Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 19
FRJÁLS PALESTÍNA 19
Það þarf að koma til alþjóðleg
ráðstefna á vegum Sameinu þjóðanna
sem tekur ábyrgð á því að koma á friði
á grundvelli alþjóðalaga og ályktana
Sameinuðu þjóðanna. Í þetta sinn má
Ísraelsstjórn ekki komast upp með að
setja skilyrði eins og í Madrid, þegar
hún krafðist þess að hvorki SÞ né
PLO fengju að koma á ráðstefnu um
frið í Palestínu. Að þessu var gengið!
Sniðganga er friðsöm
og áhrifarík
Mikið og sameinað átak þarf að eiga
sér stað til að koma Ísrael að samn-
ingaborði. Þar gegnir Bandaríkjastjórn
megin hlutverki og Evrópusambandið
getur haft úrslitaþýðingu vegna mik-
illa viðskipta við Ísrael, sem nýtur
bestu vildarkjara hjá ESB. Sniðgöngu-
hreyfingin er að ná það miklum ár
angri að Netanyahu hefur skilgreint
BDS (boycott, divest, sanction)
hreyfinguna sem höfuðóvin Ísraels.
Viðbrögðin við samþykkt borgarstjór-
nar Reykjavíkur, um að sniðganga
vörur frá Ísrael meðan hernámið varir,
sýnir svo ekki verður um villst, hver-
su viðkvæmir Ísra elsmenn eru fyrir
þrýstingi sem þessum. Meira að segja
tiltölulega saklaus ákvörðun ESB um
að krefjast þess að ísraelskar vörur
frá herteknu svæðunum, það er frá
ólöglegum landt ökubyggðum, hefur
orsakað harka lega viðbrögð hjá Ís-
raelsstjórn. Að eins er um að ræða að
þær verði merktar sem slíkar, þann-
ig að fólk geti valið hvort það kaupi
vörur frá herteknu svæðunum, en að
þær séu ekki merktar sem MADE IN
ISRAEL. Netanyahu hefur í frammi
hótanir gagn vart Evrópusambandinu
vegna þessara hógværu tilmæla um
merkingu, en þetta mál hefur verið til
athugunar í mörg ár. Á Alþingi hefur
samskonar tillaga legið fyrir og beðið
afgreiðslu árum saman.
Samþykkt Evrópusambandsins hef-
ur greinilega sitt að segja. Og eng-
inn vafi er á því að nýleg samþykkt
Norðurlandaráðs, sem Höskuldur
Þór hallsson forseti Norðurlandaráðs,
Steingrímur J. Sigfússon og fleiri unnu
ötullega að, mun hafa þýðingu. Álykt-
unin var stefnumótandi fyrir Norður-
landaráð sem hefur ekki verið að
ræða né álykta um utanríksmál, en
nú var með yfirgnæfandi meirihluta
samþykkt að styðja tveggja ríkja laus-
nina um Ísra el og Palestínu og hvetja
ríkisstjórnir Norðurlanda til að fara
að fordæmi Íslands og Svíþjóðar og
viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt
og fullvalda ríki innan landamæranna
frá 1967. Betra hefði verið að fylgja
fordæmi Alþingis frá 29. nóvember
2011 og viðurkenna ekki bara sjálf-
stæði Palestínu held ur árétta einnig
rétt palestínsks flótta fólks til að snúa
aftur heim. En engu að síður þá var
hér stór áfangi fyrir Norðurlandaráð
sem ástæða er til að óska því til ham-
ingju með og þá ekki síst hinum ötulu
þingmönnum og starfs mönnum hóp-
anna sem unnu málinu brautargengi.
Oft er spurt hvort nokkur von sé
um frið í Palestínu. Þetta sé allt svo
flókið. Svarið er já og málið ekki svo
flókið. Það þarf aðeins að fá alla aði-
la málsins til að fara að lögum, hlíta
alþjóðlögum og samþykktum Sþ. Snið-
gangan er friðsamt og öflugt tæki til að
Ísra els stjórn átti sig. Banda ríkjastjórn
og Evrópusambandið verða að sýna
ábyrgð. Einbeita þarf öllum kröftum að
þessu marki. Þá horfir í réttlæti og frið.
Sveinn Rúnar Hauksson læknir
form. Félagsins Ísland-Palestína