Jökull - 01.12.1953, Side 40
Fig. 1. Small floating polygons within big
anchored ones near Teigarhorn in Berufjörður.
Drawn by the author from a photograph.
Litlir malartiglar milli stórra steinatigla á flöt
nærri Teigarhorni við Berufjörð. Höf. teiknaði
eftir Ijósmynd.
on Fig. 1, which is drawn from a photo-
graph taken shortly SW of the Teigarhorn
farm in ab. 20 m height. Ffere it seemecl
clear that the small floating gravel rings
and polygons, the diam. of which is 20—40
cm, were of much younger age than the
anchored b'lock polygons, which here have
a diameter of 180—250 cm.
I have the impression that nowadays only
floating polygons are formed on these low level
areas, and that the big, anchored polygons in
these areas are mainly „fossil" remnants from
late glacial time, when the climate was colder
than now. But this is a problem which deserves
a thorough study.
Sigurdur Thorarinsson.
ÁGRIP: Höf. getur þess, að á blágrýtissvæð-
um landsins megi finna stóra, djúpstæða steina-
tigla, 2—3 m í þvermál, niðri á láglendi. A þeim
svæðum eru þó algengastir litlir malartiglar
(30—80 cm í þvermál), sem eru mjög grunn-
stæðir. Telur höf. liklegt, að í núverandi lofts-
lagi myndist eingöngu tiglar af siðarnefndri
gerð á þessum svæðum, en stóru djúpstæðu
tiglarnir hafi aðallega myndazt í lok jökultím-
ans, er loftslag var mun kaldara en nú.
DYRFJALLAJÖKULL
í Dyrfjöllum eru nokkrar litlar jökulfannir.
Þær haga sér eins og skriðjöklar, akast undan
brekkunni og sverfa bergið. Frá þeim falla korg-
litaðir lækir eða smáár, sem nefndar eru Jökuls-
ár. Jökulsá Fféraðs megin fellur til Selfljóts, en
Jökulsá austan fjallanna fellur til Fjarðarár í
Borgarfirði eystra.
Jökulfannir þessar munu hafa rýrnað nokk-
uð hin síðari ár, eins og jöklar annars staðar á
landinu, en það var loks s. 1. surnar að þessu
voru gefnar nánari gætur.
Steinþór Eiríksson, vélsmiður að Egilsstöð-
um á Völlum, er þaulkunnugur á þessum slóð-
um, enda alinn upp í Fljaltastaðaþinghá við
rætur Dyrfjalla. Ffann telur sig muna glöggt,
hvar jaðar stærstu jökulfannarinnar lá 1930.
Stærsta jökulfönnin er vestan í fjöllunum, sunn-
an Dyra, og að sögn Steinþórs náði hún fram að
gilskoru, þar sem nú fellur úr smálóni, sem er
framan við jökulinn.
Hinn 16. sept. 1953 skruppum við Steinþór
til Dyrfjalla og athuguðum staðhætti. Frá
nefndu gili, þar sem Jökulsá hefur upptök sín,
voru 230 metrar að jökuljaðri. Samkvæmt þessu
hefur jökullinn gengið til baka 10 metra að
meðaltali á ári.
Dyrfjöll eru merkileg fyrir margra hluta sak-
ir, en mesta athygli vekur Stórurð, sem er hrun
úr fjöllunum og ber nafn með rentu. Þarna er
gósenland fjallaprílara. Nyrðri tindurinn er enn
ógenginn, að því er ég bezt veit, en Steinþór Ei-
ríksson gekk á syðri tindinn við þriðja mann
sumarið 1952.
Sigurjón Rist.
38