Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 4

Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 4
4 FRJÁLS PALESTÍNA Ólívutínsla og gengdarlaust ofbeldi í Palestínu á haustmánuðum 2015 Brotabrot af reynslu Bjarkar Vilhelmsdóttur Á ýmsu átti ég von þegar ég ákvað að eyða haustinu og fyrrihluta vetrar í Palestínu. Þekki söguna af áratuga löngu hernámi Ísraels á Gaza og Vesturbakka Jórdanár, að meðtalinni Austur-Jerúsalem, stöðugu landráni og ólöglegum landnemabyggðum sem gera líf Palestínumanna flóknara en flestir þekkja. En frá því ég kom á svæðið í síðari hluta september hefur andspyrnan gegn hernáminu komist á flug og ísraelski herinn og landnemar hafa beitt meira ofbeldi en átt hefur sér stað í áraraðir. Ólífutínsla með alþjóð legum friðarkonum Alþjóðleg friðarþjónusta kvenna, eða International Women’s Peace Service, IWPS, býður konum upp á sjálfboðastörf við ólífutínslu þar sem ólífubændur hafa orðið fyrir árásum landnema og eða Ísraelhers. Hluti af starfinu er einnig að taka þátt í ann­ arskonar samstöðustarfi með Pal- estínumönnum, s.s. í friðsömum mót- mælum. Í eðli sínu er það afar friðsælt að tína ólífur í fagurri náttúru með ólífubændum í kringum Deir Istyia í Salfithéraði. Vandinn er hins vegar sá að í Salfithéraði eru 19 uppruna­ legir bæir eða landbúnaðarþorp en 24 landnemabyggðir. Landnemabyggð- irnar eru ólöglegar skv. alþjóðalögum og brjóta gegn Oslóarsamkomulagi Ís- raels og Palestínu. Þær eru byggðar á landi sem áður var landbúnaðar svæði og eru því umkringdar ólífu ökrum. Bændurnir sem eiga trén og hafa lifi- brauð sitt af ólífutínslu þurfa að tína í nágrenni við byggðirnar og það þola landnemar illa, hvað þá þegar bændur taka aðkomufólk með sér. Nú í haust hafa landnemar ráðist að tínslufólki í héraðinu og ítrekað lagt eld að ólífu- trjám. Með eyðileggingu trjánna reyn ir landtökufólkið að stækka sitt yfirráða­ svæði. Herinn hjálpar til við landránið m.a. með því að meina slökkviliðinu aðkomu að eldum sem brenn a. Við friðarkonur höfum orðið vitni af marg- víslegu áreiti og truflun hers, öryggis­ gæslu landnemabyggða og frá land- nemum sjálfum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar landnemi ræðst að Abu Saed, ólífubónda frá Hares og ég sit og horfi gáttuð á. Þessi landnemi hótaði okkur lífláti, en með tínsluleyfi frá hernum upp á vasann fékkst hann til að víkja. En hegðun hans varð þó til þess að herinn bannaði okkur að tína næst hans lóð. Hóprefsingar í ólífutínslu Það var samið um það í Oslóarsam- komulaginu að bændur fengju að tína ólífur á sínu landi. Á sumum svæð um þarf að fá skriflegt leyfi frá sam vinnustofnun Ísraels og Pal est- ínumanna og sjá her og ör ygg is- gæsla frá landnemum um að ú tfæra leyfin. Í Kafr Qaddum fékkst 4 daga leyfi á vestursvæði og 2 daga leyfi á austursvæði til að tína þó daga- fjöldinn hefði þurft að vera mun meiri. Herinn sem útfærir leyfið ákvað t.d. einn daginn að fólk skyldi hætta tínslu kl. 12 á hádegi og kl. 14 og 15 aðra daga. Þá hefur herinn bannað sjálfboðaliðum, bæði heima fólki og al þjóð leg um sjálf boðaliðum að hjálpa til við tínsluna. Engin ástæða er fyrir þessum ákvörð un um , held ur er þetta hluti af hóp refsingu gagn vart bæj - arbúum sem skilar sér í því að í Kafr Qaddum hafa bændur einungis náð að tína um 20% og 60% á áðurnefndum svæð um. Í Kafr Qaddum mótmæla íbúar vikulega nýlegri landtökubyggð sem lokaði vegi þeirra til Nablus og þeir hafa því illa lent í slíkum hóp- refsingum, en þær þekkjast einnig ann arsstaðar og höfum við friðarkonur orðið vitni að mjög íþyngjandi geð- þótta ákvörðunum í tvígang við bæ- inn Urif. Við friðarkonurnar frá Deir Istyia höfum í haust komið 4 sinn um í mótmæli til Kafr Qaddum en þar beitir herinn margvíslegum vopn um gegn mótmælendum; skotum, gúmmí­ húðuðum stálkúlum, táragasi, hljóð-

x

Frjáls Palestína

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.