uppþotið – sem enn hefur ekkert ákveð ið nafn– hófst fyrir nokkrum vik- um í Austur-Jerúsalem. Eins og vana- lega, mætti bæta við. Í hjarta gamla arabíska borgarhlutans er helgur staður sem gyðingar kalla „Muster- ishæðina“ og arabar „Haram al-Shar- if“ – helgiskrínið. Þar stóðu musteri gyðinga endur fyrir löngu. Eftir að Róm verjar lögðu seinna musterið í rúst fyrir um 1945 árum vanhelg uðu krist- nir menn það og gerðu að sorphaug. Þegar múslimar náðu yfirráðum árið 635 fyrirskipaði mann úðlegi kalífinn Omar að svæðið skyld i hreinsað. Tvær helgar byggingar músl ima voru reistar, Klettahvelfing in, með sínu þekkt a gullþaki og al-Aksa moskan, sem er jafnvel heilagri og raunar þriðja helgasta moskan í íslam. Vilji maður baka vandræði, þá er þetta staðurinn til þess. Ákallið um að al-Aksa sé í hættu hristir upp í öllum Palestínumön- num, og raun ar múslimum um allan heim. Það æsir bæði upp hófsama múslima (en það eru flestir arabar) og ofsatrúarmenn. Þetta er herkvaðning, ákall um að fórna sjálfum sér. Þetta hefur gerst nokkru sinnum áður í geg- num tíðina. „Atburðirnir“ hræðilegu 1929, fjöldamorð á gyðingum í He- bron, þar sem gyðingasamfélag hafði verið frá öndverðu, hófust með ögrun gyðinga við Vesturmúrinn, sem er hluti múrsins sem umlykur hæðina. Seinni intifadan braust út vegna ögrunar Ar- iels Sharon, sem fór fyrir liði manna á hæðina, með sérstöku leyfi þáve- randi forsætisráðherra Verkamanna- flokksins, Ehuds Barak. Vandræðin núna hófust með heimsóknum leiðtoga öfga-hægrisin- naðra gyðinga, þar á meðal ráðher- ra og þing manna í Knessetinu, á hæðin a. Þetta er í sjálfu sér ekki bannað (nema samkvæmt lögum rétttrúnaðargyð inga, því að ven- julegir gyðingar fá ekki að stíga fæti sínum þar sem hofið allra heilagasta stóð eitt sinn). Hæðin er sá staður sem dregur til sín mesta ferðamenn. Til að hafa umsjón með svæðinu er eins konar status quo, eða viðverandi ástand, í gildi. Þegar Ísraelsher hertók Austur-Jerúsalem í stríðinu 1967 var ákveðið að að svæðið kringum mus- terishæðina skyld i heyra undir lög- sögu Jórdaníu, þótt Ísrael réði henni. (Hvers vegna Jórdaníu? Vegna þess að Ísrael féllst ekki á palestínska lög- sögu.) Gyðing ar máttu koma inn á svæðið, en ekki biðjast fyrir þar. Bin- yamin Netanyahu heldur því fram að friðhelgin hafi ekki verið rofin. En þes- sa dagana hafa hópar öfgahægrisin- naðra Ísraela farið inn á svæðið í skjóli ísraelsku lög reglunnar og beðist þar fyrir. Múslimar álíta þetta brjóta gegn friðhelginni. Enn fremur hafa gyðingahreyfingar, sem stefna að því að endurbyggja musteri gyðinga þegar þær hafi rústað helgidómum múslima, verið mikið í umræðunni. Ofsatrúarmenn eru nú þegar farnir að hafa til klæðin og mun- ina sem kveðið er á um í Biblíunni. Á venju legum tímum og venjulegum stað hefði mátt leysa þetta friðsam- Grát, ástkæra fósturmold Uri Avnery:

x

Frjáls Palestína

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.