Frjáls Palestína - 01.11.2015, Blaðsíða 8

Frjáls Palestína - 01.11.2015, Blaðsíða 8
8 FRJÁLS PALESTÍNA Skilaboð til stjórnvalda í Ísrael Sendiherra Ísraels bað borgarstjórn um að hitta sig á fundi. Sá fundur fór fram í dag [innsk. ritstj. 27. október]. Á fundinum vorum við fjögur sem létum sendiherrann fá hvatningu um m.a. að virða mannréttindi Palestínumanna og hætta hernáminu. Það er ekki oft þar sem borgarfulltrúar fá tækifæri til að láta sig málefni alþjóðasamfélagsins varða þó snertifletirnir séu vissulega fleiri en við nýtum okkur. Reykjavík er auðvitað ekki ríkið en getur lagt lóð sitt á vogarskálarnir með því að mót- mæla mannréttindabrotum á fundum, hvort sem það eru fulltrúar Kína, Ban- daríkjanna, Ísraels eða Rússlands og eftir atvikum fleiri ríkja. Ég held að það sé full samstaða um það hér á landi að þeim skilaboðum sé komið til skila þegar við á. Hér er bréfið í heild sinni. Þann 27. október birti Líf Magneu­ dóttir, varaborgafulltrúi í Reykjavík, pistil á bloggsíðu sinni þar sem hún segir frá fundi borgarstjórnar Reykavíkur við sendiherra Ísrael sem fram hafði farið fyrr um daginn. Nýttu þau tækifærið til þess að ræða málefni Palestínu ásamt því að afhenda sendiherra bréf sem birt er hér að neðan, sem var undirritað af Líf, Sigurði B. Blöndal, Skúla Helgasyni og Halldóri Auðar­ Svanssyni. Líf gaf FÍP góðfúslegt leyfi til þess að birta færsluna í heild, en ekki tókst að þýða bréfið áður en blaðið fór í prent. Hægt er að sjá upprunalegt eintak bréfsins á bloggsíðu hennar. Your excellency Raphael Schutz. This is an entreaty to the government you represent to cease the occupa­ tion in Palestine, honour the human rights of the Palestine people, recog­ nize the State of Palestine and act in accordance with all resolutions of the General Assembly of the United Nations as other councils of UN. It must be emphasized that the Israeli government is obliged to honour the Geneva Conventions which represent fundamental principles of interna­ tional law. The United Nations and other repu­ table international organizations have long expressed their deep concern about the human rights violations of Israel towards the Palestinian popula­ tion in the West Bank and Gaza Strip. The United Nations General Assem­ Skilaboð til stjórnvalda í Ísrael Palestínumenn eru einn stærsti hóp-ur flóttamanna í heiminum. Þessi hópur fólks var rekinn úr landi sínu eftir blóðuga bardaga og þjóðernis- hreinsanir í kjölfar stofnunar Ísraels- ríkis árið 1948 og í framhaldi þess hernám Ísrael á Vesturbakkanum og Jerúsalem árið 1967. Eftir dvöl mína í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum árin 2013 og 2014, verð ég að viðurkenna ég vissi lítið um hvernig ástandið væri í þeim fjölmörgu flóttamannabúðum Palestínumanna sem enn standa í Jórdaníu og Líban- on. Þegar dvalið er í flóttamannabúðum innan landamæra Palestínu er búið undir hernámi og miklu atvinnuleysi en í raun er ástandið svipað og á öðrum stöðum á Vesturbakkanum – þrátt fyrir að sjálfsagt sé það töluvert verra vegna fátæktar og stöðnunar sem flótta mannabúðir skapa. Í sumar lá því leið mín til Líbanon. Saga Líbanon og Palestínu hefur verið samtvinnuð síðustu áratugi og er þar margt áhugavert á að líta, heyra og sjá. Það er hins vegar ekki mitt hlutverk að segja frá því sem utan aðkomandi gestur hjá landi og þjóð. En eins og staðan er í dag er um 1,5 milljón flóttamanna í Sýrlandi. Þetta er að stórum hluta flóttafólk frá Sýrlandi en þar eru einnig margar Palestínskar flóttamannabúðir, þar sem þriðja kyn slóð flóttamanna vex nú úr grasi. Þar af eru eflaust frægastar Shatila flóttmannabúðirnar í Beirut sem eru hvað þekktastar fyrir hrottaleg fjöldamorð árið 1982, undir lok borgarastríðs í Líbanon, þegar ísraelsher hafði ráðist inn í landið. Í búðunum eru nú á skrá í kringum 10.000 Palestínumenn ásamt töluverðu af sýrlensku flóttafólki. Þegar ég ákvað að fara til Líbanon var mér ofarlega í huga að heimsækja palestínskar flóttamannabúðir. Var það aðallega til þess að sjá aðstæður fólksins, til þess að ræða við það og heyra sögur þess, en þó var ég smeyk um að fólki gæti þótt ég óviðeigandi, að koma líkt og ég vildi skoða eymd þess. Eftir að hafa fyrir óskaplega tilviljun rekist á gamlan samstarfsfélaga á kaffi húsi í Beirut, sem ég hafði kynnst Palestínskar flóttamannabúðir víða um heim Heimsókn í palestínsku flóttamanna- búðirnar Shatila í Líbanon

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.