Jökull


Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 17

Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 17
opin hafa augun, betri skóli en nokkur háskóli. Ein þessara frceðigreina er jöklafrceðin. Jöklar þekja níunda hluta landsins og ná sums staðar niður i mannabyggðir. Með jöðrum þeirra og jafnvel yfir surna þeirra hafa leiðir Islendinga legið frá upphafi Islandsbyggðar. Það mretli þvi undarlegt heita, ef Islendingar hefðu ekki á um- liðnum öldum öðlazt einlivern skilning á þessu náttúrufyrirbceri, enda er það raunverulega svo, að þótt Islendinga sé að litlu sem engu getið i þeim frceðiritum erlendum. sem fjalla um sögu jöklafrceði, á Island sína jöklaannsókna- sögu, sem vel þolir samanburð við samsvarandi sögu þeirra landa, sem talin eru vagga jökla- frceðinnar, Alpalandanna. Hér skal þess freistað að rekja í stuttu máli þessa sögu. Telja má öruggt, að einhverjir þeirra Norð- manna, er hér námu land, hafi haft kynni af jöklum úr sinum heimahögum, en eltkert verð- ur fullyrt um það, hversu náin liynnin voru. En á Islandi lentu þeir þegar á landnámsöld í nábýli við jökla, einkum þeir, er tóku sér bólfestu i Skaftafellssýslum. Nœgir að nefna sem dcemi Þórð Illuga, er braul skip sitt á lireiðár- sandi, en honum gaf Hrollaugur, sonur liögn- valds Mcerajarls, land milli Jökulsár og Kvíár, og bjó hann að Felli við Breiðá, en sá bœr huldist jökli nálcegt aldamótunum 1700. Elztu skráðu heimild um islenzka jökla er að finna i hinni miklu Danasögu Saxa, Gesta Danorum, sem skrifuð var um 1200. I þessu mikla ritverki er meðal annars að finna Islands- lýsingu, sem án efa er byggð á frásögnum Is- lendinga. Eftir að hafa lýst hafísnum skrifar Saxi: „Þar er einnig önnur ístegund, sem liggur á milli fjallshryggja og kletta, og ber mörinum saman uni það, að istegund þessi skipti um legu sina á víxl eftir vissu lögmáli, með nokk- urs konar hverfihreyfingu, þannig að hið efra hastast niður til hins neðsta, og hið neðsta hverf- ur aftur upp á yfirborðið. Til sannindamerkis um þetta er það sagt, að sumir menn hafi fallið i gjár og djúp gapandi sprungna, sem urðu á vegi þeirra, er þeir fóru yfir isfláka, og hafi þeir nokkru síðar fundizt dauðir án þess að nokkur glufa á isnum nceði upp yfir þá, Þess vegna álita margir, að hin djúpa isgjá hverfist um og gefi frá sér siðarmeir það, sem hún hef- ur gleypt i sig.“ Þetta er ekki aðeins langelzta lýsing á hreyf- ingu skriðjökla, sem skráð er. Hún er og á sinn máta alveg rétt, þegar um er að rceða lireyf- ingu iss i jökulsporðum. Skaftfellingum er enn i dag kunnugt um það, að jökullinn skilar sínu, þótt i djúpar sprungur falli. Fyrr eða siðar er það aftur komið upp á yfirborð jökuls- ins, og það meðal annars vegna þeirrar hverfi- hreyfingar, sem Saxi rceðir. En þessu hafa er- lendir frceðimenn ekki veitt athygli fyrr en á tuttugustu öld. K o n u n g s s k u gg s j á er eitt hið merkasta norrcenna fornrita, skrifuð í Noregi, að því talið er um miðja 13. öld. Margt er þar af góðum lifsvisdómi og hollráðum, en einna merkast er ritið þó vegna þeirra upplýsinga náttúrufrceði- legs efnis, sem þar er að finna. Meðal annars er þar gagnmerkur kafli um náttúru Islands og má öruggt telja, að flest i þeim kafla sé beint eða óbeint frá Islendingum runnið. Höfundur- inn rœðir meðal annars um jökulár og skrifar: „Þar eru og köld vötn þau er falla undan jökl- um svo stór, að berg og jörð er hjá liggja þá skjálfa fyrir þcer sakir, að vatnið fellur svo strítt og með svo stórum fossum .... og eigi mega menn til ganga að forvitnast á þá árbakka, neina löng reipi hafi, og sé borin á þá menn, er til vilja forvitnast að sjá, og hinir sitji f jarri, er gceta reipsins, svo að þeir eigi kost að draga þá þegar aftur lil sín, er stríðleiki vatnsins cerir þá.“ Þessi orð eru ekki aðeins skilmerkileg lýsing á islenzkum jökulám, sem belja fram undan jökuljöðrum, svo sem þœr gerðu áður en jökl- arnir tóku að hörfa vegna veðurfarsbreytingar síðustu áratuga (sbr.l.mynd). Þau benda einnig til beinna náttúrufrceðilegra athugana og sýna, að til voru á þjóðveldistímanum Islendingar, sem voru svo forvitnir um náttúrur lands sins, að þeir lögðu sig i nokkra hcettu til að athuga þcer. Um jökla Islands segir í Konungs skuggsjá m. a. „það þykir mér vera mega um isa þá, er á Islandi eru, að það land gjaldi návistar þeirr- ar, er það liggur ncer Grcenalandi og er þess von, að þaðan stafi mikill kuldi, með því að það er um frarn öll lönd ísum þakið. En nú með því að ísland tekur þaðan mikinn kulda og hefur þó litinn varma af sólinni, þá hefur það fyrir því svo mikinn gnótt ísa yfir fjall- görðum sínum". Þessi merkilegu ummceli sýna, að höfundi Konungs skuggsjár hefur verið Ijóst, að skil- 15

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.