Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 11

Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 11
FRJÁLS PALESTÍNA 11 lífi sínu friðsamlegri mótspyrnu gegn hernáminu. Hann var að mörgu leiti versti óvinur hernámsins þar sem hann notaði rödd sína, manngæsku og eldmóð til þess að berjast gegn áralangri kúgun. Ég kynntist Hashem fyrst árið 2013 þegar hann gekk með mig og hóp fólks um hverfið sitt í borginni Hebron í þeim tilgangi að sýna þá kúgun sem Palestínumenn þar neyðast til að búa við. Þetta var hans leið til þess að láta orð sitt, sem hefur áratugum saman verið reynt að þagga niður, heyrast. Hann hafði margoft orðið fyrir árásum af hálfu nágranna sinna, ísraelsku landtökufólki, hermönnum í hverfinu sem og fjölskylda hans. Hann var staðráðinn í að yfirgefa ekki það land sem honum hafði fengið í arf. Með búsetu sinni á landareigninni og staðföstum vilja hans og fjölskyldu hans, mótmæltu þau hernáminu. Kon an hans, hún Nisreen, missti fóstur tvívegis eftir að hafa sætt barsmíðum af landtökufólki, Jonas elsti sonur hann handleggsbrotnaði vegna þess það var keyrt á hann og oftar en ekki er fjölskyldan stöðvuð af hermönnum á leið að húsi sínu. Þú þarft nefninlega sérstakt leyfisbréf til þess að vera Palestínumaður og stundum getur tekið marga klukkutíma fyrir slík leyfisbréf að vera viðurkennd af nálægum hermanni. Þá þarf Pal- estínumaðurinn einfaldlega að standa og bíða. En fjölskyldan lét þetta ekki stöðva sig í að lifa. Ég var svo innilega heppin að fá að kynnast Hashem vel á síðasta ári þar sem ég var nágranni hans í hálft ár. Það var þess vegna gífurlegt reiðislag þegar Hashem Azzeh lést í október. Hann fékk hjartaáfall af völdum táragass sem skotið var í hverfinu hans (og fyrrverandi hverfi mínu) eftir að hafa misst andann, en er það einn af afleiðingum táragass sem ísraelsher notast við í miklu mæli. Palestínumenn mega, ólíkt því fáa ísraelska landtökufólki sem býr í hverfinu, ekki lengur keyra bíl. Þar af leiðandi verða þeir Palestínumenn sem þurfa á sjúkrabíl að halda að vera bornir í gegnum sérstakt eftirlitshlið inn í Palestínska hluta borgarinnar. Er þetta oft banvænt þar sem hlutverk sjúkrabílsins er einmitt að koma aðilum skjótt undir læknishendur. Það var eflaust stór ávinningur fyrir ísraelsher að losna við Hashem og mig hryllir við þeirri veislu sem eflaust var haldin í næsta húsi, hjá landtökufólkinu, eftir dauða hans. Þrátt fyrir dauða Hashems, sem óneitanlega var af hálfu hernámsins, er ekki hægt að minnast hans á þann hátt sem hann fór heldur á þann hátt sem hann lifði. Hann átti alltaf bros handa öllum og skrautlegar sögur, var góður faðir og vinur. Það var alltaf gaman að spjalla við hann yfir tebolla og heyra hann tala um Palestínu, börnin sín eða í rauninni bara hvað sem er. Eitt sinn eyddi ég heilli nótt heima hjá honum að drekka te þar sem fjölskyldan óskaði eftir aumingjalegri vernd alþjóðaliða þar sem búist var við árás af hálfu landtökufólksins þá nóttina. Við enduðum þó nokkur á að eiga notalega nótt, fulla af hlátri og tedrykkju þrátt fyrir kuldalegar aðstæður. Það mun enginn greiða fyrir dauða þessa góða manns. Hann hefði getað átt mörg góð ár í viðbót með konu sinni og börnum, rétt eins og ótal aðrir Palestínumenn sem hafa verið myrtir fyrir það eitt að vera til. Síðustu orð Hashems til mín voru sögð með töfrum netheimanna; Það er frábært vinkona mín, við höldum áfram að berjast saman. Kæri vinur, við kveiktum á kerti þér til heiðurs og við höldum svo sannarlega áfram að berjast fyrir því að saga þín og annarra heyrist. Þar til að óréttlætinu líkur. Hvíldu í baráttu. Heimasíða félagsins er http://www.palestina.is

x

Frjáls Palestína

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.