Frjáls Palestína - 01.11.2015, Síða 18

Frjáls Palestína - 01.11.2015, Síða 18
18 FRJÁLS PALESTÍNA Oslóarsamkomlagið 1993 gerði í grunninn ráð fyrir að friður grundvall- aðist á þessari skiptingu. Ísrael átti að skila herteknu svæðunum fimm árum eftir að samkomulag lægi fyrir. Rabin hershöfðingi, þáverandi forsætisráð- herra Ísraels galt fyrir þetta friðars- amkomulag með lífi sínu, var myrtur á útifundi af ísraelskum öfgamanni. En það voru þannig öfgamenn, eins og Netanyahu núver andi forsætis- ráðherra, sem alla tíð voru á móti Os- lóarsamkomulaginu, sem komust til valda. Friðarviðræður sem siglt hafa í kjölfarið og á endan um í strand fyrir hálfu öðru ári, hafa verið meiningarlau- sar, því að öðru megin við borðið hefur verið aðili, sem er millj ón sinnum ster- kari að auði og vopn um og hefur en- gan áhuga á að semja við Palestínu- menn um sjálfstætt, full valda ríki þeim til handa. Friðarviðræður hafa enda- laust verið dregnar á langinn meðan tíminn er notaður til að styrka stöðu landræningjanna sem sífellt bæta við sig landi og hefur nú verið fjölgað upp í 600 þúsund. Þetta er byggðir sem er algerlega á skjön við alþjóðalög sem banna alfarið að íbúar séu fluttir inn á hertekið svæði. Þriðja Intifadan Það unga fólk sem fremst er í flokki bæði í almennum, friðsömum mót- mælum og þeir einstaklingar sem gripið hafa til frumstæðra vopna, el- dhúshnífs eða skrúfjárns og náð að drepa nokkra hermenn og örfáa aðra Ísraelsmenn en sært fleiri, er af nýrri kynslóð þar sem flestir eru fæddir eftir að Oslóarsamkomulagið var gert. Sú framtíð sem blasir við þeim er svört. Ástandið á herteknu svæðunum hefur einungis versnað frá 1993, ófrelsið, mannréttindabrotin og atvinnuleysið. Framtíðarmöguleikar í landinu þeirra eru ótryggir, svo vægt sé til orða tekið. Uppreisnina sem braust út í síðast- liðnum mánuði ber að skoða í þessu ljósi og sér í lagi til framkomu Netan- yahu og Ísraelsmanna og átroðnings á musterishæðinni svokölluðu. Þar eiga múslimar, ekki bara palestínskir held ur þeir sem aðhyllast Íslam um allan heim, sinn þriðja helgasta stað, þar sem Klettamoskan og Al Aqsa mosk an standa. Þessi staður kemur næst Mekka og Medina. Þá er eng- in vafi á því að sífelldar og stöðugt harðnandi árásir landtökufólks á íbúa Vesturbakk ans og Austur-Jerúsalem, hafa mikið að segja. Þar fyllti kannski mælinn þegar landræningjar kveiktu í heimili fólks og brenndu fjölskyldu til dauða. Fjögurra ára drengur lifði af. Það er rétt að líta aðeins inn í ríkis- stjórn Netanyahus en vera þá viðbúinn hryllingsmynd. Tökum sem dæmi dóms málaráðherrann sem er ung land tökukona sem eftir útliti að dæma gæti vel hafa verið sýningarstúlka eða feg urðardrottning. En það er ekki sýn- ingarhæft sem hún lætur út úr sér, óhugnanlegar skoðanir sem hún hef- ur ekki legið á. Í fyrra kom fram hjá henni sú skoðun að drepa bæri allar palestínskar mæður, þær gerðu ekkert annað en að ala af sér hryðjuverka- menn. Það er með ólíkindum hvernig stjórn málin hafa þróast í Ísrael, og hversu hratt þau hafa þróast til ras- isma, öfgafulls haturs og mannfyrirlit- ningar. Þegar ég fór að fygjast með stjórnmálum á þessum slóðum fyrir rú- mum aldarfjórðungi hefðu stjórnmála- menn eins og fyrrnefnd kona, ekki átt