Frjáls Palestína - 01.11.2015, Qupperneq 14
14 FRJÁLS PALESTÍNA
„Palestína er eitt af þeim fimm löndum sem við erum í þró-
unarsamvinnu við. Samstarfið við þrjú
þeirra er tvíhliða, þar sem við gerum
tví hliða samning við viðkomandi ríki;
Malaví, Úganda og Mósambík. Þró-
un arsamvinnan við Afganistan og
Pal estínu er á hinn bóginn í gegnum
alþjóðastofnanir, en verkefnin sem
unnið er að eru öll eyrnamerkt. Í því
felst að nokkur framlagsríki koma
að verkefnununum, en við eigum þó
heilmikið í þeim. Við erum til dæmis
að vinna með Palestínu í gegnum
UN ICEF inni á Gaza, auk þess sem
við vinnum með UN Women, UN DP,
UNRWA og fleiri stofnunum Sam
einuðu þjóðanna. UNRWA leikur þar
auðvitað stórt hlutverk sem sú stofn-
un SÞ sem sinnir palestínskum flótta
mönnum sérstaklega.
Ég er með á minni könnu mörg
þróunarverkefni sem l eið i r af stöðu
minni sem bæði sendi herra og
skrifstofustjóri þró unar sam vinnu skrif-
stofu ráðuneytisins. Ég hef reynt að
fara a.m.k.einu sinn á ári til Palestínu;
við erum í reglulegum samskiptum við
landið, bæði á pólitískum vettvangi en
mest á sviði þróunarsamvinnu.“
María Erla er á því að almenningur hér
á landi sé ekki mjög meðvitaður um
þetta mikla samstarf milli Palestínu
og Íslands. „Við hefðum sjálfsagt
mátt vera duglegri að segja frá þeim
verkefnum sem við erum að fást við,“
segir hún.
Í ferðina sem hér er fjallað um fór
María Erla ásamt Einari Gunnarssyni,
þáverandi ráðuneytisstjóra, nú fasta-
fulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóð-
un um í New York. Þessi ferð var bæði
tengd pólitísku samráði og þró un ar-
samvinnu.
Mæðra- og ungbarnaeftirlit
„Það er ekkert auðvelt að komast inn
á Gaza, eins og flestir vita. Við er
um ekki með sendiráð á staðnum og
óhjákvæmilegt annað en sækja um
leyfi til Ísrael til að komast inn á svæðið.
Þá þurfum við helst að fara á vegum
einhverra stofnana Sþ. Við komum
út á mánudegi og fórum eldsnemma
morg un inn eftir inn á Gaza.
„Mér brá náttúrlega við að sjá ást-
and ið. Á leiðinni keyrðum við í gegn-
um öll hverfin sem lögð höfðu ver ið
í rúst, þannig að þetta var ótrúlega
Íslandi um langa hríð, en ekki á Gaza
og samkvæmt þeim skýrslum sem
komið hafa út um verkefnið hefur það
borið mikinn árangur. Með þessu starfi
eru mæður að fá mikla fræðslu um
ungbörn og brjóstagjöf, allt sem skiptir
máli. Verkefnið er líka unnið í samstarfi
við heilbrigðisráðuneyti Palestínu.“
Maríu Erlu finnst mikilvægt að sjá
með eigin augum hvernig verkefnin
ganga fyrir sig og ekki síst að í gegn-
um þessi verkefni gefst henni kostur
á að hitta Palestínumenn ræða við þá
um verkefnin og hvernig þeim líst á
framgang þeirra.
„Áður fyrr var mikið um að börnum
væri gefin blönduð fæða og þurrmjólk
mikið notuð. Þekkingu skorti á brjósta-
mjólk og mikilvægi hennar fyrir ung-
börnin. Þetta hefur breyst vegna
þessa verkefnis. Ljósmæðurnar eru
að leggja geysilega mikið á sig og
jafn vel þegar ástandið var sem verst
í stríðinu á síðasta ári fóru þær samt í
svona heimsóknir.
Við erum auðvitað stolt af þessu
verkefni og að íslenskur sérfræðingur
sem starfaði á Gaza á vegum UNICEF
Finnst ég skilja
þjóðfélagið betur
Rætt við
Maríu Erlu Marelsdóttur,
sendiherra Íslands
gagnvart Palestínu
og sviðsstjóra
Þróunarsamvinnusviðs
Utanríkisráðuneytisins,
um ferð hennar
til Palestínu og í
flóttamannabúðir í
Jórdaníu í október 2014
áhrifamikið. Þótt maður sjái áhrifaríkar
fréttamyndir í sjónvarpinu þá er það
allt annað en að fara á staðinn og upp-
lifa aðstæðurnar.
Við vorum að fara að kynna okk ur
verkefni sem við vinnum að með UNI-
CEF, verkefni sem snýr að mæðra- og
ungbarnavernd, en á því er mikil þörf
inni á Gaza. Verkefnið felst í fræðslu
um umönnun ungbarna, mikilvægi
brjósta gjafar o.þ.h., meðal annars því
að ljósmæður og heilbrigðisstarfsfólk
heimsækir nýbakaðar mæður og börn
þeirra. Við vorum svo heppin að fá
að fara í eina slíka heimsókn. Þetta
er fyrirkomulag sem þekkst hefur á
Rústir á Gaza. Ljósm. María Erla
Íbúarnir og fyrrverandi heimilin þeirra.