Frjáls Palestína - 01.11.2015, Síða 13
FRJÁLS PALESTÍNA 13
lega. En ekki á musterishæðinni og
ekki núna, þar sem landtökumenn
gyð inga eru farnir að festa sig í sessi
í arabaþorpum umhverfis helgiskrínin.
Um öll hernumdu svæðin og meðal
arabískra borgara í Ísrael hljómaði
kallið: Helgistaðirnir eru í hættu. Leið-
togar Ísraela hrópuðu á móti að það
væri haugalygi. Ungir Palestínumenn
tóku sér hnífa í hönd og hófu að sting a
Ísraela, vitandi fullvel að þeir yrðu
líklegast skotnir til bana á staðnum.
Leiðtogar Ísraela hvöttu gyðinglega
borgara til að ganga með vopn öll-
um stundum og að skjóta undir eins
og þeir yrðu vitni að árás. Núna ger-
ast nokkur slík atvik á degi hverjum.
Alls hafa átta gyðingar verið drepnir
í þessum mánuði [innsk. ritstj. ok-
tóber 2015] ásamt 18 grunuðum og
20 öðrum Palestínumönnum. Þetta
er sem sagt bakgrunnur ódæðisins í
Beersheba. Það átti sér á aðalstrætis-
vagnastöðinni í eyðimerkurhöfuð borg-
inni, bæ sem samanstendur af um
250.000 gyðingum, flestum af mið
austrænum uppruna, en umhverfis
þá eru margvísleg bæjarumdæmi og
tjaldbúðir bedúína.
Atvikið hverfist um þrjár manneskj
ur. Fyrstur var 19 ára gamall hermað-
ur, Omri Levi. Hann steig út úr
strætis vagni og hélt inn í stóra strætis-
vagnastöð þar sem arabískur árásar-
maður greip vopn hans og drap hann.
Við vitum sáralítið um hermanninn
ann að en það að hann var 19 ára og
virtist geðfelldur piltur. Önnur man-
neskjan var árásarmaðurinn, hinn 21
árs gamli Muhammad al-Okbi. Það
vekur furðu að hann var bedúíni úr
nágrenninu og átti sér ekki sögu um
að ógna öryggi nokkurar manneskju.
Furðu, vegna þess að margir bedúínar
bjóða sig fram í Ísraelsher, þjóna í
lög reglunni eða stunda nám við há-
skólann í Beersheba. Það hindrar rík-
is stjórn Ísraels ekki í að hrifsa land af
ættbálkunum og koma þeim fyrir að
nýju í litlum og þröngbýlum bæjarum-
dæmum.
Enginn veit af hverju þessi eyði-
merk ur drengur ákvað, þegar hann
vaknaði þennan dag, að verða
píslarvott ur og ganga berserksgang.
Stórfjölskyldan hans virðist jafn gáttuð
og allir aðrir. Svo virðist sem hann hafi
tekið ofsatrú og hafi verið að bregðast
við atburðunum við al-Aksa. Rétt eins
og aðrir bedúínar var hann svo sann-
arlega líka reiður yfir þeim tilburðum
ríkisstjórnarinnar að svipta bedúína
eigum sínum. Þannig að hann skaut á
vegfarendur – annað hvort með eigin
byssu eða vopni sem hann hrifsaði af
hermanninum.
Eftir að hafa lesið mér til tugi þúsun-
da orða er ég ekki enn fyllilega viss
hvort var. En manneskjan sem vakti
mesta athygli var hvorki hermaðurinn
né árásarmaðurinn heldur þriðja fór-
narlambið. Hann hét Haftom Zarhim,
29 ára flóttamaður frá Erítreu – einn
þeirra um 50.000 Afríkumanna sem
fóru ólöglega yfir landamærin yfir í Ne-
gev-eyðimörkina. Hann var alsaklaus.
Það vildi bara svo til að hann gekk inn
á strætisvagnastöðina, var fyrir aftan
árásarmanninn og nokkrir vegfarenda
tóku hann í misgripum fyrir samverka-
mann. Hann leit ekki út fyrir að vera
gyðingur. Skotið var á hann og hann
særðist. Þar sem hann lá á gólfinu,
blæð andi og varnarlaus, umkringdi
múg urinn hann og sparkaði í hann úr
öllum áttum, þónokkrir í höfuðið. Hann
var þegar látinn þegar hann var færð-
ur inn á spítalann. Glaðhlakkalegur
vegfarandi tók alla atburðarásina upp
á snjallsímann sinn og hún var sýnd í
öllum sjónvarpsfréttum. Það er engin
önnur leið til að segja það: þetta var
dæmi um hreinan og kláran og grim-
múðlegan rasisma.
Hrottalega meðferð æsts múgs á
særðum palestínskum árásarmönn-
um má á einhvern hátt skilja – ekki
afsaka, ekki réttlæta, en í það minnsta
skilja. Þar höfum við átök sem hafa
þegar varað í meira en 130 ár, beggj a
vegna hafa nokkrar kynslóðir alist upp
við gagnkvæmt hatur. En hælisleit-
endur? Næstum allir hata þá. Hvers
vegna? Einungis vegna þess að þeir
eru útlendingar, ekki gyðingar. Jafn-
vel húðlitur þeirra skýrir þetta ekki að
fullu – við höfum þrátt fyrir allt tölu-
verðan fjölda hörundsdökkra gyðinga
frá Eþíópíu sem eru samþykktir sem
„einir af okkur“. Þessi hrottalega af-
taka án dóms og laga á Haftom, þar
sem hann lá deyjandi, var í einu og
öllu viðbjóðleg og fyrirlitleg. Hún gæti
fengið mann til að örvænta um Ísrael
– ef ekki hefði verið fyrir einn ónefn-
dan miðaldra vegfaranda, sem sneri
aftur á vettvang tveimur dögum síðar,
endur sagði atburðarásina í sjónvarp-
inu, játaði að hann hefði ekki getað
sofið síðan þá – og grét.
Uri Avnery (f. 1923) er fyrrum her
maður, blaðamaður og þingmaður.
Hann fer fyrir ísraelsku friðarsamtöku
num Gush Shalom. Einar Steinn Val
garðsson þýddi.