Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1953, Qupperneq 43

Jökull - 01.12.1953, Qupperneq 43
ÁRNI KJARTANSSON: Leit að brezk- um stúdentum á Öræfajökli Hrútsfjallstindar. Ljósm. Árni Kjartansson. Tildrög þeirrar leitar, sem um raðir í eftir- farandi grein, voru i stuttu máli þessi: Sumarið 1953 vann brezkur leiðangur frá Nottinghamháskóla að rannsóknum á Morsár- jökli i Orcefum og hjarnsvœði hans. Þátttakend- ur i leiðangrinum voru 10, þar af tvœr stúlknr, og var stjórnandi leiðangursins Jack Ives, rösk- lega tvitugur piltur. Bœkistöð höfðu leiðangursmenn í Morsár- dal, en aðra á hjarnjöklinum 2.5 km norður af Miðfellstindi i um 1200 m hceð. Var þeirri stöð komið upp 12. júlí. Kl. 6 að morgni fimmtudaginn 6. ágúst lögðu tveir stúdentanna, Ian Harrison og Anthony Prosser, af stað úr tjaldstaðnum norður af Mið- fellstindi og hugðust ganga þaðan yfir Her- mannaskarð til Hrútsfjalls og klifa síðan Hvannadalshnúk. Þeir höfðu með sér ríflegan mat til fimm daga, sem átti að geta enzt 7—8 daga, eitt jöklatjald bleikrautt, mannbrodda, isaxir og 210 feta nœlonvað. Tveir stúdentar urðu eftir i tjaldstaðnum og sáu það siðast til félaga sinna, að þeir stefndu i átt til Hermanna- skarðs i góðu veðri. Um hádegið lagðist þoka yfir efsta hluta Orcefajökuls, en veðrið var gott allan daginn. Þrjá ncestu daga var hvasst og hríðarslydda. Mánudaginn 10. ágúst var aftur ágcetisveður, en gekk svo enn í leiðindaveður, sem varaði nœstu fimm daga. Sunnudaginn 16. ágúst héldu þeir tveir, er í tjaldstaðnum dvöld- ust, til byggða til að tilkynna, að félagar þeirra liefðu ekki skilað sér heim, og mcettu á leiðinni leiðangursstjóranum. Var nú haldið til Skaftafells til að tilkynna hvarf þiltanna, og nœsta morgun var björgunarflugvél úr Kefla- vík fengin til að leita á jöklinum. Skyggni var gott, en leitin bar engan árangur. Þriðjudag- mn 18. ágúst, þ. e. 12 dögum eftir hvarf pilt- anna, hófst svo leit af Islendinga hálfu, og var undirritaður fenginn til að skipuleggja hana ásamt formanni flugbjörgunarsveitarinnar. Var ákveðið að senda upp á jökul leitarflokk úr flugbjörgunarsveitinni undir stjórn Arna Kjartanssonar, og skyldi ferðum þessa hóps stjórnað úr lofti samtímis þvi, sem leitinni úr lofti yrði haldið áfrarn. Auk amerisku björgun- arvélarinnar, sem leitaði i 4 daga samfleytt, leitaði Björn Pálsson í flugvél sinni dagana 19- og 20. ágúst. Var margflogið yfir Orœfajökul og nœrsvæði i góðu skyggni, allt austur fyrir Esjufjöll og norðvestur til Grímsvatna, en án nokkurs árangurs. Fer hér á eftir frásögn Arna Kjartanssonar af ferðalagi leitarflokksins: S. Þ. Þátttakendur: Árni Kjartansson, Haukur Haf- liðason, Magnús Þórarinsson, Olafur Nielsen, Sigurður Waage, Vilhjálmur Nielsen. Leitinni stjórnaði Sigurður Þórarinsson. Lagt af stað með tveggja hreyfla björgunar- flugvél frá ameríska flughernum þriðjud. 18. 41

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.