erindi í kosningabaráttu með sinn boðskap, hvað þá inn á þing. Nú er hún orðin dómsmálaráðherra. Intifada, uppreisn gegn hernáminu, hófst í desemberbyrjun, 10 dögum eft ir að Félagið Ísland-Palestína var stofnað, en það var 29. nóvember 1987. Fyrsta Intifadan lognaðist út af þegar friðarviðræður hófust í október 1991 í Madríd. Sú uppreisn sem var að mestu alveg friðsöm af hálfu Pal- estínumanna skilaði miklum árangri og margefldi alþjóðlega samstöðu með Palestínu. Ári síðar 15. nóvemb- er 1988 las Yasser Arafat forseti Pal- estínu upp sjálfstæðisyfirlýsinguna en með sjálfstæðri Palestínu innan landa- mæranna frá 1967 var um leið verið að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis á 78% lands sögulegrar Palestínu. Þegar séð var að enginn árangur næðist af Osló arsamkomulaginu braust út Önn- ur Intifada. Eins og nú varð átroðn- ingur Ísra elsmanna á Musterishæð- inni til efni þess að mótmæli brutust út. Herinn var viðbúinn og fljótlega höfðu tugir manna fallið í valinn. Nú varð meira áberandi að palestínskir and- spyrnumenn tæku sér vopn í hönd, þótt mótmæli fjöldans væru fyrst og fremst friðsöm. Friðarviðræður, alþjóðleg vernd og ráðstefna Bandaríkjastjórn hefur gert tilraunir til að koma friðarviðræðum í gang, og síðastur til þess er John Kerry nú- verandi utanríkisráðherra sem lagt hefur mikla vinnu í þetta. Meðferðin sem hann hefur fengið hjá ísraels- kum leiðtogum er með ólíkindum, þar sem hann hefur hvað eftir annað verið niðurlægður, líkt við smábarn og ann- að eftir því. Kerry hefur þó verið mikill Ísraelsvinur og nefna má að hann vald i gyðing til að leiða viðræður fyrir sína hönd, mann sem hafði starfað á árum áður fyrir AIPAC, þrýstihópinn fyrir Ísra el á Bandaríkjaþingi. Obama forseti hefur litlu getað skilað, þótt hann hafi stundum verið jákvæður í orði varðandi rétt palestínsku þjóðar- innar. Hann virðist raunar hafa fengið sig fullsaddan af hrokafullri framkomu Netanyahu, sem virðist geta leikið sér að Bandaríkjaþingi einsog brúðu- leikhúsi. Ísraelski forsætisráðherrann hefur heldur ekki farið leynt með að telja sig hafa neitunarvald í Öryggis- ráði SÞ, það er að ráða yfir atkvæði Bandaríkjanna í málum sem snerta Ísrael! Vonir fólks í Palestínu og fólks um allan heim, sem lætur sér ekki standa á sama um örlög þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs, eru ekki háfleygar um þessar mundir, þegar horft er til rétt- lætis og friðar. Það hefur löngum verið ljóst, að Palestínumálið svokallaða er lykilmál sem leysa verður til að varanlegur friður náist. Á sama hátt er þetta ástand sem nú ríkir, grimmi- legt hernám Palestínu, ranglæti sem verður uppspretta ófriðar langt austur fyrir Jórdaná og norður fyrir Galíleu. Alþjóðleg vernd er gömul krafa sem hefur risið hátt að nýju, bæði fyrir íbúa á Gazaströndinni og nú þegar horft er upp á miskunnarlaus dráp, ekki bara á örfáu hnífastungufólki, heldur fyrst og fremst á friðsömum mótmælendum sem þúsundum saman hafa verið skotnir og særðir og tugir verið drepnir eða yfir 80 manns síðan 1. október. Alls hafa 12 Ísraelsmenn verið drepnir og innan við 100 særðir. Er einhver von um frið? Framhald af baksíðu

x

Frjáls Palestína

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.