Jökull - 01.12.1953, Síða 42
2. mynd. Hraun í Hlíðardal austan Dalfjalls í
Mývatnssveit.
Chevron-like features on a lava flow in Hlið-
ardalur, N. Iceland.'
Ljósm. S. Þórarinsson 1953.
er niður fyrir fossana kemur. Á sumrum berst
miklu minni nýsnjór í sprungur jökulfossanna
en á vetrum. Á Svinafellsjökli má telja um 45
svigður á jöklinum milli jökulfoss og framjað-
ars, og ætti því jökullinn, ef um árssvigður er
að ræða, að skríða þessa vegalengd, um 5 km,
á 45 árum eða rúma 100 m árlega. Mælingar
Jack Ives og félaga hans á skriði Morsárjökuls
síðastliðið sumar benda til þess, að þar séu
svigðurnar árssvigður. I ritgerð eftir H. Hoinkes,
sem birtist í Zeitschrift fúr Gletscherkunde und
Glazialgeologi (Bd. II, Heft 2) síðastliðið haust
er bent á, að svigður skriðjökulsins Langlauferer
Ferner í Ötzthaler-ölpum séu að öllum líkind-
um árssvigður, og svo virðist einnig um svigð-
urnar á jöklum Mer de Glace.
Hitt er svo annað mál, að líklegt er, að sumir
jökulfossar geti myndað svigður, sem ekki eru
árssvigður, t. d. við það að jökullinn brotni,
þegar ákveðið magn af ís hefur skriðið fram
yfir brún jökulfossins. I bréfi til The Journal
of Glaciology (Vol. 2, No. 14, Nov. 1953) benti
ég á, að í Heklugosinu síðasta mátti sjá eins
konar svigður myndast neðan við hraunfossa,
og voru þessar hraunsvigður næsta reglulegar.
Hér er vart um aðrar orsakir að ræða en hreint
mekanískar. Neðan við hraunfossa, þar sem hall-
inn minnkar skyndilega, hleðst hraunið upp í
garða, sem síga fram, þegar þrýstingurinn á þá
að ofan hefur náð vissu rnarki. Síðan fer næsti
hryggur að myndast og svo koll af kolli. Slíkar
hraunsvigður má víða sjá í hraunum hér á landi,
og birti ég hér eina mynd af slíkum svigðum.
Hún er tekin ofan úr Dalfjalli í Mývatnssveit
og sér yfir yngsta hraunið, sem runnið hefur
suður Lllíðardalinn. Fjarlægðin milli svigða-
hryggja er 12—15 m og hæðarmunur hryggja og
lægða 1—1.5. m. Svigður geta væntanlega einnig
myndazt i jöklum af svipuðum orsökum og í
hraunum, en það þarf ekki að stangast við þá
skoðun, að á mörgum jöklum, svo sem skrið-
jöklum Öræfajökuls, séu svigðurnar árssvigður,
hver svo sem orsök þeirra svigðamyndana er.
Sigurður Þórarinsson.
SUMMARY: During repeated flights over
Orcefajökull and its outlet glaciers while search-
ing for two British students, who were lost there
in Aug. 1953 the author had good opportunity
to study the chevrons on these glaciers. Except
for the chevrons on Morsárjökull,Fjallsjökulland
Kvíárjökull mentioned in a previous paper (Jök-
ull 2. ár, pp. 22—25) chevrons were noticed on
Skaftafellsjökull, Falljökull, Breiðamerkurjökull
E and N of Breiðamerkurfjall, on a glacier in
Esjufjöll and on Svinafellsjökidl. Tlie chevrons
on Svínafellsjökull (Fig.l) are unusually regular,
and the opinion of the author is that they are
annual. The ice pushed forward at the foot of
the ice fall seems to be of another consistence
in summer time than in wintertime. The
author points out that chevron-like features
appear also on lavaflows below slopes (Fig. 2)
and these seem to be a phenomenon due to the
damming up of the surface material at the foot
of the slope so as to block its passage for aperiod
of time or until the pressure has reached a
certain amount. It then moves away the bloc-
king material and a new damming up starts.
These lava formations indicate that annual
rhythm is not requisit for the formation of
chevrons, but the author still maintains the
opinion expressed in his previous paper on
chevrons, i. e. that the chevrons on the outlet
glaciers of Örcefajökull are probably annual.
Measurements of the movement of Morsár-
jökull suggested by the author and carried out
by Jack Ives in the summer of 1953 indicate
that the chevrons on that glacier are annual
(pers. information by J. Ives). S. Tliorarinsson.
40