Jökull


Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 19

Jökull - 01.12.1960, Blaðsíða 19
nokkurs staðar verið farin og hefur þessi Skaft- fellingur verið haldinn sömu fróðleiksfýsn og þeir forfeður hans, er Konungs skuggsjá greinir frá. En ferðir þœr yfir Vatnajökul, sem líklegt er að hafi átt sér stað fyrr á öldum, voru fyrir all-löngu aflagðar, er Jón Ketilsson lagði í sina reisu. Jöklarit Þórðar Vidalíns er vafalítið merkasta jöklarit 17. aldar. En ekki komst það á prent fyrr en 60 árum síðar, er frœndi Þórðar, Páll Bjarnason Vídalín, snaraði því af latin- unni á þýzku og birti það í þýzka timaritinu Hamburgisches Magazin. Fylgja þýðingunni ýmsar athugasemdir Páls og sumar skynsam- legar. í samtíningi Árna Magnússonar, Choro- graþhica Islandica, frá ferðum hans um Island 1702—1712, er að finna ýmsan fróðleik um jökla, m. a. gagnmerka lýsingu á Sólheimajökli og jökulhlaupum frá honum. Þeirri lýsingu fylg- ir kortskissa (4. mynd). I hinni greinargóðu lýsingu Sigurðar Stefánssonar á Austur-Skaftafellssýslu, dags. 21. júlí 1746, eru mikilsverðar upplýsingar um jökla og jökulár i þeirri sýslu. Eggert Ólafsson (1726—68) minnist víða á jökla bceði í vísindaritgerðum sinum á latínu og i Ferðabókinni, en ekki bœtti hann rnikið um þekkingu Islendinga á þessu sviði. Hann var of bundinn erlendum akademiskum skoðun- um. Þá verður hann fyrstur manna til að reyna að sliýra aurkeilur (drili) á jöklum. Flokkun hans á jöklum er ekki fráleit. En stærsta nafnið í jöklafrceði 18. aldar er Sveinn Pálsson (1762—1840). Hann átti það sammerkt Þórði Vidalin að vera lceknir Skaft- fellinga og hefur vafalaust margt af þeim lcert um jökla. Hann las lceknisfrœði og náltúrufrceði við Hafnarháskóla, en ekki hefur það allt verið þungt á metunum, sem hann nam í þvísa landi. Sem dcemi um það, hvernig ástatt var um nátt- úrufrceðina i Kaupinhafn í þann tið má nefna, að í þvi ritverki erlendu, sem Sveinn vitnar oftast i, náttúrufrceði E. Fleischers, sem kom út í fjölda. binda (sennilega um 16000 bls.), er kafli um jökla. Þar segir i sambandi við fjallið Pila- tus i Sviss, að Kölski „i hiin Tid da denne uret- fcerdige Dommer [þ. e. Pílatus] maatte forlade sin Domstol, har fört ham til Alperne, for att indslutte ham i dette Bicerg, og da man i en Klippe ikke langt fra finder tvende Tegn som af en Hesteskoe, paastaaer man, at hiin Onde har faret saa stcerk af sted med ham, at han endog ved den Heftighed har traadt Hul i Klippen selv (Men bruger Satan da at lade sig beslaae?). Maaske ikkun denne Gang, siden han vidste han havde saa skarp og stened en Vei over alle Klippene at vandre.“ Þess er þó að geta, að Sveinn mun hafa þekkt iil greinargóðrar lýsingar á Justedalsbrceen, sem birtist i riti Hans Ströms um Sunnmceri, prent- uðu i Sórey 1762, og e. t. v. einnig rit. M. Vahls um Noreg. Rit Sveins Pálssonar um jökla ber heitið For- sög til en physisk, geographisk o g historisk Beskrivelse over de islan- ske Is-biærge. I Anledning av en Reise til de fornemste deraf i Aarene 1792—1794. Þetta rit er án nokkurs vafa merkasta jöklarit, sem skrifað var á 18. öld, og var liðið all-langt fram á þá 19. áður en sambœrilegt rit vceri skrifað. En rit Sveins lá óprentað, gleymt og grafið, þar til nokkur hluti þess var prentaður i ársriti Norska ferðafélagsins 1882. I heild kom það ekki út fyrr en 1945, i islenzkri þýðingu Jóns Eyþórssonar, sem hluti af Ferðabók Sveins Pálssonar. Hér skal þess aðeins getið, að í þessu riti setur Sveinn skýrt fram þá kenningu, að jöklar hreyfist sem seigfljótandi efni, og þekkti hann ekki til rits Frakkans A. C. Bordiers, sem sett hafði fram svipaða skoðun 20 árum áður. Sveini kom þetta fyrst í hug, er hann var að rannsaka Breiðamerkurjökul 1793, og hann sannfcerðist um þessa skoðun, er hann leit svigður eða skára Fjallsárjökuls ofan af Orcefa- jökli hinn 11. ágúst 1794. Sveini verður lang- fyrstum jöklafræðinga Ijóst, að sólargeislun rceð- ur minna um jöklabráðnun hérlendis en hlýir loftstraumar, og i mörgu öðru er hann á undan samtíð sinni. Hina djúpstceðu þekkingu sina á jöklum byggði hann að verulegu leyti á eigin reynslu, en sitt hvað hefur hann vafalítið lcert af Skaftfellingum, svo sem fyrr getur, og þekk- ingu sina á norðurjaðri Vatnajökuls hefur hann að miklu leyti frá Pétri Bry n j ó 1 f ssy n i, ungum Austfirðingi, sem fór merkilega könnun- arferð með norðurrönd Valnajökuls sumarið 1794. Hefur Pétur sá verið bæði athugull og greinargóður, þvi kort Sveins var i nær hálfa aðra öld réttasta kortið af norðurrönd Vatna- jökuls, réttara en kort Gunnlaugssens og Thor- oddsens. Segja má, að jöklarit Sveins Pálssonar sé há- 17

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.